Demetríus fanginn. Stjórn og tign Símonar. Sáttmáli við Rómverja og Spartverja.

1Árið 172 safnaði Demetríus konungur liði sínu, og fór til Medíu að afla sér liðsstyrks til að berjast við Tryfon.2En Arsakes kóngur í Persíu og Medíu frétti að Demetríus væri kominn í land hans, sendi hann þá einn af hershöfðingjum sínum til að ná honum lifandi.3Hann fór, og vann Demetríusar her, tók hann til fanga, og færði Arsakesi, og hann setti hann í varðhald.
4Í Júdeulandi var friður alla ævi Símonar, hann leitaðist við að gjöra þjóð sinni gott, og geðjaðist þeim ævinlega vel stjórn hans og tign.5Auk annarra sinna heiðursverka gjörði hann Joppe að höfn, svo lenda mætti þar frá eyjunum í hafinu.6Hann jók út landamerki þjóðar sinnar, og drottnaði yfir landinu.7Og safnaði mörgum söngum, og fékk yfirráð yfir Gasara og Betsúra, og víginu, og tók úr því allt sem óhreint var, og enginn veitti honum mótstöðu.8Þeir yrktu jörð sína í friði, og jörðin var frjóvsöm, og aldintré gáfu ávexti sína.9Öldungarnir sátu á strætunum, allir töluðust sameiginlega við um þjóðarinnar gagn, og æskumennirnir klæddust skrauti og stríðskápum.10Hann útvegaði vistir handa borgunum, og lagði þeim til víggirðingar, svo frægðar hans var getið til ystu takmarka jarðarinnar.11Hann gjörði frið í landinu, og Ísrael gladdist miklum fögnuði.12Sérhvör sat undir víntré sínu, og fíkjutré sínu, því enginn var sem skelfdi þá.13Óvinurinn var farinn úr landinu, og kóngarnir voru sigraðir.14Hann aðstoðaði alla lítilmagna meðal fólks síns, stundaði rétt a), og afmáði sérhvörn rangsnúinn og óráðvandann.15Hann prýddi helgidóminn, og fjölgaði áhöldum helgidómsins.
16Það spurðist til Rómaborgar, að Jónatan væri dauður, og til Spörtu, og hryggðust þeir af því mjög.17En þegar þeir heyrðu, að Símon bróðir hans væri orðinn æðsti prestur í hans stað, og réði landinu og borgunum í því:18Þá skrifuðu þeir honum til á koparskjöld, til að endurnýja við hann vináttuna, og liðssáttmálann, sem þeir höfðu gjört við Júdas og Jónatan bræður hans.19Og þau (bréfin) voru lesin upp fyrir söfnuðinn í Jerúsalem.20Er þetta afskrift af bréfunum sem Spartverjar sendu: „Höfðingjar Spartverja og borgarmenn heilsa Símoni æðsta presti, og öldungunum og prestunum, og hinum Gyðingunum, bræðrum sínum!21Sendimennirnir, sem gjörðir voru út til þjóðar vorrar, hafa skýrt oss frá vegsemd yðvarri og heiðri, og glöddumst vér við komu þeirra.22Og vér höfum skrifað upp, það sem þeir sögðu í þjóðráðinu á þessa leið: Númeníus Antíókusson og Antípater Jasonsson sendiboðar Gyðinga, komu til vor, til að endurnýja vináttuna við oss.23Og fólkinu þóknaðist að taka virðuglega móti þessum mönnum, og að setja afskrift af ræðu þeirra í þjóðbækurnar, svo að Spartverjaþjóð hafi hana í minni, en afskrift þessa höfum vér ritað Símoni, æðsta presti“.24Eftir þetta sendi Símon Númeníus til Rómaborgar, með stóran gullskjöld, sem vog þúsund mínur, til að semja við þá liðssáttmála.
25En er landslýðurinn heyrði þetta, sögðu þeir: hvörnig eigum vér að umbuna Símoni og sonum hans?26Því hann hefir sýnt dugnað, og bræður hans og ætt föður hans og þeir hafa barist við Ísraels óvini og rekið þá frá þeim (Ísraelsmönnum) og útvegað þeim frelsi.27Og þeir skrifuðu þetta á koparspjöld, og hengdu þau upp á stoðir á Síonsfjalli; og þetta er afskrift af skránni: „á átjánda degi í (mánuðinum) elul, árið 172, sem að er þriðja ár Símonar æðsta prests.28Í Saramel á stórri samkundu prestanna, þjóðarinnar og þjóðhöfðingjanna og landsins öldunga, er oss kunngjört:29með því oftsinnis hefir verið ófriður í landinu, þá hefir Símon Mattatiasson, niðji Jaribssona, og bræður hans, stofnað sjálfum sér í hættu, og veitt mótstöðu óvinum þjóðar sinnar, til þess að helgidómur þeirra og lögmál gæti haldist við, og þeir hafa sæmt þjóð sína miklum heiðri;30og Jónatan hafði safnað þjóð þeirra, og gjörst æðsti prestur meðal þeirra, og safnaðist til lýðs síns.31Og óvinir þeirra vildu vaða inn í land þeirra, til að eyða landið, og leggja höndur á helgidóm þeirra;32þá tók Símon sig til, og barðist fyrir þjóð sína, og kostaði miklu til þess af sínum eigin eigum, og vopnaði hermenn þjóðar sinnar, og gaf þeim mála.33Og hann víggirti Júdeu borgir, og Betsúru, sem liggur við Júdeu takmörk, hvar herlið óvinanna hafði áður verið, og setti þar setulið af Gyðingum.34Hann víggirti líka Joppe, sem liggur við hafið, og Gasara, sem liggur við Asdods takmörk, í hvörri óvinirnir höfðu áður búið, og skipaði Gyðingum þar bústað og lagði þeim til allt sem þeir þurftu til viðreisnar.35Og fólkið sá afreksverk Símonar, og heiðurinn sem hann leitaðist við að gjöra þjóð sinni, og þeir gjörðu hann að foringja sínum og æðsta presti, af því hann hafði unnið allt þetta og auðsýnt ætíð þjóð sinni, réttvísi og trúlyndi og leitast við með öllu móti að upphefja þjóð sína.36Á hans dögum lukkaðist það, sökum dugnaðar hans, að heiðingjarnir urðu reknir út úr landinu, og þeir sem voru í Davíðsborg, í Jerúsalem, sem höfðu gjört sjálfum sér vígi, er þeir fóru út úr, og saurguðu helgidóminn umhverfis, og unnu enni hreinu guðsdýrkun mikinn skaða a).37Og hann lét Gyðinga búa þar, og gjörði það (vígið) rambyggilegt til verndar landinu og borginni, og hækkaði Jerúsalems girðingar.38Og Demetríus konungur staðfesti hann í æðstaprestsembættinu sökum þessa;39og tók hann í tölu vina sinna, og sæmdi hann mikilli tign;40því hann hafði heyrt, að Rómverjar kölluðu Gyðinga vini, bandamenn og bræður, og að þeir hefðu tekið sendimönnum Símonar virðuglega.41Og að Gyðingum og prestunum geðjaðist vel, að Símon væri foringi þeirra, og æðsti prestur ævinlega; þangað til áreiðanlegur spámaður risi upp;42og að hann væri hershöfðingi yfir þeim, og annaðist um helgidóminn, skipaði þeim verk sín, landstjórn, herstjórn og umsjón yfir festingunum;43skyldi hann annast um helgidóminn, og allir hlýða honum, og allar tilskipanir í landinu skyldu vera skrifaðar í hans nafni, og skyldi hann klæðast skarlati og bera gull.44Skyldi engum leyft, leikum né lærðum, að ógilda neitt af þessu, eða mæla móti því sem hann segði, eða stefna fólks samkomu í landinu án hans vilja, eða klæðast skarlati og bera gulllinda.45En hvör sem móti þessu breytti, eða raskaði nokkru af þessu, skyldi vera sekur.46Og allur lýðurinn lét sér líka að gjöra þetta statt og stöðugt fyrir Símon, og breyta eftir þessum reglum.47Símon tók þessu og lét sér líka að vera æðsti prestur, og hershöfðingi, og þjóðhöfðingi Gyðinganna og prestanna, og ráða öllu.48Og skyldi þessi skrá verða sett (grafin) á koparspjöld, er hengja skyldi upp í helgidómsgirðingunni á merkum stað;49en afskrift af þessu skyldi lögð verða í fjárhirsluna, svo að Símon og synir hans gætu haft hana.

V. 14. a. Aðrir: rannsakaði lögmálið. V. 36. a. Aðrir: og drápu marga á helgum stað.