Góðar óskir. Páll þakkar Guði og hrósar þeirra fúsleika að taka kristni, þeirra bróðurkærleika og þolinmæði.

1Páll og Silvanus og Tímóteus, óska yður, söfnuði Guðs Föðurs og Drottins Jesú Krists í Tessaloníku, náðar og friðar af Guði vorum Föður og Drottni Jesú Kristi.2Ávallt þökkum vér Guði fyrir yður alla, þá vér minnumst yðar í vorum bænum,3og erum sífelldlega minnugir yðar atorkusömu trúar og óþreytanlegu elsku og stöðugu vonar á Drottni vorum Jesú Kristi fyrir augliti Guðs og Föður vors.4Vér vitum, góðir bræður! af Guði elskaðir! hvörnig yðar útvalningu var háttað,5að eg boðaði ekki náðarlærdóminn yðar á meðal með orðum einum, heldur með krafti, heilögum Anda og fullkominni sannfæringu. Þér vitið einninn, hvílíka vér sýndum oss yður til handa hjá yður.6Og þér eruð vorir eftirfylgjarar orðnir og Drottins, með því þér meðtókuð lærdóminn undir miklum þrengingum með fögnuði heilags Anda,7svo að þér eruð orðnir fyrirmynd allra trúaðra í Makedoníu og Akkealandi;8því að frá yður hefir orð Drottins hljómað, ekki einungis í Makedoníu og Akkealandi, heldur er og trú yðar á Guði kunnug orðin alls staðar, svo vér ekki þurfum um það að tala;9því menn gjöra orð á því, hvílíka komu vér áttum til yðar, og hvörnig þér sneruð yður til Guðs frá skurðgoðunum, til að þjóna lifanda og sönnum Guði,10og að vænta hans Sonar frá himni, þann er hann uppvakti af dauða, Jesú er frelsar oss frá hinni yfirvofandi hegningu.

V. 1. 2 Tess. 1,1. Róm. 1,7. fl. V. 2. Róm. 1,8.9. 2 Tess. 1,3. fl. V. 3. Hebr. 6,10. Kól. 1,27. V. 4. 2 Tess. 2,13. V. 5. 1 Kor. 2,5. 4,20. 1 Tess. 2,13. sbr. Post. g. b. 17,4. yður til fullkomnunar. V. 6. 1 Kor. 4,16. 11,1. Fil. 3,17. Post. gb. 5,41. Hebr. 10,34. V. 7. Kap. 4,10. V. 9. Kap. 2,1. Post. g. b. 26,18. 1 Kor. 12,2. Hebr. 9,14. V. 10. Post. g. b. 1,11. Fil. 3,20. Opinb. b. 1,7. Post. g. b. 2,24. Matt. 3,7. Róm. 2,5.