Um góða samvisku.

1Sálmur Davíðs. Dæm þú mig, Drottinn! því eg em saklaus, og eg treysti Drottni óbifanlega.2Prófa mig, Drottinn! og reyn mig! (hreinsa) mín nýru og mitt hjarta,3því þín miskunn er fyrir mínum augum og eg geng í þínum sannleika.4Eg sit ekki hjá óheilum mönnum og til fláráðra kem eg ekki.5Eg hata samkomur hinna vondu, og sit ekki hjá þeim óguðlegu.6Eg þvæ mínar hendur í sakleysinu, og held mig til þíns altaris, Drottinn!7til að taka undir lofsönginn, og til að segja frá öllum þínum dásemdum.8Drottinn! eg elska þíns húss bústað, og þinnar dýrðar aðsetursstað.9Taktu ekki mína sál burtu með syndurum, né mitt líf með þeim blóðgírugu.10Í hvörra höndum að er misgjörð, og hvörra hægri hendur eru fullar af mútum;11En eg geng í ráðvendninni; frelsa mig og vert mér náðugur.12Minn fótur gengur á réttri götu. Í söfnuðinum vil eg lofa Drottin.