Lýsing brúðurinnar.

1Sjá! fögur ert þú, mín vinkona! sjá! fögur ert þú! þín augu bak við skýluna eru dúfur; þitt hár eins og geitahjörð, sem liggur á fjallinu Gíleað.2Þínar tönnur eins og klippt sauðahjörð, sem kemur af sundi, hvar mæðurnar eru allar tvílembdar, og engin lamblaus meðal þeirra;3þínar varir sem purpuraborði; þinn munnur lystilegur; þínar kinnar bak við þína skýlu eins og helftin af kjarnepli.4Þinn háls eins og Davíðsturn, byggður fyrir hertygi, í hvörjum að hanga þúsund buklarar, allir skildir kappanna.5Þín tvö brjóst eins og tveir ungir rádýrstvíburar, sem eru á beit meðal liljanna.6Þangað til dagurinn verður svalur, og skuggarnir flýja, vil eg ganga til myrrufjallsins og reykelsishálsins.7Öll ertu fögur, mín vinkona, og engin lýti eru á þér!8Með mér frá Líbanon, mín brúður, með mér skaltu koma, líta niður fyrir þig frá Amanatindi, frá Senirs- og Hermonstindi, frá bælum ljónanna, frá fjöllum pardusdýranna!9Þú rænir mig mínu hjarta, mín systir, (mín) brúður, þú rænir mig mínu hjarta með einu tilliti þíns auga, með einni keðju á þínum hálsi!10Hvörsu fögur er þín elska, mín systir, (mín) brúður, hvörsu miklu dýrmætari eru þín ástaratlot, heldur en vín, og ilmur þinna smyrsla heldur enn allt balsam!11Hunangsseimur drýpur af þínum vörum, (mín) brúður! hunang og mjólk er undir þinni tungu, og ilmur þinna klæða er Líbanons ilmur.12Þú ert lokaður aldingarður, mín systir, (mín) brúður, læst lind, innsiglaður brunnur;13þínar plöntur eru lysti runnur af kjarneplum með dýrum ávöxtum, kofer (vínviður) með nardus,14nardus og safran, kalmus og kanel, með allsháttar reykelsisbuskum, myrru og alóe, með öllum bestu ilmjurtum;15uppspretta er í garðinum, lifandi vatnslind, sem buldrar frá Líbanon, (buldrandi rennur).16„Taktu þig til, norðanvindur, kom sunnanvindur, blás þú um minn garð, svo að hans básúnujurtir drjúpi! vinur minn komi í sinn aldingarð og eti hans ágætu ávexti.“