Lofgjörð og þakklæti.

1Sálmur Davíðs eftir söngnum við hússvígsluna.2Eg upphef þig, Drottinn! því þú hefir upphafið mig, og þú lést ekki mína óvini fagna yfir mér.3Drottinn, minn Guð! eg kallaði til þín og þú læknaðir mig.4Drottinn! þú dróst mína sál úr helju; þú lést mig lifa og ekki niðurstíga í gröfina.5Lofið Drottin! þér hans útvöldu, og vegsamið hans heilaga nafn,6því hans reiði varir eitt augnablik, en hans náð heilan mannsaldur; um kvöldtímann heimsækir oss grátur, en að morgni gleðisöngur.7Eg sagði þegar mér gekk vel: eg skal ekki bifast að eilífu;8Drottinn! af þinni velþóknan hafðir þú gjört mitt bjarg stöðugt og fast fyrir, en þegar þú byrgðir þitt andlit, skelfdist eg.9Eg kallaði til þín, Drottinn. Já, eg grátbændi þig, Drottinn.10Hvör ábati er að mínu blóði, þegar eg er kominn í gröfina? getur duftið prísað, kunngjört þína trúfesti?11Heyr mig ó Drottinn, og vertu mér náðugur! Drottinn vertu mín hjálp.12Þá umbreyttir þú mínu kveini í gleðidans, þá færðir þú mig úr sorgarbúningnum og girtir mig með fögnuði,13svo að minn sómi (sál) skyldi syngja þér lof og ekki þegja. Ó Drottinn, minn Guð! eilíflega vil eg þakka þér.