Elífas svarar.

1Þá svaraði Elífas af Teman og sagði:2Á sá vitri maður að svara með þekkingu sem er aðeins varagustur, og fylla sitt brjóst með vindi?3(Á hann) að stríða með orðum sem ekkert kveður að, og með tali sem ekkert stoðar hann?4Já, þú gjörir guðsóttann að engu, og fækkar bænum til Guðs.5Þinn eigin munnur prédikar (kennir) þitt ranglæti, þó að þú veljir orðfæri hinna slægu.6Þinn munnur dæmir þig, en eg ekki; þínar varir vitna á móti þér.7Ert þú sá fyrst fæddi maður, og ertú getinn fyrr en hæðirnar?8Hefur þú hlýtt á í Guðs leynda ráði? eða hefir þú dregið að þér allra speki?9Hvað veistú sem vér ei skyldum vita? Hvað þekkir þú sem skyldi vera oss ókunnugt?10Til eru gráhærðir menn og öldungar vor á meðal, eldri en faðir þinn.11Metur þú lítils Guðs huggun og þau blíðu orð til þín?12Hvar fyrir hrífur þitt hjarta þig, og hví tindra þín augu,13að þú geisar svo gegn Guði, og framber slík orð af þínum vörum?14Hvað er maðurinn að hann skyldi vera hreinn? eða að sá skyldi vera réttlátur sem er fæddur af kvinnu?15Sjá þú! hann ætlar ei upp á sína heilögu og himnarnir eru ekki hreinir fyrir hans augum.16Enn síður sá viðurstyggilegi og svívirðilegi, maðurinn, sem drekkur í sig ranglætið eins og vatn.17Eg vil fræða þig, heyr þú mig! og það sem eg hefi reynt vil eg segja þér,18það sem þeir vísu kunngjörðu og duldu ekki, (erft) frá þeirra feðrum.19Hvörjum einum var landið gefið, og enginn útlendur þrengdi sér inn meðal þeirra.20Alla sína daga plágar sá óguðlegi sig sjálfan, og fá ár eru týrarannum ætluð.21Skelfingar hljóð er fyrir hans eyrum; jafnvel í friði yfirfellur eyðileggjarinn hann.22Hann trúir því ekki, að hann geti komist undan myrkrinu (ógæfunni) og sér allsstaðar framundan sér sverð.23Hann flakkar um kring eftir brauði hvar sem það er; hann veit að myrkursins dagur er honum reiðubúinn.24Angist og neyð skelfa hann, þær bera hann ofurliða, sem konungur útbúinn til bardaga.25Af því hann útrétti sína hönd gegn Guði, og gjörði, með þrjósku, uppreisn móti þeim almáttuga;26gjörði árás á hann með (háu) höfði og með þykkri skjaldarbungu.27Því hans andlit er þakið spiki, og hans lendar með fitu,28þar fyrir býr hann í þeim stöðum sem ætlaðar eru til eyðileggingar; í húsum, sem enginn býr í, og sem skjótt umbreytast í grjóthrúgu.29Hann mun ekki verða ríkur, og hans góss ekki varðveitast; og hans velmegan mun ekki útbreiðast í landinu.30Hann mun ekki undan myrkrinu sleppa; loginn mun svíða hans ungu greinir, og hann mun hverfa fyrir Guðs anda (áblæstri).31Hann reiði sig ekki á hégómann, hann verður tældur,32því hégóminn skal verða hans verðkaup. Fyrir tímann fær hann enda, og hans greinir blómgast ei meir.33Eins og vínviðurinn mun hann hrifsa af sér súr vínber; sem viðsmjörsviðurinn, missa sín blómstur,34því hræsnaranna hópur verður einmana, og eldurinn eyðir tjaldbúðum þeirra sem taka mútur.35Þeir ganga þungaðir með ólukku og fæða ranglæti, og þeirra búkur undirbýr svik.