Líka sundurlaus spakmæli.

1Þeir óguðlegu flýja, þótt enginn elti þá, en sá réttláti er öruggur sem ungt ljón.2Þegar landið gjörir uppreisn, verða í því margir furstar; en séu menn framsýnir og hyggnir, svo lifir (sá rétti stjórnari) lengi.3Fátækur ofbeldismaður sem bolar út hinn lítilmótlega, er eins og regn sem niðurslær (korni), svo að þar verður engin fæða.4Þeir sem sjálfir víkja frá lögunum, hrósa þeim óguðlega; en þeir sem varðveita lögin standa á móti honum.5Vondir menn skynja ekki hvað rétt er; en þeir sem leita Drottins skilja allt.6Betri er sá fátæki sem framgengur í sinni einfeldni, en sá sem fer krókaveg, þótt hann sé ríkur.7Sá sem varðveitir lögin, er hygginn sonur; en sá sem er stallbróðir óhófsmanna, gjörir föður sínum skömm.8Hvör sem eykur sinn auð með okri og ásælni, safnar honum fyrir þann sem gjafmildur er við fátæka.9Hvör sem frásnýr sínu eyra, svo það heyrir ekki lögin, þess bæn er og viðurstyggð.10Hvör sem afvegaleiðir þá góðu á vondan veg, sá mun detta í sína eigin gröf; en þeir ráðvöndu munu erfa hið góða.11Ríkur maður þykist hygginn; en sá fátæki sem er vitur, gagnskoðar hann.12Þegar þeir réttlátu gleðjast, er mikil dýrð; en þegar óguðlegir komast upp, fela menn sig.13Sá sem felur sínar yfirtroðslur, mun ei lukku hafa, en sá sem meðgengur þær og lætur af þeim, skal miskunn hljóta.14Sæll er sá maður sem er ætíð hræddur; en sá sem forherðir sitt hjarta fellur í ógæfu.15Eins og grenjandi ljón og gráðugur björn, er sá óguðlegi sem drottnar yfir fátæku fólki.16Fursti, sem hefir lítið vit, aðhefst marga kúgan; en hvör sem hatar ágirnd, mun lengja sína daga.17Sá maður sem hefir úthellt blóði nokkurs manns, skal vera útlagi allt til grafarinnar, svo að hann sé ekki handtekinn.18Hvör sem gengur ráðvandlega skal frelsast; en sá sem gengur krókaveg mun einhvörn tíma falla.19Hvör sem ræktar sína jörð, mettast af brauði; en sá sem gengur í hóp með iðjuleysingjum, mettast af fátækt.20Ráðvandur maður verður ríkur af blessan; en sá sem flýtir sér að auðgast, verður ei óstraffaður.21Hlutdrægni er ekki góð; og þó gjörir margur rangt sakir eins brauðbita.22Sá sem hefir illt auga, hraðar sér til auðs, og veit ekki að skortur skal koma yfir hann.23Hvör sem ávítar menn, fær seinast meiri vinsæld, en sá sem smjaðrar með tungunni.24Hvör sem rænir föður sinn eða móður sína, og segir: þetta er engin yfirtroðsla, sá er ræningjans stallbróðir.25Sá sem girnist mikið, hann kemst í þrætur; en sá sem treystir Drottni, verður feitur.26Sá sem treystir sínu hjarta, er dári; en sá sem gengur hyggilega, mun frelsast.27Hvör sem gefur þeim snauða skal ekki skort líða; en yfir þann sem afturlykur sínum augum, kemur mörg óbæn.28Þegar þeir óguðlegu komast upp, felur fólk sig; en þegar þeir tortínast, fjölga hinir réttlátu.