1Ef þú gjörir gott svo sjá til hvörjum þú gjörir það, þá muntu fá þökk fyrir þínar velgjörðir.2Gjör guðræknum gott, svo muntu fá umbun, og ef ekki af honum, þá af þeim æðsta.3Þeim vegnar ekki vel sem temur sér illt, og enga velgjörð lætur í té.4Gef þú þeim guðræknu, en tak ekki að þér syndarann.5Gjör þú auðmjúkum gott, en gef ekkert þeim guðlausa. Haltu fyrir honum brauðinu, og gef honum ekkert, svo hann ei með því undirþrykki þig.6Því illt fær þú tvímælt fyrir allt það gott sem þú auðsýnir honum. Því einnig sá æðsti hatar syndarann, og mun refsa þeim guðlausa.7Gef þeim góða en liðsinntu ekki syndaranum. Þegar vel gengur verður vinurinn ekki prófaður; en þegar illa gengur leynist óvinurinn ekki.8Þegar manninum vegnar vel, liggur illa á hans óvinum, og í hans óhamingju segir vinurinn skilið við hann.9Trú þú aldrei þínum óvin;10því eins og járnið ryðgar, svo (kemur aftur og aftur í ljós) hans vonska.11Og þó hann auðmýki sig, og gangi hálfboginn, svo haf athuga og vara þig á honum; og vertu við hann sem sá er spegil fágar, og þú skalt sjá, að hann er ei ætíð ryðugur.12Láttu hann ei vera þér til hliðar, til þess hann hrindi þér ekki frá og gangi á þinn stað. Settu hann þér ekki til hægri handar, svo hann sækist ei eftir þínu sæti, og þú á endanum finnir mín orð sönn, og hugsir a) til minnar viðvörunar með angri.13Hvör vorkennir særingarmanninum sem bitin verður af höggormi, og öllum þeim sem hafa mök við villudýr?14Eins ekki þeim, sem hefir mök við syndarann og bendlar sig við hans syndir; um stund mun hann með þér vera, en ef þú veiklast á fótum, svo stenst hann það ekki.15Óvinurinn hefir sæt orð á sínum vörum, og í hjarta sínu leitar hann ráðs að hrinda þér í gryfjuna. Honum vöknar um augun,16og sjái hann sér færi, getur hann ekki af blóði saddur orðið.17Mæti þér óhapp, svo er hann þar fremstur í flokki,18og eins og hann vilji hjálpa þér, mun hann ná undan þér fótum.19Hann hristir höfuðið, klappar lófum saman, tautar mikið og setur andlitið í stellingar.

V. 12. a. Eiginl. stingist sakir minnar viðvörunar.