Gyllinistafróf í 22 greinum
Fyrsta grein.

1Sælir eru þeir hvörra breytni er óstraffanleg, þeir sem ganga í Drottins lögmáli;2sælir eru þeir sem halda hans boðorð, sem leita hans af öllu hjarta,3sem ekkert rangt aðhafast, heldur ganga á hans vegum.4Þú hefir boðið að halda vandlega þín boðorð!5Æ! að mínir vegir mættu þar að sveigjast, að halda þín réttindi!6þá þarf eg ei að sneypast, er eg gef gaum að öllum þínum boðum.7Eg vildi prísa þig með einlægu hjarta, í því eg lærði þína réttlátu dóma.8Þín réttindi vil eg halda; yfirgef mig ekki oflengi.

2ur grein.

9Hvörnig getur sá ungi haldið sínum vegi hreinum? Með því að halda sig að þínu orði.10Eg leita þín af öllu hjarta; láttu mig ekki villast frá þínum boðorðum!11Í mínu hjarta geymdi eg þitt orð, svo að eg syndgaði ekki á móti þér.12Lofaður sértu Drottin! kenn mér þín réttindi!13með mínum vörum upptel eg alla dóma þíns munns.14Þínir vitnisburðir gleðja mig eins og mikill auður.15Þínar skipanir ígrunda eg, eg hugleiði þína stigu.16Eg hefi unaðsemd af þínum setningum, og gleymi ei þínum orðum.

3ðja grein.

17Gjör þínum þjóni vel til, að eg megi lifa og halda þitt orð.18Opna mín augu að eg megi sjá það leyndardómsfulla í þínu lögmáli.19Framandi er eg á jörðunni; fel ei fyrir mér þín boðorð!20Sundurkraminn er mín sál af löngun eftir þínum réttindum alla tíma.21Þú straffar hina dramblátu, þá bölvuðu, þá sem víkja frá þínum boðorðum.22Snú frá mér smán og fyrirlitning, því eg varðveiti þín boðorð.23Þar sitja jafnvel höfðingjar og taka saman ráð sín á móti mér; en þinn þénari ígrundar þína setninga.24Já, þínir vitnisburðir eru mín unaðsemd, þeir eru mínir ráðgjafar.

4ða grein.

25Niðurbeygð í duftið er mín sál, endurlífga mig eftir þínu orði.26Eg segi frá mínum vegum og þú bænheyrir mig, kenn mér þín réttindi!27Kenn þú mér að skilja veg þinna boðorða! svo mun eg ígrunda þína leyndardóma.28Mín sál drúpnar af hryggð, reis þú mig upp eftir þínu orði!29Snú frá mér lyginnar vegi, og unn mér þíns lögmáls (þekkingar)!30Sannleikans veg vel eg, þinn rétt set eg fyrir mig.31Eg hangi við þína vitnisburði; Drottinn! lát mig ei verða til skammar!32Veg þinna boðorða vil og hlaupa, þegar þú hugsvalar mínu hjarta!

5ta grein.

33Kenn mér, ó Drottinn! veg þinna réttinda, eg skal fara hann allt til enda!34Uppfræð þú mig, og eg vil varðveita þín lög, og halda þau af öllu hjarta!35Lát mig ganga fram veginn þinna boðorða, því eg hefi löngun til hans!36Beyg mitt hjarta til þinna vitnisburða, en ekki til gróða!37Snú mínum augum frá hégómanum! viðhaltu mér á þínum vegi!38Uppfylltu þitt orð við þinn þénara, við þann sem þig óttast.39Burtsnú þeirri minni smán, sem eg kvíði fyrir, því þínir dómar eru góðir.40Sjá! eg hefi löngun til þinna skipana, haltu mér við þitt réttlæti;

6ta grein.

41Og lát þína miskunn koma yfir mig, ó Drottinn! þitt frelsi eftir þínu orði!42Og að eg geti svarað þeim sem atyrða mig fyrir eitthvað, að eg reiði mig á þitt orð.43Og tak aldrei sannleiksins orð burt frá mínum munni! því að eg bíð þíns dóms;44Eg vil alltaf varðveita þitt lögmál ætíð og ævinlega.45Og eg vil ganga um rúmgóðan veg, því að eg leita þinna skipana,46og eg tala um þína vitnisburði fyrir kóngum, og skammast mín ekki.47Og eg skal hafa unaðsemd af þínum boðorðum, sem eg elska,48og upplyfta mínum höndum til þinna boðorða sem eg elska, og eg ígrunda þín réttindi.

7da grein.

49Minnstu þess orðs til þíns þénara, á hvört þú lést mig vona;50það er mín huggun í minni eymd að þitt orð heldur mér við lífið.51Þeir dramblátu hæða mig ákaflega, en frá þínu lögmáli vík eg ekki.52Eg minnist þinna dóma frá gömlum tíðum, Drottinn! og huggast.53Ákaflega óbeit hefi eg á þeim óguðlegu, sem yfirgefa þín lög.54Þín réttindi eru minn fagnaðarsöngur í minni útlegð.55Drottinn! á náttarþeli minnist eg þíns nafns og varðveiti þín lög.56Það er minn auður að eg held þínar skipanir.

8da grein.

57Eg segi: mín hlutdeild, ó Drottinn, er að halda þín boð.58Eg bið þig auðmjúklega af öllu hjarta, vertu mér náðugur eftir þínu orði!59Eg hugleiði mína vegu og sný mínum fótum til þinna vitnisburða.60Eg flýti mér, og tef ekki við að halda þín boðorð.61Hópur óguðlegra umkringir mig, en eg gleymi ekki þínu lögmáli.62Um miðnætti fer eg á fætur til að þakka þér fyrir þína réttlátu dóma.63Eg held mig til þeirra sem þig óttast, og þeirra sem halda þín boðorð.64Jörðin er full, Drottinn! af þinni miskunn, kenn mér þín réttindi!

9da grein.

65Drottinn! þú gjörðir þínum þénara vel til eftir þínu orði.66Kenn þú mér góðan skilning og hyggindi, því eg trúi þínum boðorðum.67Áður en eg varð auðmýktur, villtist eg, en nú varðveiti eg þitt orð.68Góður ert þú og góðgjarn, kenn mér þín réttindi.69Þeir dramblátu samantvinna lygar móti mér, en eg held þín boðorð af öllu hjarta,70tilfinningarlaust eins og spik er þeirra hjarta, en eg hefi yndi af þínu lögmáli.71Það var mér gott að eg lítillækkaðist, svo að eg gæti lært þín réttindi.72Betra er mér lögmál þíns munns, heldur en þúsund (stykki) gulls og silfurs.

10da grein.

73Þínar hendur hafa myndað mig og tilbúið, gef mér skilning að eg læri þín boðorð!74Þeir sem óttast þig sjá mig og gleðja sig, því eg reiði mig á þitt orð.75Drottinn! eg veit að þínir dómar eru réttir, og að þú lítillækkaðir mig af trúfesti.76Þín miskunn veri mín huggun eftir sem þú hefir heitið þínum þjóni!77Láttu þína miskunn koma yfir mig, að eg lifi, því þitt lögmál er mín unaðsemd.78Lát þá dramblátu verða til skammar, því þeir vilja án saka steypa mér, en eg ígrunda þínar skipanir.79Haldi þeir sig til mín sem þig óttast og sem þekkja þína vitnisburði.80Lát mitt hjarta hanga fast við þín réttindi, að eg ekki verði til skammar!

11ta grein.

81Mína sálu langar til þíns hjálpræðis, eg reiði mig á þitt orð,82mín augu mæna til þíns orðs, eg segi: nær muntu hugga mig?83því eg er sem skinnbelgur a) í reyk; eg gleymi ekki þínum réttindum.84Hvörsu margir eru dagar þíns þénara? nær viltu láta ganga dóm yfir mínum ofsóknarmönnum?85Þeir dramblátu grafa mér grafir, það er ekki gjört eftir þínu lögmáli.86Öll þín boðorð eru sannleiki; þeir ofsækja mig án saka, hjálpa þú mér!87Lítið vantaði á að þeir hefðu útrutt mér af jörðunni, þó yfirgaf eg ekki þínar skipanir.88Varðveittu líf mitt eftir þinni miskunnsemi, og eg vil varðveita vitnisburði þíns munns.

12ta grein.

89Eilíflega, Drottinn! stendur þitt orð stöðugt í himninum.90Þín trúfesti varir frá kyni til kyns, þú festir jörðina, og hún mun standa;91eftir þínum lögum stendur allt enn þann dag í dag; því allt er þér undirgefið.92Hefði þitt lögmál ekki verið mín unun, þá hefði eg fyrirfarist í minni eymd.93Eg skal til eilífðar ekki gleyma þínum boðorðum; því með þeim heldur þú mér við lífið.94Eg em þinn, frelsa þú mig, því eg leita þinna skipana.95Hinir óguðlegu umsitja mig, til að fyrirfara mér, en eg gef gaum að þínum vitnisburðum.96Allrar fullkomnunar endir hefi eg séð, en þín boðorð eru endalaus.

13da grein.

97Hvörsu mjög elska eg þitt lögmál! það er mitt daglegt umhugsunarefni.98Þín boðorð gjöra mig hyggnari en mínir óvinir eru, því þau eru ávallt mín.99Eg er orðinn hyggnari en allir mínir kennendur, því þínir vitnisburðir eru mín umhugsan,100eg er vitrari orðinn en öldungarnir, því eg hefi varðveitt þínar skipanir,101frá öllum vondum vegi held eg mínum fótum aftur, að eg geti haldið þitt orð,102frá þínum dómum vék eg ekki, því þú menntaðir mig.103Hvörsu eru þín orð sæt fyrir minn góm, sætari en hunang fyrir minn munn!104af þínum skipunum verð eg vitur, þar fyrir hata eg sérhvört lyginnar spor.

14da grein.

105Þitt orð er lampi fóta minna og ljós á mínum vegum.106Eg hefi svarið og vil efna það, að halda þín réttvísu lög.107Eg em mjög beygður, Drottinn! varðveittu mitt líf eftir þínu orði!108Láttu þér þóknast, Drottinn! það viljuga offur míns munns, og kenn mér þína dóma.109Mitt líf er ætíð í minni hendi (í hættu), þó gleymi eg ekki þínu lögmáli.110Þeir óguðlegu leggja snörur fyrir mig, en eg vík ekki frá þínum skipunum.111Eg eigna mér eilífa erfð, þína vitnisburði, því þeir eru mín hjartans unaðsemd.112Eg hneigi mitt hjarta til að gjöra eftir þínum réttindum eilíflega og alltaf.

15da grein.

113Eg hata illar hugsanir, en elska þitt lögmál;114þú ert mitt skjól og skjöldur, á þitt orð reiði eg mig.115Víkið frá mér þér illgjörðamenn, eg vil varðveita boðorð míns Guðs!116Viðhaltu mér eftir þínu orði, svo eg lifi, og láttu mig ekki verða til skammar fyrir mína von!117Aðstoða þú mig að eg frelsist, og ætíð sjái þín réttindi.118Þú útskúfar öllum þeim sem víkja frá þínum réttindum, því til ónýtis eru þeirra svik.119Þú burtkastar öllum óguðlegum á jörðu eins og hroða, því elska eg þína vitnisburði.120Mitt hold skelfur af hræðslu fyrir þér, og þína dóma óttast eg.

16da grein.

121Eg hefi stundað réttindi og réttvísi, afhend mig ekki þeim sem undirþrykki mig!122Ábyrgstu þinn þénara til góðs, að þeir dramblátu ekki undirþrykki mig!123Mín augu mæna eftir þinni miskunnsemi, og kenn mér þín réttindi!124Gjör þú við þjón þinn eftir þinni miskunnsemi, og kenn mér þín réttindi!125Eg em þinn þjón, uppfræð þú mig! að eg geti þekkt þína vitnisburði.126Tími er til kominn að þú, Drottinn! takir þig til, þeir hafa brotið þín lög.127Þar fyrir elska eg þín boðorð meir en gull, já meir en skírt gull.128Þar fyrir held eg allar þínar skipanir réttar, eg hata allar lyginnar götur.

17da grein.

129Þínir vitnisburðir eru furðanlegir (dásamlegir), því varðveitir þá mín sál.130Þinna orða útskýring upplýsir og gjörir þá einföldu vísa.131Eg opna minn munn af eftirlangan, því eg hefi girnd til þinna boðorða,132snú þér til mín, og vertu mér miskunnsamur! eins og sanngjarnt er þú sért, þeim sem elska þitt nafn.133Gjörðu minn gang stöðugan með þínu orði, og lát engin rangindi drottna yfir mér!134Leystu mig frá ofbeldi mannanna, að eg haldi þínar skipanir.135Lát þitt andlit lýsa þínum þénara, og kenn mér þín réttindi.136Táraflóð niðursteypist úr mínum augum, vegna þeirra sem ekki halda þitt lögmál.

18da grein.

137Réttlátur ertu Drottinn! og réttir eru þínir dómar.138Þú býður réttvísi og mikinn sannleika í þínum lögum.139Mín vandlætingasemi deyðir mig, út af því að mínir mótstöðumenn gleyma þínum orðum.140Þitt orð er mjög vel hreinsað, og þinn þjón elskar það.141Eg er lítilmótlegur og fyrirlitinn, en eg gleymi ekki þínum boðorðum.142Þitt réttlæti er eilífur réttur, og þitt lögmál er sannleiki.143Angist og þrenging hitta mig, en þín boðorð eru mín unaðsemd.144Réttvísi þinna skipana er eilíf, uppfræð þú mig, svo lifi eg.

19da grein.

145Eg kalla af öllu hjarta, bænheyr mig, Drottinn! að eg haldi þín réttindi!146Eg kalla til þín, hjálpa þú mér, svo að eg haldi þína setninga,147fyrr en dagar kalla eg, á þitt orð reiði eg mig.148Mín augu verða fyrri til, en næturvaktirnar, að íhuga þitt orð.149Heyr mína raust, Drottinn! eftir miskunn þinni, viðhaltu mínu lífi eftir þínu réttlæti.150Þeir nálægja sig mér, sem fara með sniðugar ráðagjörðir, frá þínu lögmáli eru þeir langt í burtu.151Þú ert nálægur, Drottinn! og öll þín boðorð eru sannleiki,152fyrir löngu síðan vissi eg það um þín réttindi, að þú hefir þau eilíflega grundvallað.

20ta grein.

153Sjá þú eymd mína, og frelsa mig! því þínu lögmáli gleymi eg ekki.154Framfylg þú máli mínu, og frelsa mig, haltu mér lifandi fyrir sakir þíns orðs.155Langt frá þeim óguðlegu er frelsið, því þeir leita ekki þinna réttinda.156Þin miskunnsemi, Drottinn! er mikil, lát mig lifa eftir þínum dómum.157Margir eru mínir mótstöðumenn og ofsóknarmenn, frá þínum vitnisburðum vék eg ekki.158Eg sé þá sem breyta sviksamlega, og hefi viðbjóð á þeim, af því þeir halda ekki þitt orð.159Sjá, hvörsu ég elska þínar skipanir, Drottinn! endurlífga mig eftir þinni miskunnsemi.160Höfuðsumma þíns orðs er sannleiki og að eilífu vara allir þínir réttlátu dómar.

21ta grein.

161Höfðingjarnir ofsækja mig án saka, en mitt hjarta er óttaslegið fyrir þínu orði.162Eg gleð mig við þitt orð, eins og sá sem fær mikið herfang.163Lygi hata eg og hefi viðbjóð þar á, en þitt lögmál elska eg.164Sjö sinnum á dag lofa eg þig, sakir þinna réttvísu dóma.165Mikinn frið hafa þeir sem elska þitt lögmál, og engin ásteyting vofir yfir þeim.166Eg bíð þíns hjálpræðis, Drottinn! og gjöri eftir þínum boðorðum.167Mín sál varðveitir þína vitnisburði og eg elska þá mikið.168Eg held þín boðorð og þína vitnisburði, því allir mínir vegir eru fyrir þér (augljósir).

22ur grein.

169Láttu mitt kall koma fyrir þitt auglit, Drottinn! gef mér skilning eftir þínu orði.170Lát mína auðmjúka bæn koma fyrir þig, frelsa mig eftir þínu loforði!171Af vörum mínum skal þitt lof útstreyma, því þú kennir mér þín réttindi.172Mín tunga skal syngja þitt orð, því að öll þín boðorð eru rétt.173Láttu þína hönd vera mér til liðs, því eg hefi útvalið þínar skipanir.174Drottinn! eg hefi löngun eftir þínu hjálpræði, og þitt lögmál er mín unan.175Láttu mína sál lifa og lofa þig, og þína dóma hjálpa mér.176Eg villist sem týndur sauður, leita þú að þínum þjón, því þínum boðorðum gleymi eg ekki.

V. 83. a. Skorpinn eða magur af armæðu.