Ríkið skiptist.

1Og Róbóam fór til Sikem, því til Sikem kom allur Ísrael að gjöra hann að kóngi.2Og það skeði, þá Jeróbóam sonur Nebats heyrði það, (en hann var enn þá í Egyptalandi, flúinn þangað fyrir f) Salómoni konungi, og Jeróbóam bjó í Egyptalandi,3og þeir sendu eftir honum og kölluðu hann að þá kom Jeróbóam, og allur Ísraels söfnuður; og þeir töluðu við Róbóam og mæltu:4Faðir þinn hefir gjört ok vort þungt, en gjör þú nú léttari þá hörðu vinnu og það þunga ok sem hann á oss lagði; svo viljum vér þjóna þér.5Hann sagði við þá: farið nú í burtu í þrjá daga, og komið svo aftur til mín. Og fólkið fór burt.
6Þá ráðfærði konungur Róbóam sig við þá gömlu, sem staðið höfðu frammi fyrir föður hans Salómon, meðan hann var á lífi, og mælti: hvaða svar ráðleggið þér að eg gefi þessu fólki?7Þeir svöruðu honum og mæltu: ef þú í dag verður þénustusamur þessu fólki a), og eftirlátur, og hlýðir þeim og talar vinsamlega við þá, svo munu þeir þjóna þér ævinlega.8En hann sleppti ráðum þeirra gömlu sem þeir réðu honum, og ráðfærði sig við þá ungu menn, sem höfðu uppalist með honum, og stóðu frammi fyrir honum.9Og hann mælti til þeirra: hvaða svar ráðið þér mér að gefa þessu fólki, sem við mig hefir talað og sagt: gjör þú léttara það ok sem faðir þinn lagði á oss?10Og þeir ungu menn töluðu við hann, þeir sem með honum höfðu uppalist og sögðu: svona verður þú að tala við þetta fólk, sem við þig hefir talað og sagt: þinn faðir hefur gjört vort ok of þungt, gjör þú oss það léttara; svona skalt þú við það segja: minn litli fingur er þykkari en lendar föður míns;11nú, faðir minn hefir lagt á yður þungt ok, en eg vil enn nú bæta á yðar ok, faðir minn refsaði yður með svipum, en eg mun refsa yður með skorpíónum.
12Og er Jeróbóam og allt fólkið kom til hans á þriðja degi, eins og kóngur hafði talað þá hann mælti: komið til mín aftur á þriðja degi,13svo svaraði kóngur fólkinu harðlega og sleppti þeirri ráðlegging sem öldungarnir höfðu gefið honum,14og talaði við þá eftir ráðum ungu mannanna og mælti: faðir minn hefir gjört yðar ok þungt, en eg vil enn nú bæta á yðar ok, faðir minn hefir refsað yður með svipum, en eg mun refsa yður með skorpíónum.15Og kóngur gegndi ekki fólkinu, því svo var tilhagað af Drottni, að það orð rættist sem Drottinn hafði talað, fyrir munn Ahia Siloníta, við Jeróbóam son Nebats b);16og sem allur Ísrael sá, að kóngur vildi ekki gegna þeim, svo gaf fólkið konungi svar og mælti: Hvað er oss vant við Davíð? vér eigum enga hlutdeild í syni Ísaí c)! heim! heim Ísrael! sjá nú þitt hús, Davíð! og svo fór Ísrael heim til sín.17En Róbóam varð konungur yfir þeim Ísraelsmönnum sem bjuggu í Júda stöðum.18Þá sendi Róbóam Adóram rentumeistara d), en allur Ísrael grýtti hann steinum svo hann dó. En Róbóam kóngur flýtti sér í vagn og flúði til Jerúsalem.19Þannig gekk Ísrael undan húsi Davíðs, allt til þessa dags.
20Og það skeði, þá allur Ísrael heyrði að Jeróbóam væri aftur kominn, að þá sendu þeir eftir honum, og kölluðu hann til safnaðarins, og tóku hann til konungs yfir allan Ísrael; enginn hélt með Davíðs húsi nema Júda ættkvísl ein.21Og er Róbóam kom til Jerúsalem, samansafnaði hann öllu Júda húsi og Benjamíns ættkvísl hundrað og 80 þúsundum, af útvöldum stríðsmönnum, til þess að fara í stríð við Ísraels hús, og til að koma kóngsríkinu aftur undir Róbóam Salómonsson.22Þá kom orð Drottins til Semaja guðsmanns og sagði:23tala þú við Róbóam, Salómonsson, Júdakonung, og við allt Júda hús og Benjamín og við allt hitt fólkið og seg:24svo segir Drottinn: farið ekki, og stríðið ekki við yðar bræður, Ísraelssyni, fari hvör og einn heim til sín; því að minni tilhlutan er þetta skeð e). Og þeir hlýddu Drottins orði, og hvurfu aftur, eftir orði Drottins.25. Og Jeróbóam byggði Sikem á Efraímsfjalli og bjó þar, þaðan fór hann og byggði Pnúel f).26Og Jeróbóam sagði í sínu hjarta: nú mun kóngsríkið aftur hverfa til Davíðs húss;27ef þetta fólk fer að fórnfæra í Drottins húsi í Jerúsalem, svo mun hjarta þessa fólks hverfa aftur til síns herra, til Róbóams, Júdakonungs, og þeir munu myrða mig, og ganga aftur undir Róbóam Júdakóng.28Því leitaði kóngur ráðs, og gjörði tvo gullkálfa, og sagði við þá: nógu lengi hafið þér farið til Jerúsalem! sjá, Ísrael! þar er þinn Guð, sá sem leiddi þig burt úr Egyptalandi a).29Og hann setti annan í Betel en hinn í Dan b).30Og þetta varð að synd c), og fólkið gekk fyrir þann eina allt til Dan.31Og hann byggði hús á hæðunum, og tók presta d) af óvöldu fólki sem ekki var af Leví ætt.32Og Jeróbóam setti hátíð í þeim áttunda mánuði, 15da daginn, eins og hátíðina sem var haldin í Júda, og fórnfærði á altarinu. Eins gjörði hann í Betel, að hann færði fórnir þeim kálfi, sem hann hafði gjört, og setti presta í Betel á þær hæðir sem hann hafði gjört.33Og offraði á altarinu sem hann hafði gjört í Betel, á 15da degi þess áttunda mánaðar, í þeim mánuði sem hann hafði upphugsað í sínu hjarta, og hélt svo hátíð Ísraelssonum, og fórnfærði á altarinu og brenndi reykelsi.

V. 1. 2 Kron. 10,1. V. 2. f. Kap. 11,40. V. 7. a. 2 Kron. 10,7. V. 15. b. Kap. 11,30.31. V. 16. c. 2 Sam. 20,1. V. 18. d. 2 Sam. 20,4. V. 19. 1 Kóng. 11,13.31. V. 22. 2 Kron. 11,2. V. 24. e. Sbr. v. 15. Kap. 11,31. V. 25. f. Dóm. 8,17. V. 28. a. Ex. 32,4.8. V. 29. b. Dóm. 18,30. V. 30. c. Kap. 14,16. 2 Kóng. 10,29. 17,21. V. 31. d. 2 Kron. 11,15. 13,9.