Sigursöngur á himni. Kristur fer í hernað og sigrar.

1Eftir þetta l) heyrða eg rödd á himni, eins og mikinn manngný, sem sagði: lofið Drottinn! m) hjálpræðið, dýrðin og mátturinn tilheyrir Guði vorum,2því sannir og a) réttvísir eru hans dómar; hann hefir hegnt b) skækjunni miklu, sem c) spillti jörðunni með sínum saurlifnaði, og d) hefnt á henni fyrir dráp sinna þjóna.3Og aftur sögðu þeir: lofið Drottin! hennar reykur mun uppstíga um aldir alda.4Þeir tuttugu og fjórir öldungar og þau fjögur dýrin féllu þá fram og tilbáðu Guð, sem á hásætinu sat, segjandi: Amen! lofið Drottin!5Þá gekk e) rödd út frá hásætinu, sem sagði: f) lofið Guð vorn allir hans þjónar, og þér, sem hann óttist, smáir og stórir!6Þá g) heyrði eg raddir, eins og af miklum mannfjölda og sem nið margra vatna og sem sterkan þrumugný, þær sögðu: lofið Drottin! því Drottinn Guð, sá alvaldi, h) ríkir.7Gleðjumst og fögnum og vegsömum hann, því i) brúðkaup lambsins er komið, og þess brúður k) hefir búið sig.8Henni var fengið skínandi og hreint lín til að skrýðast í; línklæðið er dyggðir heilagra.9Og hann l) sagði við mig: skrifa þú, m) sælir eru þeir, sem eru boðnir til brúðkaups lambsins. Síðan sagði hann við mig: þetta eru n) sannarleg Guðs orð.10Eg e) féll þá fram fyrir fætur honum til að tilbiðja hann, en hann sagði við mig: p) varastu þetta; eg er samþjón þinn og bræðra þinna, sem hafa q) vitnisburðinn Jesú, tilbið þú Guð; því vitnisburður Jesú er andi spádómsins.
11Síðan sá eg himininn opnast, og sá r) hvítan hest; sá sem á honum sat, kallast sá s) trúi og sannorði, hann dæmir og stríðir með réttvísi.12Hans t) augu voru sem eldslogi, og á höfði hans voru margar kórónur; hann hafði skrifað nafn, sem u) enginn þekkti, nema sjálfur hann.13Hann var skrýddur v) skikkju blóðlitaðri, og hans nafn kallast, x) „orð Guðs.“14Þær himnesku hersveitir fylgdu honum á hvítum hestum, íklæddar hvítu hreinu líni.15y) Af hans munni gekk tvíeggjað sverð biturt, með hvörju hann z) slær þjóðirnar, og ríkir yfir þeim með járnsprota; hann treður þ) vínpressu heiftarreiði Guðs hins alvalda.16Á skikkjunni og á lend sinni hefir hann æ) nafn áskrifað: ö) konungur konunganna og Drottinn Drottnanna.17Þá sá eg einn engil, sem stóð í sólunni, hann kallaði hárri röddu til allra fuglanna, sem flugu í miðhimninum: komið! safnist saman til þeirrar miklu veislu Guðs,18til að eta hold konunganna, þúshundraðshöfðingjanna og kappanna, hestanna og riddaranna, og allra, bæði frjálsra og ófrjálsra, smárra og stórra.19Þá sá eg dýrið og konunga jarðarinnar og þeirra herflokka samansafnaða til að heyja stríð við þann, sem á hestinum sat, og við hans herlið.a)20Dýrið varð handtekið, og b) falsspámaðurinn með því, sem hafði gjört tákn í augsýn þess, með hvörjum hann afvegaleiddi þá, sem höfðu tekið við merki dýrsins og tilbeðið þess líkneskju; þeim var báðum c) kastað lifandi í d) elddíkið, sem logar af brennisteini.21Hinir aðrir voru drepnir með sverðinu, sem útgekk af munni þess, er á hestinum sat og allir fuglar söddust af hræjum þeirra.

V. 1. l. Kap. 11,15. 12,10. m. Kap. 7,10. V. 2. a. Sálm. 119,137. Opinb. b. 15,3. 16,7. 18,20. b. Kap. 17,18. c. Kap. 11,18. d. Kap. 18,20. V. 3. Kap. 14,11. V. 4. Kap. 4,4.6. V. 5. e. Kap. 21,3. f. Sálm. 113,1. V. 6. g. v. 1. Kap. 14,2. h. Kap. 11,15.17. 12,10. V. 7. i. Matt. 22,2. 25,10. Lúk. 14,16. k. Kap. 21,9. V. 9. l. Kap. 14,13. m. Matt. 22,2. n. Kap. 21,5. V. 10. o. Post. g. b. 10,26. Opinb. b. 22,8. p. Post. g. b. 14,14. q. 1 Jóh. 5,10. Opinb. b. 12,17. V. 11. r. Kap. 6,2. s. Kap. 3,14. V. 12. t. Kap. 1,14. u. Kap. 2,17. V. 13. v. 1 Mós. b. 49,11. Esa. 63,1–6. x. Jóh. 1,1. V. 14. Kap. 7,9.11. Lúk. 2,13. V. 15. y. 2. Tess. 2,8. Opinb. b. 1,16. 2,16. z. Kap. 12,5. þ. Kap. 14,19.20. V. 16. æ. v. 12. ö. 5 Mós. b. 10,17. Opinb. b. 17,14. V. 19. Esa. 30,32. Opinb. b. 6,15. 17,14. V. 20. a. Dan. 7,11.26. b. Kap. 13,11.12. 16,13. c. Kap. 14,10. 20,10. d. Kap. 21,8.