Dagur Drottins. Elías spámaður.

1Því sjá! dagurinn kemur, brennandi sem ofn. Þá skulu allir ósvífnir syndarar, og þeir, sem guðleysi fremja, vera sem hálmleggir, og dagurinn, sem kemur, skal kveikja í þeim, segir Drottinn allsherjar, og hvörki eftirskilja þeim rót né kvist.2En yfir yður, sem óttist mitt nafn, skal upp renna sól réttlætisins, undir hvörrar vængjum hjálpræðið er; þér skuluð út ganga, og leika yður sem alikálfar;3þér skuluð sundurtroða hina óguðlegu: því þeir skulu verða aska undir iljum yðar, á þeim degi, sem eg læt koma, segir Drottinn allsherjar.4Munið eftir lögmáli Mósis, míns þjóns, því er eg bauð honum á Hóreb að birta öllum Ísraelsmönnum: (munið eftir) þess skipunum og boðorðum!
5Sjá, eg sendi yður Elías, spámanninn, áður en hinn mikli og ógurlegi dagur Drottins kemur.6Hann skal snúa hjörtum feðranna til barnanna, og hjörtum barnanna til feðranna, svo eg komi ekki og láti óblessun koma yfir landið.