Jóseps 10 bræður koma til Egyptalands að kaupa korn.

1Og Jakob sá að korn var (falt) í Egyptalandi; því sagði hann við syni sína: hvað horfið þér hver upp á annan?2og hann mælti: sjá! eg hefi heyrt að korn sé í Egyptalandi, farið því og kaupið oss þaðan, að vér lifum og deyjum ekki.3Þá lögðu þeir 10 bræður af stað, til að kaupa korn í Egyptalandi.4En Benjamín bróðir Jóseps, sendi Jakob ekki með bræðrunum, því hann hugsaði honum kynni að vilja eitthvert slys til.5Svo komu Ísraels synir að kaupa korn meðal annarra sem komu; því hungur var í Kanaanslandi.
6En Jósep var stjórnari yfir landinu; hann var sá sem seldi öllu landsfólkinu korn. Og Jóseps bræður komu og beygðu sín andlit til jarðar fyrir honum.7Og strax sem Jósep sá sína bræður, þekkti hann þá; en lést ekki þekkja þá, og talaði þeim harðlega til og mælti: hvaðan komið þér? þeir sögðu: úr Kanaanslandi, til að kaupa mat.8Og Jósep þekkti bræður sína, en þeir þekktu hann ekki.9Jósep hugsaði þá líka til drauma þeirra, sem hann hafði dreymt um þá, og sagði til þeirra: þér eruð njósnarmenn komnir til að sjá, hvar landið er varnarlaust.10En þeir svöruðu honum: nei! herra minn! vér þjónar þínir erum komnir til að kaupa mat.11Vér allir erum synir sama manns, vér erum hrekkjalausir menn, vér þjónar þínir erum ekki njósnarar.12Og hann sagði til þeirra: nei! til að sjá varnarleysi landsins eruð þér komnir.13Þeir svöruðu: vér þjónar þínir vorum 12 bræður, synir sama manns í Kanaanslandi; sá yngsti er nú hjá föður vorum, og einn er ekki á lífi.14Og Jósep sagði til þeirra: þetta er einmitt það sem eg sagði: þér eruð njósnarmenn.15Þér skuluð verða prófaðir. Svo sannarlega sem faraó lifir! þér skuluð ekki héðan fara nema yðar yngsti bróðir komi hingað.16Sendið því einn af yður til að sækja bróður yðar; en þér hinir skuluð vera í varðhaldi, að yðar orð verði prófuð, hvert þér talið satt eða ekki? svo sannarlega sem faraó lifir! þá eruð þér njósnarmenn!17Svo lét hann varðveita þá í þrjá daga.
18Á þriðja degi sagði Jósep til þeirra: gjörið þetta svo að þér lifið; eg óttast Guð!19Ef þér eruð hrekkjalausir þá verði einn af ykkar bræðrum eftir hér í varðhaldi, en farið þér hinir og flytjið korn til nauðþurftar yðar heimila,20og komið svo til mín aftur með yðar yngsta bróður, svo munu orð yðar sannast og þér halda lífi. Og þeir gjörðu svo.21Þá sögðu þeir hver við annan: þetta eigum vér sannarlega skilið fyrir bróður vorn; vér sáum hans sálarangist þegar hann bað oss vægðar, en vér heyrðum hann ekki; þess vegna erum vér komnir í þessar kröggur!22Ruben ansaði þá til og mælti: sagði eg ekki við yður: syndgist ekki á sveininum! en þér gegnduð því ekki!23En þeir vissu ekki að Jósep skildi þetta; því þeir brúkuðu túlk,24og hann sneri sér undan og grét, síðan sneri hann sér að þeim aftur og talaði við þá, og tók Simeon og batt hann fyrir þeirra augum.25síðan skipaði Jósep að fylla þeirra sekki með korn, og láta silfur hvers eins þeirra í hans sekk, og svo nesti til ferðarinnar. Og þetta var gjört.26Svo létu þeir kornið upp á sína asna og fóru af stað.
27En sem einn af þeim opnaði sinn sekk til að gefa asna sínum fóður á gistingarstaðnum, sá hann sitt silfur, og sjá! það lá efst í hans sekk.28Og hann sagði bræðrum sínum frá: mitt silfur er komið aftur, sjá! það liggur í mínum sekk. Þá hvarf þeim hugur og skjálfandi af hræðslu sögðu þeir hver við annan: því hefur Guð gjört oss þetta?29Og þeir komu til Jakobs, föður síns, í Kanaansland, og sögðu honum frá öllu sem fram við þá hafði komið með þessum orðum:30Maðurinn sem er herra í landinu talaði oss harðlega til, og sagði vér værum njósnarmenn í landinu.31Og vér sögðum til hans: vér erum hrekkjalausir menn, vér erum ekki njósnarmenn;32tólf bræður erum vér, synir vors föðurs; sá eini er ekki framar til, og sá yngsti er nú hjá föður vorum í Kanaanslandi.33Þá sagði maðurinn, landsins herra, við oss: þar af skal eg vita hvert þér eruð hrekkjalausir: látið einn af yður verða eftir hjá mér, og takið nauðsynjar yðar heimila, og farið svo,34og komið með yðar yngsta bróður til mín, svo eg sjái, að þér eruð ekki njósnarar, að þér eruð hrekkjalausir menn; svo skuluð þér frá bróður yðar aftur, og þér skuluð eiga kaupskap í landinu.35En það skeði, þá þeir helltu úr sínum sekkjum, sjá! þá var hvers eins peninga pyngja í hans sekk, og er þeir sáu sínar pyngjur, skelkuðust þeir, og þeirra faðir.36Og Jakob faðir þeirra sagði til þeirra: þér gjörið mig barnlausan. Jósep er farinn, Simeon er farinn, og Benjamín viljið þér taka; allt þetta kemur yfir mig.37Og Rúben sagði við föður sinn: þú mátt deyða báða syni mína, ef eg færi þér hann ekki aftur, fá þú mér hann í hönd, eg skal aftur koma með hann til þín.38Og Jakob sagði: ekki skal sonur minn fara með yður, því bróðir hans er dauður, og þessi er einn eftir, og verði hann fyrir slysum á þeim vegi sem þér farið, þá leiðið þér mínar hærur með harmi niður í helju.