Jeremías er settur í varðhald.

1Og Sedekías, sonur Jósia, varð konungur í staðinn fyrir Jekonía Jójakimsson, hvörn Nebúkadnesar, kóngurinn af Babel, gjörði að kóngi í Júdalandi.2Og hvörki hann, né hans þénarar, né landsfólkið, gegndi orðum Drottins, sem hann talaði fyrir munn Jeremía spámanns.
3Og Sedekía kóngur sendi Júkal Selemíason og Sefanía, Maaseíason, prestinn, til Jeremía spámanns, og sagði: bið þó Drottin fyrir oss, vorn Guð!4En Jeremías gekk (frí) út og inn meðal fólksins, og menn höfðu ei sett hann í fangelsi.5Og faraós her var lagður af stað úr Egyptalandi, og Kaldeumenn, sem sátu um Jerúsalem, höfðu fengið spurn af þeim, og voru farnir frá Jerúsalem.
6Þá kom orð Drottins til Jeremía spámanns og sagði:7svo segir Drottinn, Ísraels Guð: seg þú svo Júdakóngi, sem sendi yður til mín, að spyrja mig: sjá! herlið faraós, sem út er farið yður til hjálpar, mun aftur hverfa í sitt land, Egyptaland.8Og Kaldeumenn munu aftur koma, og herja á þennan stað, og vinna hann, og brenna með eldi.9Svo segir Drottinn: svíkið ekki sjálfa yður, að þér ætlið, Kaldeumenn fara í burtu frá oss, því þeir munu ekki fara burt.10Því þó þér fellduð allan her Kaldeumanna, sem við yður stríðir, og meðal þeirra væru (aðeins) eftir í gegn lagðir menn hvör einn í sínu tjaldi, svo mundu þeir upprísa og brenna þennan stað með eldi.11Og það skeði, þá Kaldeumanna her fór frá Jerúsalem undan her faraós,12þá gekk Jeremías burt úr Jerúsalem, til þess að ferðast í Benjamínsland, og fá þaðan sína hlutdeild, meðal fólksins.13Og hann var í Benjamínshliði, og þar var líka umsjónarmaður nokkur, að nafni Jería, sonur Selemía, sonar Hananía: og hann lét handtaka Jeremía spámann, og hafði þessi ummæli: þú ætlar að strjúka til Kaldeumanna.14Og Jeremías svaraði: það er ekki satt, eg ætla ekki til Kaldeumanna; en Jería gaf því öngan gaum, og lét handtaka Jeremía og færa hann höfðingjunum.15Og höfðingjarnir urðu gramir við Jeremía, og börðu hann og settu hann í varðhald, í húsi Jónatans, skrifarans; því þeir höfðu gjört það að fangelsi.
16En sem Jeremías var kominn í dýflissuna og í fangahúsið, og hafði setið þar í langan tíma;17þá sendi kóngur Sedekías og lét sækja hann. Og kóngurinn spurði hann í sínu húsi heimuglega og mælti: Er til orð frá Drottni? og Jeremías sagði: það er! og mælti: þú munt gefinn verða í hönd kóngsins af Babel.18Og Jeremías sagði við Sedekía kóng: hvað hefi eg syndgað móti þér og móti þínum þénurum og móti þessu fólki, að þér hafið sett mig í fangelsi?19Og hvar eru yðar spámenn, sem spáðu og sögðu: ekki mun kóngurinn af Babel koma móti yður, og á móti þessu landi?20Og heyr nú samt, minn herra, konungur! Lát mig auðmjúklega grátbæna þig, flyt mig ekki aftur í hús Jónatans, skrifara, að eg ekki deyi þar!21Þá bauð Sedekías, að menn skyldu láta Jeremía, í forgarð varðhaldsins, og þeir gáfu honum daglega brauð frá bakarastrætinu, þangað til allt brauð var uppgengið í borginni. Og svo var Jeremías í forgarði varðhaldsins.