1.) Jakobs útför. 2.) Jóseps andlát.

11.) Jósep lagðist þá ofan að andliti föður síns og grét yfir honum og kyssti hann.2Og Jósep bauð sínum þjónum læknurunum, að smyrja föður sinn. Og læknararnir smurðu Ísrael.3Og nú liðu 40 dagar, því á smurningunni stendur í 40 daga. Og egypskir syrgðu hann í 70 daga.4Og sem sorgardagarnir voru liðnir, kom Jósep að máli við hirðmenn faraós og mælti: hafi eg fundið náð fyrir yðar augum, þá berið faraó þessi mín orð:5faðir minn tók af mér eið og sagði: sjá! eg dey, þú skalt jarða mig í minni gröf sem eg keypti mér í Kanaanslandi, þar skaltu grafa mig; lofa þú mér því að fara, að eg jarði föður minn, og komi svo aftur.6Og faraó sagði: far þú og jarða föður þinn, eins og þú hefur honum svarið.7Og Jósep fór að jarða föður sinn og allir þénarar faraós þeir elstu af hans húsi, og allir öldungar Egyptalands.8Og allt Jóseps hús, og hans bræður og hans föðurs hús; einasta létu þeir eftir verða í Gosenlandi börn sín og sauði sína og naut sín.9Þeir fóru bæði á vögnum og á hestum, og það var mikill skari.10Og þeir komu á völlinn Atad sem liggur hinumegin við Jórdan. Þar héldu þeir mikinn og beiskan harm, og hann lét harma föður sinn í sjö daga.11Og sem innbúar landsins, Kananítar, sáu harminn á vellinum Atad, sögðu þeir: mikill er harmur þeirra egypsku; því kölluðu þeir völlinn: Abel-Misraim, (harmur, eða eiginlega völlur egypskra) hann liggur hinumegin við Jórdan.12Þannig gjörðu synir Jakobs eins og hann hafði fyrirmælt.13Og synir hans færðu hann til Kanaanslands, og jörðuðu hann í hellirnum á akrinum Makfela sem Abraham hafði keypt, með akrinum, til greftrunar eignar af Hetitanum Efron, gagnvart Mamre.
142.) Og Jósep fór aftur til Egyptalands, hann og hans bræður og allir sem með honum höfðu farið, að jarða föður hans, eftir að hann hafði jarðað föður sinn.15En sem Jóseps bræður sáu, að faðir þeirra var dáinn, hugsuðu þeir: en ef Jósep hatar oss og launar nú allt það illa sem vér höfum gjört honum!16og þeir gjörðu Jósep svolátandi orðsendingu: faðir þinn bauð áður en hann dó og mælti:17Þér skuluð bera Jósep þessi mín orð: fyrirgef þú bræðrum þínum mótgjörð þeirra og synd, að þeir aðhöfðust svo illt við þig; svo fyrirgef nú mótgjörðina þjónum þess Guðs sem faðir þinn dýrkaði; og Jósep grét þá hann heyrði þetta.18Bræður hans komu líka sjálfir og féllu fram fyrir honum og sögðu: sjá! vér erum þínir þrælar.19Og Jósep sagði til þeirra: óttist ekki! er eg ei undir Guðs varðveislu?20Þér ætluðuð að gjöra mér illt, en Guð sneri því til góðs, til að gjöra það sem nú er skeð, að halda mörgu fólki við lífið.21Og verið óhræddir, eg skal annast yður og yðar börn! Og hann hughreysti þá og talaði við þá blíðlega.22Svo bjó Jósep í Egyptalandi, hann og hans föðurs hús. Og Jósep lifði hundrað og tíu ár.23Og Jósep sá niðja Efraims í þriðja lið. Og synir Makirs sonar Manassis fæddust á Jóseps kné.24Og Jósep sagði við bræður sína: eg dey, en Guð mun vissulega vitja yðar og flytja yður úr þessu landi, inn í það landið, sem hann hefur svarið (að gefa) Abraham, Ísak og Jakob.25Og Jósep tók eið af Ísraelssonum og mælti: Guð mun vitja yðar, flytjið þá mín bein héðan.26Og svo dó Jósep hundrað og tíu ára gamall; en þeir smurðu hann og kistulögðu hann í Egyptalandi.