Hégómi heimsins. Ekkert nýtt undir sólunni. Prédikarans raunir í vísdómsins eftirgrennslan.

1Orð Prédikarans, Davíðssonar, kóngs í Jerúsalem.
2Mesti hégómi! segir prédikarinn, mesti hégómi! allt er hégómi.3Hvaða ábata hefir maðurinn á allri sinni fyrirhöfn, hvar með hann plágar sig undir sólunni?4Einn ættleggur fer, annar kemur; en jörðin stendur eilíflega.5Og sólin rennur upp og gengur niður, og hraðar sér til síns bústaðar, rennur þar upp aftur.6Vindurinn gengur til suðurs, og hleypur í kring til norðurs, og til og frá, og í sínum snúningum hverfur vindurinn til baka.7Allar ár renna í sjóinn, og þó verður sjórinn aldrei fullur; þangað sem árnar renna, þangað renna þær alltaf.8Allir þessir hlutir eru þreytandi, enginn getur það útlagt. Augað mettast ei af að sjá, og eyrað fyllist aldrei af að heyra.
9Hvað sem var, það mun aftur verða, hvað sem hefir skeð, það mun ske aftur, svo að ekkert er nýtt undir sólunni.10Sumt er til sem menn segja um: sjá, það er nýtt! en það hefir þó verið til í gamla daga, áður en vér vorum til.11Menn muna ei framar til hins umliðna, ei heldur muna þeir, sem seinast lifa, það sem mun hér eftir ske.
12Eg prédikarinn, eg var kóngur yfir Ísrael í Jerúsalem.13Eg lagði allan hug á að rannsaka og með vísdómi að grennslast eftir öllu því sem skeður undir himninum. Það er þung mæða sem Guð hefir gefið mannanna börnum að sýsla við.14Eg sá öll þau verk sem ske undir sólunni, og sjá! það var allt hégómi og skapraunir.15Það bogna getur ei orðið beint; og gallarnir urðu ekki taldir.16Eg talaði í mínu hjarta og sagði: sjá! eg hefi vaxið og aukist að visku fram yfir alla þá sem á undan mér voru í Jerúsalem; og mitt hjarta hefir séð mikinn vísdóm og þekkingu;17og þá eg lagði hug á að skilja speki og vísindi, heimsku og vitleysu, varð eg var við, að og svo þetta er skapraun.18Því þar sem mikil viska er, þar er og mikil gremja, og sá sem eykur sína þekkingu, sá eykur og sínar raunir.

V. 2. Eiginl: hégómahégómi!