Þakklætisbæn Tobía.

1Og Tobías skrifaði bæn til þakkargjörðar svolátandi:
Lofaður sé Guð, sem lifir eilíflega, og hans ríki!2því hann agar og miskunnar; leiðir niður til helju og leiður upp þaðan, og enginn getur sloppið undan hans hendi.3Þakkið honum Ísraelssynir í augsýn þjóðanna! því hann dreifði oss meðal þeirra.4Kunngjörið þar hans mikilleika, vegsamið hann fyrir öllum sem lifa! því hann er vor Drottinn og Guð vorra feðra að eilífu.5Hann mun refsa oss fyrir vort ranglæti, þó aumkvast yfir oss aftur, og saman heimta frá öllum þjóðum, hvört sem helst yður hefir nokkru sinni dreift verið meðal þeirra.6Ef þér snúið yður til hans af öllu yðar hjarta og allri yðar sálu, til þess að iðka ráðvendni fyrir hans augsýn, þá mun hann snúa sér til yðar, og ekki byrgja sitt andlit fyrir yður. Og skoðið þá hvað hann vill við yður gjöra og þakkið honum með hárri rödd, og lofið Drottin réttlætisins, og víðfrægið konung eilífðarinnar! Eg þakka honum í landi minnar hertekningar og kunngjöri hans veldi og mikilleik syndaranna þjóð. Snúið yður, þér syndarar, og stundið réttvísi fyrir hans augliti! hvör veit nema hann verði yður velviljaður, og auðsýni yður miskunn?7Minn Guð vil eg víðfrægja, og mín sál (segja lof) himinsins konungi, og fagna yfir hans mikilleika.8Allir í Jerúsalem segi og þakki honum: Jerúsalem! borg hinna heilögu, hann mun þig aga fyrir verk þinna sona, þó aftur miskunna sonum hinna réttlátu.9Þakka þú Drottni vandlega og vegsama konung eilífðarinnar, svo hans tjaldbúð verði aftur í þér byggð með fögnuði, og að hann í þér gleðji þá herteknu, og elski aumingjana í þér í öllum ættliðum aldarinnar, (um allar aldir eilífðarinnar).
10Margar þjóðir munu langt að koma, til nafnsins Guðs vors Drottins, með gáfur í sínum höndum, gáfur handa himinsins konungi. Þeir seinustu ættliðir helga þér lofsöng.11Bölvaðir eru allir sem þig hata; blessaðir allir sem þig elska, að eilífu.12Gleð þig og fagna yfir sonum enna réttlátu! því þeir munu samansafnast og vegsama Drottin þeirra réttlátu.13Sælir eru þeir, sem þig elska, þeir munu gleðja sig við þinn frið! sælir eru þeir sem létu sér ganga til hjarta allar þínar hirtingar; því þeir munu af þér fögnuð hafa, þegar þeir sjá alla þína dýrð, og munu glaðværir vera eilíflega.
14Mín sála lofi Guð, þann mikla konung!15Því Jerúsalem mun byggð verða af safír og smaragð og dýrum steinum, þínir múrar og þínir turnar og skansar af skíru gulli.16Jerúsalems stræti munu lögð verða með beryll og karbunkel, og með steinum frá Ofír.17Og allar hennar götur munu halelúja og lofgjörð fram mæla, segjandi: lofaður sé Guð, sem þig upphóf, um allar aldir!