Yfirbót fólksins; Móses biður fyrir því.

1Drottinn sagði til Mósis: gakk, og far héðan með það fólk, sem þú fluttir burt af Egyptalandi, til þess lands, sem eg sór að gefa Abraham, Ísaak og Jakob, er eg sagða: niðjum þínum vil eg gefa það.2Eg vil senda engil á undan þér—og útreka Kananíta, Amoríta, Hetíta, Feresíta, Hevíta og Jebúsíta—3til þess lands, sem flýtur af mjólk og hunangi; en ekki vil eg sjálfur fara upp þangað með þér, sem ert svo baldstýrugur lýður, svo að eg ekki tortýni þér á leiðinni.4En er fólkið heyrði þennan ófögnuð, grét það, og enginn maður bjó sig í skart.5Því Drottinn hafði sagt til Mósis: seg Ísraelsmönnum: þér eruð baldstýrug þjóð; sé eg eitt augnablik meðal þín á leiðinni, þá tortýni eg þér; en legg nú af þér skart þitt, svo eg viti, hvað eg á að gjöra við þig.6Þá lögðu Ísraelsmenn niður skart sitt á fjallinu Hóreb.7En Móses tók tjald (sitt), og tjaldaði fyrir utan herbúðirnar, langan veg þaðan frá, og kallaði það samkundutjald; og varð hvör sá maður, sem aðspyrja vildi Drottin, að fara út til samkundutjaldsins, sem var fyrir utan herbúðirnar.8Og þegar Móses gekk út til tjaldsins, þá stóð upp allur lýðurinn, og gekk hvör út í sínar tjalddyr, og leit eftir honum, þar til hann kom að tjaldinu;9og er Móses kom að tjaldinu, þá seig skýstólpinn niður og nam staðar við tjalddyrnar, og (Drottinn) talaði við Móses.10Allur lýðurinn sá, hvar skýstólpinn stóð við tjalddyrnar, stóð þá allt fólkið upp og féll fram á sína ásjónu, hvör fyrir sínum tjalddyrum.11En Drottinn talaði við Móses augliti til auglitis, eins og maður talar við mann; og þegar Móses gekk aftur til herbúðanna, veik hans þjón, sá ungi Jósúa, sonur Núns, ekki frá tjaldinu.
12Móses sagði til Drottins: sjá! þú segir mér, að eg skuli fara með fólkið upp þangað, en hefir ekki látið mig vita, hvörn þú vilt senda með mér; og þó hefir þú sagt, að eg sé þér handgenginn, og hafi fundið líkn fyrir þínu augliti;13hafi eg nú fundið líkn fyrir þínu augliti, þá bið eg þig vísa mér þinn veg, svo eg megi þekkja þig og finna líkn fyrir þínu augliti; því sjá! þessi þjóð er þitt fólk!14Hann sagði: mitt auglit skal fara með, og eg vil veita þér hvíld.15Hann svaraði honum: ef þitt auglit fer ei með, þá lát oss ekki fara héðan;16af hvörju megu menn ella vita, að eg og þitt fólk hafi fundið líkn fyrir þínu augliti, utan þar af, að þú farir með oss, og eg og þitt fólk verðum aðgreindir frá öllum þjóðum, sem á jörðu búa?17Þá sagði Drottinn við Móses: einnig þetta, sem þú mælist til, vil eg gjöra, því þú hefir fundið líkn fyrir mínu augliti, og eg þekki þig grannt.18En hann sagði: lát mig þá sjá þína dýrð!19Hann svaraði: eg vil láta allan minn fegurðarljóma líða framhjá þér, og eg vil nefna nafn Drottins frammi fyrir þér; þeim sem eg er líknsamur, þeim er eg líknsamur, og þeim sem eg er miskunnsamur, þeim er eg miskunnsamur.20Og enn sagði hann: mitt auglit getur þú ei séð, því enginn maður, sem mig sér, má lifa.21Og enn sagði Drottinn: sjá! hér er staður hjá mér; þú skalt standa uppi á berginu,22en þegar mín dýrð fer framhjá, vil eg láta þig standa í bergskorunni, og mun eg byrgja þig með hendi minni, uns eg em kominn framhjá,23en þegar eg tek mína hönd frá, þá muntu sjá á bak mér; en mitt auglit verður ekki séð.