Friðarumleitun við Holofernes.

1Og þeir gjörðu til hans sendimenn með friðarorðum, og sögðu:2sjá, vér þrælar Nebúkadnesars, hins mikla konungs, erum á þínu valdi: far þú með oss eins og þér líst.3Sjá, vorir bústaðir og allir hveitiakrar og sauðir og naut og allar vorar hjarðir og tjöld, eru á þínu valdi: gjör eins og þér líst.4Sjá, líka vorar borgir og þeir sem þar búa, eru þínir þrælar. Kom og far með þær sem þér gott þykir.5Og mennirnir komu til Holofernes og færðu honum þessi orð.
6Og hann færði sig með allan sinn her að hafinu og lagði setulið í þær víggirtu borgir, og tók úr þeim útvalda menn, sér til styrktar (aftur).7Og þeir tóku við honum, þeir, og allt landið um kring, með krönsum, dansi og hljóðfærum.8Og hann eyddi allt þeirra hérað, og hjó upp þeirra skógarlunda, og ætlaði sér að afmá alla guði jarðarinnar, svo allar þjóðir þjónuðu Nebúkadnesar einum, og allar tungur og kynkvíslir ákölluðu hann sem Guð.9Og hann kom gagnvart Esdrelom, í nánd við Dotea, sem liggur fyrir þeim mikla Júdeuvegi.10Og hann setti herbúðir sínar milli Seba og Skytopolis, og var þar um kyrrt í mánuð, til að ná sér öllum farangri síns stríðshers.