Jesús ræður til óþreytanlegra bæna; framsetur frásöguna um faríseann og tollheimtarann; talar um ungbörn, um sjálfsafneitun, að hún muni endurgoldin verða; talar um sína pínu. Læknar blindan.

1Þá sagði hann þeim dæmisögu upp á það, að menn ættu stöðugt að biðja og ekki þreytast.2Í borg nokkurri—sagði hann—var dómari, sem hvörki óttaðist Guð né blygðaðist fyrir mönnum.3Í sömu borg var ekkja, sem kom til hans og mælti: lát þú mig ná rétti yfir mínum mótstöðumanni;4en hann skeytti því ekki um hríð. Eftir þetta hugsaði hann: þótt eg ekki óttist Guð né skeyti um nokkurn mann,5þá samt vegna þess, að ekkja þessi gjörir mér ónæði, vil eg láta hana ná rétti sínum, að hún ekki ávallt komi til mín og nauði á mér.6Þá sagði Drottinn: gef þú gaum að, hvað þessi rangláti dómari sagði;7mundi þá ekki Guð hjálpa sínum útvöldu, sem ákalla hann nótt og dag, þó hann fresti hjálpinni.8Trúið mér: hann mun snarlega hjálpa þeim. En þegar Mannsins Sonur kemur, hvört mun hann þá finna trú á jörðu?
9Einhvörju sinni sagði hann þeim, er þóttust öðrum betri og fyrirlitu aðra, þessa dæmisögu:10tveir menn fóru upp í musterið að biðjast fyrir, sá eini var farísei, hinn tollheimtumaður.11Faríseinn stóð og baðst þannig fyrir með sjálfum sér: Guð! eg þakka þér, að eg ekki er, sem aðrir menn: ræningjar, óráðvandir, hórkarlar, eður eins og þessi tollheimtumaður.12Eg fasta tvisvar í viku, og geld tíundir af öllu því eg á.13En tollheimtumaðurinn stóð langt frá, og vildi ekki hefja augu sín til himins, heldur barði sér á brjóst og sagði: Guð! vert þú mér syndugum líknsamur!14trúið mér, að þessi fór Guði þekkari en hinn heim í sitt hús; því hvör, sem upphefur sjálfan sig, hann mun niðurlægjast, en hvör hann lítillækkar sjálfan sig, hann mun upphafinn verða.
15Einhvörju sinni færðu menn börn til hans, að hann snerti þau. En er lærisveinarnir sáu það, ávítuðu þeir þá.16En Jesús kallaði þau til sín og mælti: leyfið börnunum til mín að koma og bannið þeim það eigi, því slíkra er Guðs ríki.17Trúið mér! hvör hann meðtekur ekki Guðs ríki eins og barn, mun ekki innkoma í það.
18Þá spurði höfðingi nokkur hann að og sagði: góði Meistari! hvörsu skal eg breyta svo eg öðlist eilíft líf?19Honum svaraði Jesús: hví kallar þú mig góðan? enginn er góður nema Guð einn.20Þú kannt boðorðin: þú skalt ekki hórdóm drýgja, ekki mann vega, ekki stela, ekki bera ljúgvitni, heiðra föður þinn og móður þína.21Hann mælti: alls þessa hefi eg gætt frá unga aldri.22Nær Jesús heyrði það, sagði hann: enn er þér nokkurs ávant: sel þú allt hvað þú átt, og skipt þú því með fátækum, munt þú þá fjársjóð hafa á himni; kom þú síðan, og fylg mér.23En er hann heyr