Esekíel afmálar þær ófarir, sem fyrir Jerúsalem lágu, umsátur borgarinnar, 1–3; sekt og hegningu Ísraelsmanna og Júdafólks, 4–8; hungursneyð þá, er verða mundi í Jerúsalem, 9–17.

1Þú mannsins son, tak þér einn tígulstein, legg hann fyrir þig, og mála þar á borgina Jerúsalem;2gjör síðan hersetu móti henni, hlað víngarð, hleyp upp jarðhrygg gegn henni, slá herbúðum, og set víghrúta a) umhverfis hana.3Tak þér því næst eina járnslá, og set hana sem annan járnmúr milli þín og borgarinnar; snú svo andliti þínu gegn henni, svo hún komi undir hersetu og verði af þér umsetin. Þetta skal vera jarteikn fyrir Ísraelsmenn.
4Á meðan skaltu liggja á þína vinstri hlið, og bera á henni syndir Ísraelsmanna; syndir þeirra ber þú í eins marga daga, og þú liggur á hliðinni,5og tel eg þér syndaár þeirra til jafnmargra daga, það verða 390 dagar, á hvörjum þú skalt bera syndir Ísraelsmanna.6Þegar þú hefir fullendað þessa daga, skaltu aftur leggja þig á þína hægri hlið, og bera syndir Júdafólks í 40 daga, tel eg þér dag fyrir ár hvört.7Þú skalt öndverður standa og með útréttum armlegg til að umsitja Jerúsalem, og þú skalt spá í gegn henni.8Og sjá! eg legg hönd á þig, svo þú skalt ei ná að snúa þér af einni hlið á aðra, uns þú hefir aflokið þínum umsátursdögum.
9Tak þér enn fremur hveiti, bygg, baunir, ertur, hirsa og rúg, kom því öllu í eitt ker, og gjör þér brauð þar af; skaltu hafa þau til matar í eins marga daga, og þú liggur á annarri hlið þinni, í 390 daga;10vega skal þér mat þann, er þú neytir, 20 sikla lóð á dag, það skal vera fæða þín allan þann tíma.11Mæla skal þér og vatn að drekka, og skaltu hafa til drykkjar sjöttung hínar á dag, allan þann tíma.12Byggkökur skaltu eta, og þær skaltu baka fyrir augum þeirra við mannaþrekk.13Þannig skulu Ísraelsmenn, sagði Drottinn, eta sitt óhreint brauð hjá þeim þjóðum, meðal hvörra eg tvístra þeim.14Þá mælti eg: ó Drottinn alvaldur! eg hefi aldrei saurgað mig; allt í frá barnæsku minni og til þessa dags hefi eg aldrei etið það, sem sjálfdautt eða sundurrifið væri, og óhreint kjöt hef eg aldrei lagt mér til munns.15Þá sagði hann til mín: eg vil þá leyfa þér að baka brauð þitt við nauta tað í stað mannaþrekks.16En fremur sagði hann til mín: þú mannsins son, sjá! eg mun láta verða matarskort í Jerúsalem: þeir skulu eta brauðið eftir skammti með hugarangri, og drekka vatnið eftir mælir með hryllingi;17svo að þá brauð og vatn er á þrotum, skal hvör upp á annan líta með skelfingu, og horfalla fyrir sinna synda sakir.

V. 2. a. Eða múrbrjóta, það eru hersetuverkfæri til að brjóta með múrveggi.