Sendibréf frá Gyðingum í Palestinu, til Gyðinga í Egyptalandi, um musterisvígsluhátíðina.

1Vér Júðar í Jerúsalem og á Júdalandi, yðar bræður, heilsum vorum bræðrum, Júðunum á Egyptalandi, (óskandi) allra heilla.2Guð veiti yður gæði og minnist síns sáttmála við Abraham og Ísak og við Jakob, sína trúu þjóna.3Og hann gefi yður öllum eitt hjarta að heiðra sig, og gjöra sinn vilja af miklu (öllu) hjarta og viljugri sálu.4Og hann opni yðar hjörtu með sínu lögmáli og sínum boðorðum og veiti frið (heill),5og heyri yðar bænir og sé yður náðugur, og yfirgefi yður ei á ógæfunnar tíð.6Og nú biðjum vér hér (þannig) fyrir yður.
7Undir ríkisstjórn Demetríus konungs á 169da ári, höfum vér Júðar til yðar skrifað í þrengingu og hættum, sem yfir oss komu þessi árin, síðan Jason og hans áhangendur féllu frá því heilaga landi og frá ríkinu,8og menn brenndu borgarhliðið og úthelltu saklausu blóði. Þá beiddum vér Drottin, og urðum bænheyrðir, og frambárum fórn og hveitimjöl og tendruðum ljósastjakana og lögðum upp (skoðunar)brauðin.9Og haldið nú helga laufskálahátíðardagana í mánuðinum kaselev!
10Á 188da ári, óska þeir í Jerúsalem og í Júdeu, og þeir elstu og Júdas, honum Aristobúlus, lærimeistara Tólómeus konungs, sem kominn er af ætt hinna smurðu presta, og Júðunum í Egyptalandi, heilla og hamingju!11Frelsaðir af Guði úr mikilli hættu, þökkum vér honum mikillega, vér sem höfum veitt mótstöðu konungi (nokkrum).12Því hann hefir þá burtu rekið sem mótstöðu gjörðu í þeirri helgu borg.13Því eftir að herforinginn var farinn til Persalands með sinn her, sem sýndist ósigranlegur, var á þeim unnið í Naneu a) musteri, því að Naneu prestar höfðu brögð við.14Því þá Antíokus kom og lést vilja giftast henni b), og hans vinir með honum, á þann stað, í þeim tilgangi, að taka sjóðinn, sem heimanmund,15og þá prestar Naneu lögðu hann fram, og hann (Antíokus) með fáum var genginn í gangrúm þess helga staðar, læstu þeir musterinu, rétt í því Antíókus var inngenginn,16luku upp leynidyrum á fortjaldinu, köstuðu steinum, og sundurmörðu höfðingjann; og hina (aðra) brytjuðu þeir í stykki, og hjuggu af þeim höfuðin, og fleygðu þeim út.17Á allan hátt sé vor Guð vegsamaður, sem framselt hefir þá óguðlegu!18Þar eð vér nú í mánuðinum kaselev á 25ta degi, viljum halda helga musterisins hreinsun, höfum vér álitið sæmandi að segja yður að þér og haldið helga hátíð vígslunnar og eldsins (sem fannst) þá Nehemías byggði musterið og altarið og frambar fórnina.
19Þegar feður vorir voru fluttir til Persalands, tóku vorir guðræknu prestar heimuglega eitthvað af eldi altarisins, og fólu í holu nokkurri vatnslausrar gryfju, hvar þeir geymdu hann svo, að enginn vissi af þessum stað.20En þegar mörg ár voru liðin, þá Guði þóknaðist, var Nehemía sendur af Persakóngi, og hann gjörði út niðja prestanna sem eldinn höfðu falið, eftir honum. En þá þeir sögðu oss að þeir hefðu engan eld fundið, heldur (aðeins) þykkt vatn,21skipaði hann þeim að ausa þar af og koma með. Þegar nú það var þangað fært sem hafa skyldi til fórnarinnar, bauð Nehemías prestunum, að hella vatninu yfir viðinn og það sem á hann hafði verið lagt.22Þá þetta var gjört og nokkur tími liðinn, og þá sólin tók að skína, sem áður hafði ei sést, tendraðist mikill eldur, svo alla furðaði.23En prestarnir voru á bæn, meðan fórnin brann, prestarnir og allir aðrir, Jónatan byrjaði, og hinir tóku undir, og sömuleiðis Nehemía.24Og bænin hljóðaði þannig:
Drottinn! Drottinn! Guð, Skapari allra hluta, þú óttalegi, máttugi, réttláti og miskunnsami, þú eini konungur og smurði,25eini gjafari, eini réttláti og alstjórnari og eilífi, þú sem frelsar Ísrael frá öllu illu, þú sem hefir útvalið og helgað feðurnar!26Þigg fórnina fyrir allt þitt fólk Ísrael, varðveit þína erfð og helga hana!27Saman safna vorum tvístruðu! frelsaðu þá sem þrælka meðal þjóðanna, lít náðarsamlega til þeirra sem einkis eru metnir og alla stuggar við, svo þjóðirnar sjái að þú ert vor Guð.28Refsa þeim sem undirþrykkja oss og misþyrma af ofmetnaði.29Gróðursett þitt fólk á þínum heilaga stað, eins og Móses sagði.
30En prestarnir sungu lofsöngva að auki.31Og sem fórnin var brunnin, lét Nehemías hella því sem eftir var af vatninu á stóra steina.32Sem það var skeð, tendraðist bál nokkurt; en sem ljósið af altarinu upptendraðist, eyddist það.33En sem þetta spurðist, og Persakóngur fékk að heyra, að á þeim stað, hvar prestarnir, þeir burtfluttu, fólu eldinn, hefði vatn látið sig sjá, með hvörju Nehemias og þeir sem með honum voru, höfðu helgað fórnina:34friðaði konungur (staðinn) og byggði musteri, þá hann hafði rannsakað málið.35Og þeim sem kóngurinn var náðugur, gaf hann mikla peninga, er hann hafði meðtekið.36En þeir Nehemias kölluðu þetta nestar, sem útleggst hreinsun, margir kalla það samt nestani.

V. 13. a. Sumir ætla að Nanea sé sama sem Diana. V. 14. b. Nefnil: Gyðjunni.