Páll kennir: að þeir, sem vilji halda lögmálinu, séu eigi lengur kristnir; varar þó undir eins við misbrúkun hins kristilega frelsis.

1Haldið stöðuglega við það frelsi a), sem Kristur hefir yður afrekað og látið ekki aftur leggja á yður ánauðarok b).2Vitið, eg Páll segi yður það, að ef þér látið yður umskera, c) þá gagnar Kristur yður ekki.3Enn á ný vitna eg það fyrir hvörjum þeim, sem lætur sig umskera, að hann skuldbindur sig til að halda allt lögmálið d).4Hvörjir helst af yður, sem ætlið að réttlætast fyrir lögmálið, þér eruð orðnir viðskila við Krist, eruð fallnir úr náðinni;5vér þar á mót væntum í anda, að öðlast af trúnni þá eftirvæntu réttlætingu,6því hjá Kristi e) gildir hvörki umskurn né yfirhúð, heldur trú f), sem sýnir sinn kraft í elskunni.7Þér hélduð vel áfram, en hvör hefir hindrað yður, svo að þér trúið ekki sannleikanum?8slík trúgirni er ekki frá þeim, sem yður hefir kallað.9Lítið súrdeig sýrir allt deigið.10Eg treysti yður með Drottins hjálp til þess, að þér séuð ekki öðruvísi þenkjandi, en sá, sem truflar yður g) mun fá sinn dóm, hvör helst sem hann er.11Ef eg, bræður mínir! væri enn þá að halda fram umskurninni, því er eg þá enn ofsóttur? þá væri krossins hneyksli burttekið,12það væri betur að þeir væru burtteknir, sem gjöra yður óró.
13Þér eruð að vísu, bræður! kallaðir til frelsis, en á því ríður að frelsið ekki misbrúkist til eftirlátsemi við holdið h), heldur að hvör yðar þjóni hvör öðrum með kærleika;14því allt lögmálið i) innifelst í þessu eina boðorði k): elska skaltu náungann, sem sjálfan þig.15En ef þér tönnlist innbyrðis og ásælist hvör annan, sjáið þá við því að þér tortýnið ekki hvör öðrum.16En eg áminni yður, að þér látið yður af andanum leiða l), en fremjið ekki það, sem holdið girnist;17því holdið girnist gegn andanum og andinn gegn holdinu m), þau eru hvört gegn öðru, þar af kemur það, að þér gjörið ekki það, sem þér viljið.18Ef þér leiðist af andanum n), þá eruð þér ekki undir lögmálinu o).19Allir vita hvílík eru holdsins verk, að það eru: frillulífi, saurlífi, stjórnleysi girndanna,20skurðgoðadýrkan, kukl, hatur, deilur, metningur, stórlyndi, þráttanir, tvídrægni, flokkadráttur,21öfund, morð, ofdrykkja, óhófsveislur og annað þessu líkt p) um hvað allt eg segi yður enn þá hið sama, sem eg hefi áður sagt, að þeir, sem slíkt gjöra, öðlist ekki Guðs ríki.22En ávöxtur andans er kærleiki, glaðsinni, friðsemi, langlundargeð, ljúflyndi, góðvilji, hreinskilni, hógværð, bindindi,23gegn þessu er ekki lögmálið q).24Þeir, sem Krists eru, þeir hafa krossfest hold sitt með þess girndum og tilhneigingum.25Ef vér lifum í andanum, þá framgöngum í andanum.26Sækjumst ekki eftir hégómlegri vegsemd, áreitandi hvör annan og öfundandi hvör annan.

V. 1. a. Jóh. 8,32. Post. gb. 15,10. b. sbr. Esaj. 9,1. ff. V. 2. c. Eftir að þér hafið tekið kristni, Post. gb. 15,1. V. 3. d. nl. Mósis lögmál. V. 4. Kap. 2,21. Róm. 5,5. eftirf. 8,13–17. V. 6. e. 1 Kor. 7,19. Gal. 6,15. f. Jóh. 15,14. 1 Tess. 1,3. V. 9. 1 Kor. 5,6. V. 10. g. Kap. 1,7. V. 13. h. 1 Kor. 8,9. 1 Pét. 2,16. V. 14. i. Krists lögmál. k. Matt. 22,39. 3 Mós. b. 19,18. V. 16. l. sbr. Róm. 6,12. 8,1.5. V. 17. m. Róm. 7,15.23. V. 18. n. Róm. 8,2.14. o. 6,14.15. leiðist af andanum. nl. þeirri sonarlegu elsku, hlýðni og trausti til Guðs, og mannelsku, sem Krists lærdóms andi innprentar. o. V. 19. 1 Kor. 3,3. 6,9. Efes. 5,3.5. V. 21. p. Lúk. 21,34. 1 Kor. 6,10. Efes. 5,5. V. 22. Efes. 5,9. Kol. 3,12.13. V. 23. q. 1 Tímót. 1,6. V. 24. Róm. 6,9.11. Gal. 2,20. V. 25. Róm. 8,5. V. 26. sbr. Fil. 2,3.