Áfangastaðir Gyðinga í eyðimörkinni. Þeim er boðið að útreka Kananítana og skipta landi þeirra.

1Þessir voru áfangar Ísraelsbarna þegar þeir útfóru af Egyptalandi, hvör sveit fyrir sig, undir forstjórn Mósis og Arons;2uppteiknaði Móses för þeirra eftir áföngum að boði Drottins, og voru þetta áfangar þeirra eftir að þeir lögðu á stað:3frá Ramses lögðu þeir upp á 15da degi þess fyrsta mánaðar, daginn eftir páska lögðu Ísraelsbörn á stað sigrihrósandi að ásjáandi öllum egypskum;4en egypskir jörðuðu alla þá frumburði sem Drottinn hafði í hel slegið meðal þeirra, jafnvel á afguðum þeirra hafði Drottinn látið straffið niðurkoma.5Ísraelsbörn lögðu þá á stað frá Ramses og settu herbúðir sínar í Sukkot.6Frá Sukkot fóru þeir og settu þá herbúðir sínar í Etam, sem liggur yst í eyðimörkinni.7Frá Etam lögðu þeir upp og sneru þá leið sinni til Pí-Hakkírot, sem liggur gegnt Baal-Sefon og settu herbúðir fyrir framan Migdol.8Svo lögðu þeir á stað frá Pí-Hakkírot og gengu mitt í gegnum hafið inn í eyðimörkina, héldu áfram 3 dagferðir í eyðimörkinni Etam og settu svo herbúðir sínar í Mara.9Frá Mara lögðu þeir upp og komust til Elim, í Elim vóru 12 vatnslindir og 70 pálmaviðartré, hér settu þeir herbúðir sínar.10Frá Elim fóru þeir og settu herbúðir sínar hjá Hafinu rauða.11Frá Hafinu rauða lögðu þeir á stað og settu herbúðir í eyðimörkinni Sín.12Frá eyðimörkinni Sín lögðu þeir á stað og settu herbúðir í Dofka.13Frá Dofka fóru þeir og settu þá herbúðir í Alus.14Frá Alus fóru þeir og settu þá herbúðir í Refidim, þar hafði lýðurinn ekki vatn að drekka.15Frá Refidim fóru þeir og settu þá herbúðir í eyðimörkinni Sínaí;16frá eyðimörkinni Sínaí fóru þeir og settu herbúðir í Kibrot-Hattava.17Frá Kibrot-Hattava fóru þeir og settu herbúðir í Haserot.18Frá Haserot fóru þeir og settu herbúðir í Ritma.19Frá Ritma fóru þeir og settu herbúðir í Rimmon-Peres.20Frá Rimmon-Peres fóru þeir og settu herbúðir í Libna.21Frá Libna fóru þeir og settu herbúðir í Rissa.22Frá Rissa fóru þeir og settu herbúðir í Kehelata.23Frá Kehelata fóru þeir og settu herbúðir á fjallinu Safer.24Frá fjallinu Safer fóru þeir og settu herbúðir í Harada.25Frá Harada fóru þeir og settu herbúðir í Makehelot.26Frá Makehelot fóru þeir og settu herbúðir í Tahat.27Frá Tahat fóru þeir og settu herbúðir í Tara.28Frá Tara fóru þeir og settu herbúðir í Mitka.29Frá Mitka fóru þeir og settu herbúðir í Hasmona.30Frá Hasmona fóru þeir og settu herbúðir í Moserot.31Frá Moserot fóru þeir og settu herbúðir í Bne-Jaakan.32Frá Bne-Jaakan fóru þeir og settu herbúðir í í Hor-Haggidgað.33Frá Hor-Haggidgað fóru þeir og settu herbúðir í Jotbata.34Frá Jotbata fóru þeir og settu herbúðir í Abróna.35Frá Abróna fóru þeir og settu herbúðir í Esion-Geber.36Frá Esion-Geber fóru þeir og settu herbúðir í eyðimörkinni Sín, það er Kades.37Frá Kades fóru þeir og settu herbúðir hjá fjallinu Hór, við takmörk Edomítalands.38Hér var það að presturinn Aron að boði Drottins gekk upp á fjallið Hór og dó þar á því 40ta ári eftir að Ísraelsbörn fóru út af Egyptalandi á 1ta degi í 5ta mánuðinum,39og Aron var 123 ára gamall þegar hann deyði á fjallinu Hór.40Kóngurinn í Arad sem var kanverskur og bjó í suðurhluta Kanaanslands fékk að heyra að Ísraelsbörn væru komin.41Frá fjallinu Hór fóru þeir og settu herbúðir í Salmona.42Frá Salmona fóru þeir og settu herbúðir í Fúnon.43Frá Fúnon fóru þeir og settu herbúðir í í Óbot.44Frá Óbot fóru þeir og settu herbúðir í hlíðum fjallsins Abarim á landamerkjum Móabíta.45Frá þessum hlíðum fóru þeir og settu herbúðir í Dibon-Gað.46Frá Dibon-Gað fóru þeir og settu herbúðir í Almon-Diblataim.47Frá Almon-Diblataim fóru þeir og settu herbúðir hjá Abarimfjöllunum gegnt Nebo.48Frá Abarimsfjöllum fóru þeir og settu herbúðir í eyðimörku Móabíta hjá Jórdan gegnt Jeríkó;49höfðu þeir herbúðir sínar hjá Jórdan hjá Bet-Jesimo allt að Abel-Sittim í eyðimörku Móabíta.
50Í eyðimörku Móabíta hjá Jórdan gegnt Jeríkó talaði Drottinn við Móses og sagði:51tala við Ísraelsbörn og seg við þau: þegar þér farið yfrum Jórdan inn í Kanaansland,52skuluð þér reka frá yður alla landsins innbúa, að engu gjöra alla þeirra átrúnaðarsteina, öll þeirra steyptu bílæti, brjóta niður öll hof þeirra;53landið skuluð þér taka undir yður og búa þar, því eg hefi gefið yður það til eignar;54með hlutkesti skuluð þér því skipta eftir ættum; þér skuluð láta þá ættina sem fjölmennari er fá meira, þá sem fámennari er minna, það sem hlutkestið úthlutar hvörjum fyrir sig skal hann hafa, eftir kynkvíslum feðra yðar skuluð þér eiga það.55En ef þér ekki útrekið landsins innbúa frá yður, þá munu þeir sem þér eftirskiljið, verða þyrnir í augum yðar a) og broddur í yðar síðum b) og þeir munu þjaka yður í landi því sem þér munuð byggja,56og þá mun svo fara að það sem eg hafði hugsað mér að gjöra þeim, það mun eg gjöra yður.

V. 52. Þ. e. steinar á hvörja úthöggnar voru alls konar hjátrúarfullar galdramyndir. V. 55. a) Vera illa við þá. b) Þ. e. gjöra yður óskunda.