Atalíu harðýðgi.

1En er Atalía móðir Ahasía f) sá, að sonur hennar var dauður, tók hún sig til, og fyrirfór allri kóngsættinni.2Þá tók Jóseba, dóttir Jórams kóngs, systir Ahasía, Jóas, Ahasíason g), og stal honum úr hóp kóngssonanna, sem deyddir voru, honum og fóstru hans í svefnherberginu. Og þeir fólu hann fyrir Atalíu, svo hann var ekki deyddur;3og hann var í 6 ár falinn með henni í húsi Drottins. En Atalía ríkti yfir landinu.
4Og á sjöunda ári sendi Jójada og sótti foringjana yfir hundrað manns af hirðinni, og lét þá koma til sín í Drottins hús, og sýndi þeim kóngssoninn.5Og hann bauð þeim og mælti: þetta er það sem þér skuluð gjöra: sá þriðjungur af yður sem hvíldardagurinn tilvill, skal halda vörð í kóngsins húsi.6Annar þriðjungurinn sé við hliðið Súr, og hinn þriðji við portið á bak við lífvaktina, svo skuluð þér vakta húsið, að enginn komist inn.7Og þeir tveir partar af yður, sem hafið frí hvíldardaginn, þér skuluð halda vörð í Drottins húsi kringum konunginn, og hvör af yður hafi vopn í hendi; og hvör sem vill brjótast gegnum raðirnar, skal deyðast, og verið með kónginum þegar hann gengur út og þegar hann gengur inn.
9Og foringjarnir yfir hundrað gjörðu öldungis eins og presturinn Jójada bauð, og hvör þeirra tók sína menn, bæði þá sem tóku við og þá sem hættu að halda vörð á hvíldardeginum, og komu til prestsins Jójada.10Og presturinn fékk foringjunum þau spjót og skildi Davíðs kóngs, sem vóru í Drottins húsi.11Og hirðmennirnir stóðu, hvör með vopn í hönd, frá hægri hlið hússins allt til hinnar vinstri, við altarið og við húsið hjá kónginum allt í kring.12Og hann leiddi kóngssoninn fram, og setti upp á hann kórónuna, og rétti honum lögin, og svo gjörðu þeir hann að kóngi og smurðu hann, og klöppuðu lófum saman og hrópuðu: kóngurinn lifi!
13Þá heyrði Atalía háreysti hirðarinnar og fólksins, og kom til fólksins, í Drottins hús.14Og hún sá, og sjá! kóngurinn stóð, sem siður var við stólpann, og fyrirliðarnir og úthrópendurnir hjá konunginum, og allt landsfólkið var glaðvært, og í básúnur var blásið. Þá reif Atalía sín klæði og hrópaði: Samblástur! Samblástur!15En presturinn Jójada bauð foringjunum yfir hundrað, foringjum stríðsmannanna og mælti: farið með hana út inn í röðunum, og deyðið með sverði hvörn sem fylgir henni; því presturinn hugsaði: hún skal ekki verða líflátin í Drottins húsi.16Og þeir gjörðu henni braut og hún fór veginn að inngangi hestanna í kóngsins hús; þar var hún drepin.
17Og Jójada gjörði sáttmála milli Drottins og kóngsins og fólksins, að það skyldi vera Drottins fólk, og á milli kóngsins og fólksins.18Þá gekk allt landsfólkið í Baalshús, og reif það niður, og þeir brutu gjörsamlega hans altari og bílæti, og Natan Baals prest myrtu þeir við altarið, og presturinn setti varðmenn í Drottins hús.19Og hann tók foringjana yfir hundrað, og hirðmennina, og þeir fluttu kónginn úr Drottins húsi og komu um hirðmanna portin inn í kóngsins hús, og hann setti sig í kónganna hásæti.20Og allur landslýðurinn var glaður, og staðarfólkið rólegt; en Atalíu höfðu þeir líflátið með sverði í kóngsins húsi.

V. 1. f. 8,26. V. 2. g. 1 Kron. 3,11.