Debóru, Baraks, og Jaels afreksverk.

1Og Ísraels börn héldu áfram að gjöra illt í augum Drottins, þá Ehúð var dauður.2Og Drottinn seldi þá í hendur Jabíns Kananítakóngs, sem ríkti í Hasor; en Sísera var hans hershöfðingi sem bjó í Haroset hinna heiðnu.3Og Ísraels börn hrópuðu til Drottins; því hann hafði 9 hundruð járn(slegna) vagna, og hafði undirokað Ísraels börn með ofbeldi í 20 ár.
4Á þessum tíma var spákonan Debóra, dómari í Ísrael, eiginkvinna Lapídots.5Og hún bjó undir Debórupálmatré, millum Rama og Betel á Efraímsfjalli; og Ísraelsbörn fóru þangað upp til hennar til að sækja rétt sinn.6Hún sendi út og lét kalla til sín Barak Abínóamsson frá Kedes í Naftalím, og sagði til hans: hefir ekki Drottinn Ísraels Guð skipað þér? far þú og safna fólki til þín upp á fjallið Tabor, og tak 10 þúsundir manns af Naftalíms- og Sebúlonsbörnum.7Og eg vil leiða Sisera, Jabíns hershöfðingja til þín, hjá vatnsfallinu Kíson með sína vagna og allan her; og eg vil gefa hann í þínar hendur.8Barak sagði til hennar: ef þú vilt far með mér, vil eg fara; en ef þú vilt ekki með mér fara, fer eg hvörgi.9Hún sagði: fara vil eg með þér; en enga frægð muntu hafa af för þessari, sem þú fer, því Drottinn mun gefa Sísera í hönd einnar kvinnu; og síðan tók Debóra sig upp og fór með Barak til Kedes.10Þá kallaði Barak Sebúloníta og Naftalímíta saman til Kedes, og undir hans forgöngu fóru með honum, 10 þúsundir manns. Debóra var og í för með honum.11(En Heber einn af Kenítum, hafði skilið sig frá fólki sínu, hvör kominn var af börnum Hóbabs Mósis mágs; hann hafði sett tjald sitt hjá eikinni Saanajim, hjá Kedes).12Þegar nú Sísera fékk að vita að Barak, Abínóamsson, var kominn á fjallið Tabor,13tók hann sig upp með öllum sínum vögnum, sem voru 900 járn(slegnir) vagnar, og öllu því liði, sem með honum var og fór frá Haróset heiðingjanna, allt að vatnsfallinu Kíson.14Og Debóra sagði til Barak: rís þú upp, því þetta er dagur sá, á hvörjum Drottinn gefur Sísera í þínar hendur; eða mun ekki Drottinn fara út á undan þér? Svo fór Barak niður af fjallinu Tabor, og 10 þúsund manna með honum.15Og Drottinn rak á flótta Sísera og alla hans vagna og allan herinn fyrir Baraks sverðseggjum; svo Sísera stökk af sínum vagni og flúði undan á fæti.16En Barak elti vagnana og herinn allt til Haróset heiðingjanna, og allt herlið Sísera féll fyrir sverðseggjum, svo ekki varð einn eftir.17En Sísera flúði á fæti í tjaldbúð Jaels, sem var húsfreyja Kenítans Hebers; því Jabín kóngur í Hasór og hús Kenítans Heber höfðu frið sín á milli.18Þá gekk Jael út á móti Sísera, og sagði til hans: kom inn, minn herra! kom inn til mín, og vertu óhræddur. Og hann veik inn til hennar í tjaldbúðina, og hún lagði ábreiðu yfir hann.19Hann sagði þá til hennar: eg bið, gef mér lítið vatn að drekka, því mig þyrstir. Hún leysti þá frá mjólkurbelg og gaf honum að drekka, og breiddi (síðan) ofan á hann (aftur).20Og hann sagði til hennar: stattu úti í tjalddyrunum, og komi einhvör sem spyr: hvört hér sé nokkur? þá seg þú að hér sé enginn.21Þá tók Jael Hebers kvinna einn tjaldhæl og hamar í hönd sér, og gekk hljóðliga inn til hans, og rak hælinn í gegnum hans gagnaugu, svo hann nam staðar í jörðu; (því Sísera var fallinn í fastan svefn og var þreyttur) og hann deyði.22Og sjá! að Barak sótti eftir Sísera; þá gekk Jael út á móti honum, og sagði til hans: kom hingað! svo skal eg sýna þér þann mann, sem þú leitar eftir; og hann gekk inn til hennar; og sjá! Sísera lá þar dauður, og hællinn stóð í gegnum hans gagnaugu.23Á þennan hátt niðurbeygði Guð á þeim tíma Jabín Kananítakóng fyrir Ísraelsbörnum.24Og Ísraelsbarna hönd varð þyngri og þyngri á Jabín Kananítakóngi, uns þau (loksins gjörðu út af við hann).

V. 1. Dóm. 3,12. 6,1. 8,33. V. 2. Dóm. 3,8. 1 Sam. 12,9. V. 3. Dóm. 3,9.14. 6,6. V. 6. Jós. 19,37. 21,32. V. 11. Dóm. 1,16. 4 Mós. 24,22. 4 Mós. 10,29. V. 14. Dóm. 5,12. V. 15. Dóm. 5,20. Sálm. 83,10. V. 16. Dóm. 3,29. Jós. 8,22. 10,33. V. 19. Dóm. 5,25. V. 24. Makt: hebr. hönd.