Bæn um frelsi.

1Til hljóðfærameistarans. Ljóðmæli Davíðs.2Á þig, Drottinn! reiði eg mig, láttu mig ekki eilíflega verða til skammar, frelsa þú mig eftir þínu réttlæti.3Hneig þitt eyra til mín, bjarga mér skjótt, vertu mér öruggt vígi, bjarg mér til frelsunar.4Já, þú ert mitt bjarg og vígi, og fyrir þíns nafns sakir munt þú leiða mig og stýra mér,5útleiða mig úr netinu sem þeir hafa lagt fyrir mig, því þú ert mín vörn.6Í þína hönd fel eg minn anda, þú munt frelsa mig, Drottinn! þú trúfasti Guð.7Eg hata þá sem heiðra hégómann (afguðina), og reiði mig á Drottin.8Eg mun fagna og vera glaður af þinni miskunn, því þú hefir séð mína eymd og tekið eftir þrenging minnar sálar.9Þú afhentir mig ekki á vald minna óvina, þú settir minn fót á rúmgóðan völl.10Drottinn! vertu mér miskunnsamur, því eg em í angist, mitt auga daprast af sorg, eins og mín sál og minn líkami dregst upp.11Já, mitt líf eyðist í hryggð, og mín ár í andvörpum, minn kraftur rénar í mínum þjáningum og mín bein sundurleysast.12Sökum allra minna óvina er eg orðinn að athlægi, að athlægi fyrir mínum nágrönnum; að ótta fyrir mínum kunningjum. Þeir sem sjá mig úti, flýja fyrir mér.13Eins og dauðum er mér gleymt úr hjörtum manna, eg em eins og sundurbrotið ker.14Því eg heyri baktal margra, skelfing er allt í kringum mig, því þeir taka ráð sín saman móti mér; þeir hugsa að ráða mig af dögum.15En eg reiði mig á þig, Drottinn! og segi: þú ert minn Guð.16Mínir tímar standa í þinni hendi, frelsa mig frá ofbeldi minna óvina, og frá þeim sem mig ofsækja.17Láttu þitt andlit lýsa yfir þinn þénara, frelsa mig fyrir þína miskunnsemi.18Drottinn! láttu mig ekki til skammar verða, því eg ákalla þig. Lát þá óguðlegu verða til skammar; lát þá í gröfinni liggja í þögn.19Lát þær fláráðu varir þagna, sem tala hart móti þeim réttvísu, drambsamlega og með forakti.20Hvörsu stór eru þau gæði, sem þú geymir þeim er þig óttast og veitir þeim sem treysta þér í augsýn mannanna barna.21Þú felur þá með skýlu þíns andlitis fyrir manna óvinsamlegri árás, þú geymir þá í tjaldbúð fyrir tungnanna gjálfri.22Lofaður veri Drottinn fyrir það hann hefir auðsýnt mér dásamlega góðgirni, og leitt mig í öruggt vígi.23Eg sagði í minni angist: eg em afmáður fyrir þínum augum, en þú heyrðir mína grátbeiðni, þegar eg kallaði til þín.24Elskið Drottin, allir hans útvaldir. Þá trúföstu varðveitir Drottinn, og geldur þeim drambsömu ríkuglega.25Verið öruggir og með rólegu hjarta, þér allir sem Drottins bíðið.