Lofgjörð Drottins.

1Lofið Drottin! því það er fagurt að syngja vorum Guði (sálma), því elskulegur og fagur er sá lofsöngur.2Drottinn (endur)byggir Jerúsalem, þeim tvístruðu Ísraels samansafnar hann.3Hann læknar þá, sem hafa sundurmarið hjarta og bindur um þeirra sár.4Hann telur stjörnurnar og nefnir þær allar með nafni.5Mikill og voldugur er vor Drottinn, hans skilningur er ómælanlegur.6Þá hógværu upphefur hann, þá óguðlegu lægir hann allt að jörðu.7Syngið fyrir Drottni með þakklæti! spilið fyrir Drottni á hörpu.8Fyrir honum sem þekur himininn með skýjum, sem tilbýr jörðinni regn, sem lætur gras spretta á fjöllunum.9Fyrir honum sem gefur fæðu fénaðinum, ungum hrafnanna, sem til hans kalla,10hann hefir ei lyst á styrkleika hestsins, ei velþóknan á fótleggjum mannsins.11Drottni þóknast þeir sem hann óttast, þeir sem hafa von á hans miskunn.12Vegsama Drottin, Jerúsalem! lofa þinn Guð, Síon!13því hann gjörir fasta slagbranda þinna porta, hann blessar þín börn þar fyrir innan.14Hann gefur þínu landi frið, með besta hveiti mettar hann þig.15Hann sendir sinn boðskap til jarðar, með hraða fer hans orð.16Hann gefur snjó sem ull, útdreifir hrími sem ösku.17Hann sendir niður klaka í molum, hvör stenst hans kulda?18Hann sendir sitt orð og bræðir hann; hann lætur sinn vind blása og vatnið rennur.19Hann hefir kunngjört Jakob sitt orð, Ísrael sína setninga og réttindi.20Ekki gjörði hann svo við allt fólk, hans réttindi þekkja þeir ekki. (Halelúja) lofið Drottin!