Hóseas upphvetur Ísraelsmenn og Júdaríkisinnbyggjendur til trúrækni og stöðuglyndis, með því að setja þeim fyrir sjónir eftirdæmi Jakobs, forföðurs þeirra.

1Efraimsætt umkringdi mig með lygum, og Ísraelsmenn með svikum, meðan Júdaríkismenn enn þá voru Guði fylgisamir, og héldu sér stöðuglega við hinn allrahelgasta.2Efraimsætt sækist eftir hégómanum og eltir austanvindinn, fer með lygar á degi hvörjum, margfaldar sína ógæfu, gjörir sáttmála við Assyríumenn, og flytur viðsmjör til Egyptalands.3Drottinn hefir og sök á hendur Júdaríkismönnum. Hann vill hegna Jakobsniðjum eftir þeirra breytni, og endurgjalda þeim eftir þeirra verkum.4Jakob hélt um hæl bróður síns í móðurkviði (1 Mós. 25,26), og glímdi sterklega við Guð,5hann glímdi við engilinn (1. Mós. 32), og vann, því hann táraðist og bað hann líknar; hann fann hann í Betel (1 Mós. 28); þar mun hann einnig tala við oss.6Drottinn er Guð allsherjar, Drottinn er hans nafn.7Snú þú þér því aftur til þíns Guðs, ástunda miskunnsemi og réttlæti, og vona ávallt á þinn Guð.8Kananítinn heldur á rangri vog í hendi sér, hann er gjarn á að hafa ranglega af öðrum.9En Efraimsætt segir: eg er auðug orðin, og hefi aflað mér fjár; í öngvum mínum athöfnum skal finnast hjá mér nokkur sú yfirsjón, sem synd sé í.10Eg er Drottinn, þinn Guð, (sem leysti þig) af Egyptalandi: hingað til hefi eg látið þig búa í tjaldbúðum, eins og á hátíðisdögum:11eg talaði fyrir munn spámannanna, eg fjölgaði sýnum, eg lét spámennina tala í eftirlíkingum.12Allt fyrir það er Gíleað (6,8) bústaður glæpa og eintóms hégóma; í Gilgal eru uxar fórnfærðir, já, blótstallar þeirra eru sem steinahrúgur á plægðum akri.13Jakob varð að flýja til Sýrlands, og Ísrael varð að vinna það til kvonfangs sér, að þjóna og vera fjárgeymslumaður.14En Drottinn lét spámann nokkurn leiða Ísraelsniðja út af Egyptalandi, og þann hinn sama spámann lét hann gæta þeirra.15Allt fyrir það hefir Efraimsætt skapraunað Drottni sínum sárlega, og þess vegna mun hann láta hennar blóðsekt yfir henni hvíla, og gjalda henni hennar svívirðingar.

V. 5. Þar, í Betel, hvar gullkálfurinn stóð. V. 8. Kananítinn, hinir fenisku kaupmenn voru rangsleitnir og ásælnir; en Efraimsætt, höfuðkynkvísl Ísraelsríkis, var ekki betri. V. 14. Spámann, Móses.