XII.

Í Efraím eru hvervetna [ lygar á móti mér og í húsi Israelis fölsk guðsþjónusta. En Júda heldur fast enn nú við Guð og á réttri heilagri guðsþjónustu. Efraím fæðir sig af vindi og hleypur eftir austanveðri og gjörir daglega afguðadýrkan og meira skaða. Þeir gjöra eitt samheldi með Assyriis og færa balsamum til Egyptalands. Því skal Drottinn gefa Júda sök og heimsækja Jakob eftir hans athæfi og bitala honum eftir hans forþénan.

„Já“ segja þeir, „hann undirtrað sína bræður í sinnar móðurkviði og glímdi við Guð af öllu sínu afli. Hann tuskaðist við engilinn og yfirvann því hann grét og bað hann og hann fann hann í [ Betel og þar talaði hann við hann.“

En Drottinn er sá Guð Sebaót, Drottinn er hans nafn. Því snú þér nú til þíns Guðs, haltu miskunnsemd og réttlæti og treystu alltíð á þinn Guð.

En kaupmaðurinn hefur ætíð falska vigt í sinni hendi og svíkur gjarna. Því að Efraím segir: „Eg er ríkur, eg hefi nóg, enginn misgjörningur skal finnast með mér í öllu mínu arfiði so það megi kallast synd.“

En eg er Drottinn þinn Guð allt í frá Egyptalandi og sá sem lætur þig enn byggja í tjaldbúðum so sem menn plaga á ártíðum. Og eg tala til spámannanna, eg er sá sem gefur mikla spádóma og auðsýni mig fyrir prophetunum. Í Gíleað er sífell afguðadýrkan og í Gilgal offra þeir uxum fyrir ekki og þeir hafa so mörg altari sem stofnar standa á mörkinni.

Jakob varð að flýja til Sýrlands og Ísrael mátti þjóna fyrir einnrar kvinnu skuld, fyrir eina kvinnu mátti hann vakta fénað. En þar eftir á færði Drottinn Ísrael af Egyptalandi fyrir einn spámann og lét bívara hann fyrir einn propheta. En nú styggir Efraím Guð með sínum afguðum. Því skal þeirra blóð koma yfir þá. Og þeirra [ herra skal bitala þeim sem þeirra háðungar.