CXVIII.

Þakki þér Drottni því að hann er góður og hans miskunnsemi varir eilíflegana. [

Það segi nú Ísrael:

Hans miskunn varir eilíflegana,

það segi nú húsið Aron:

Hans miskunnsemi varir eilíflegana.

Þeir sem óttast Drottinn segi það:

Hans miskunnsemi varir eilíflegana.

Út í hörmunginni ákallaði eg Drottin og Drottinn bænheyrði mig og veitti mér huggun.

Drottinn er meður mér, þar fyrir hræðumst eg ekki, hvað mega mér mennirnir gjöra? [

Drottinn er með mér mér til hjálpar og eg mun sjá mína lysting á óvinum mínum.

Gott er það að treysta upp á Drottin og vona ekki upp á mennina.

Gott er að treysta upp á Drottin og vona ekki upp á höfðingjana. [

Allir heiðingjarnir umkringdu mig en í nafni Drottins þá mun eg fyrirkoma þeim.

Þeir umkringja mig öllumegin en í nafni Drottins vil eg fyrirkoma þeim.

Þeir umkringja mig líka sem býflugur, þeir [ kefja so sem eld í þyrniklungrum en í nafni Drottins þá vil eg fyrirkoma þeim.

Þeir hrinda mér það eg skuli falla en Drottinn hann hjálpaði mér.

Drottinn hann er minn styrkur og minn lofsálmur og hann er mitt hjálpræði. [

Menn syngja með fagnaði af sigrinum í tjaldbúðum réttferðugra, hægri höndin Drottins bíheldur sigrinum.

Hin hægri hönd Drottins er upphafin, hin hægri hönd Drottins bíheldur sigrinum.

Eg mun ei deyja heldur lifa og kunngjöra verkin Drottins.

Drottinn hann tyftar mig að vísu en hann yfirgefur mig ekki dauðanum.

Upplúkið fyrir mér dyrum réttlætisins svo að eg gangi þar inn og Drottni þakkir gjöri.

Þetta eru þær dyr Drottins sem hinir réttferðugu skulu innganga.

Eg þakka þér það þú lítillættir mig og hjálpaðir mér.

Sá steinninn sem uppbyggendur forlögðu hann er vorðinn að hyrningarsteini. [

Það hið sama er skeð af Drottni og er undarlegt fyrir vorum augum. [

Þetta er sá dagurinn hvern Drottinn gjörði, látum oss fagna og verum glaðir á þeim hinum sama.

Ó Drottinn, hjálpa þú, ó Drottinn, láttu það vel lukkast! [

Blessaður sé sá sem að kemur í nafni Drottins, vér blessum yður, þér sem eruð af húsi Drottins.

Drottinn er sá Guð sá eð oss upplýsir, prýðið hátíðina með blómstrum allt að hornum altarisins.

Þú ert minn Guð og eg þakka þér, minn Guð, eg vil prísa þig.

Þakki þér Drottni því að hann er góður og hans miskunnsemi varir eilíflegana.