XLV.

Hann hefur frá honum koma látið þann helga mann Moysen hver allri veröldunni var kær og mikilsvirtur, hverjum bæði Guð og menn voru hollir, hans nafn að mjög prísað verður. [ Hann hefur honum heiður veitt so sem hinum helgum feðrum og hátt upphafið so að hans óvinir urðu hann að óttast. Hann lét hann með orðum gjöra mörg tákn. Hann gjörði hann dýrðlegan í kónganna augsýn og gaf honum bífalning við sinn lýð og sýndi honum sína dýrð. Hann hefur kosið hann til heilagrar [ stéttar sakir síns trúskapar og hógværi og af öllum mönnum hann útvalið. Hann lét hann heyra sína rödd og leiddi hann í myrkvan skýflóka. Hann hefur honum nálægur boðorðin gefið, sem er lögmál lífsins og viskunnar, að hann skyldi Jakob sáttmálann kenna og Ísrael sína dóma.

Hann hefur Aaron, hans bróður, af því sama kyni Leví upphafið og hann einnin líka útvalið. [ Hann gjörði við hann eilífan sáttmála og gaf honum kennimannsskap meðal lýðsins. Hann hefur hann fagurlega og heiðarlega klæddan og færði hann í niðurklæðið, síðstakkinn og lífkyrtilinn og festi margar gullbjöllur og hnappa á hann í kring so þær hljóð gæfi þá hann út eður inn gekk og hljómurinn heyrður yrði í helgidóminum so að lýðsins yrði í Guðs augliti minnst. Já, þann helga kyrtil með gulli, gulu silki og guðvef skikkaðan, magtarskjöld á brjósti, með ljósið og réttinn listilega gjört með gimsteinum, þar á nöfn tólf kynkvísla Ísraels voru á grafin og í gulli greypt fyrir sneinsníðarann so að þeirra væri minning gjörð fyrir Guði, þá gulllegu ennisspöng á mítrinu þar það heilaga háleita nafn var ágrafið, hvað allt var heiðursamlegt, kostulegt, ljúflegt og fagurt. [ Menn hafa aldreigi þvílíkt séð fyrri, so mátti enginn þessu klæðast nema alleina hans synir og eftirkomendur ævinlega. Hans offur urðu daglega tvisvar fullkomnuð. Móses fylldi hendur hans og smurði hann með helgu viðsmjöri. [

Við hann var það sáttmál gjört að hann og hans synir skyldu ævinlega, svo lengi sem dagar heimsins vara, honum þjóna, kennimenn vera og hans lýð í hans nafni blessa. Hann hefur útvalið hann af öllum liföndum að hann skyldi fórnfæra Drottni fæðsluoffur til sæts ilms og minningar, til forlíkunar fyrir fólkið. Hann bífalaði honum embættisins orð það hann skyldi kenna Jakob sína vitnisburði og upplýsa Ísrael með sínu lögmáli.

Þar upphófu sig aðrir í móti honum og öfunduðu hann í eyðimörkinni, sérlega þeir sem með Datan og Abíram voru og sá galdi selskapur Kóra. [ En Drottinn sá það og það líkaði honum ekki. Og þeir urðu gleyptir af grimmri reiði. Hann sýndi ógurleg undur á þeim og svelgdi þá með sínum eldi.

Hann heiðraði Aaron enn meir og gaf honum arfskipti, einkum allar frumfórnir skipti hann honum. Um allt annað fram skikkaði hann honum í fyrstu brauðsnægð það þeir skyldu neyta offurs Drottins sem hann gaf honum og hans sáði. En þeir máttu ekki af landinu neitt hlutskipti hafa eður með fólkinu erfð taka heldur var Drottinn þeirra hlutdeild og arfur.

Píneas sonur Eleasar var hinn þriðji í slíkum heiðri. [ Hann vandlætti af guðhræðslu. Og þá eð lýðurinn fráhverfðist stóð hann trúlega stöðugur og djarfur og forlíkti Ísrael. Þar fyrir varð honum gefinn friðarins sáttmáli það hann skyldi helgidóminum og lýðnum forstöðu veita, hann og hans sáð skyldi ævinlega kennimannstign hafa. Líka sem við Davíð af kyni Júda er sáttmáli gjörður og alleina af hans sonum skal einn kóngur verða, so skal og Aaron og hans sáð erfingjar vera að þeir oss vísdóm kenni og sínu fólki réttilega skýri upp á það að þeirra stétt og heiður ekki fyrirfarist heldur um aldur og ævi hjá honum blífi.