XXIIII.

Jóas var sjö ára þá hann varð kóngur og hann ríkti fjörutígi ár í Jerúsalem. [ Hans móðir hét Síbja af Berseba. Og Jóas gjörði það sem Drottni vel þóknaðist so lengi sem Jójada prestur lifði. Og Jójada konvgaði hann tveimur kvinnum svo hann átti bæði syni og dætur.

Þar eftir tók Jóas til að endurbæta Drottins hús, safnaði saman prestum og Levítum og sagði til þeirra: „Farið út til allra staða Júda og samansafnið peningum af öllum Ísrael til að endurbæta yðvars Drottins hús árlega og flýtið yður að gjöra það.“ En Levítarnir höfðu öngvan flýtir. Þá lét kóngurinn kalla á Jójada prestahöfðingja og sagði: „Því gæti þér ekki að Levítunum að þeir innfæri skattinn af Júda og Jerúsalem svo sem Móses Guðs þénari skikkaði að mann skyldi samansafna í Ísrael til vitnisburðarins tjaldbúðarinnar? Því að sú óguðlega Atalía og hennar synir hafa ofanrifið Guðs hús og allt það sem helgað var í húsi Drottins. Með því hafa þeir prýtt hof Baals.“

Þá bauð kóngurinn að þar skyldi gjörast ein örk og hún skyldi setjast í dyrnar utan fyrir húsi Drottins. [ Og þeir létu úthrópa í Júda og Jerúsalem að inn skyldi leggjast sá Guðs skattur sem Ísrael var upp á lagður í eyðimörkunni af Móse Guðs þénara. Þá glöddust allir höfðingjarnir og allt fólkið færði og bar skattinn til erkurinnar þar til hún var full. En sem sá tími kom að Levítarnir skyldu örkina frambera eftir kóngsins skipan þá þeir sáu að þar voru miklir peningar í kom kóngsins skrifari og sá sem hafði bífalning af þeim ypparsta presti og helltu fénu úr örkinni, báru hana síðan aftur í sinn stað. Slíkt gjörðu þeir alla daga og í slíkan máta safnaðist saman ógrynni fjár.

En kóngurinn og Jójada gáfu féð verkstjórum sem settir voru fyrir arfiði í Drottins húsi. Þeir leigðu steinhöggvara og trésmiði til að endurbæta Guðs hús og meistara á járn og kopar að endurbæta hús Drottins. [ Og erfiðismennirnir erfiðuðu svo að húsbótin gekk vel fram fyrir þeirr ahönd og þeir gjörðu Guðs hús með öllu ferðugt og vel til reika. En sem þeir höfðu það fullkomnað færðu þeir kónginum peninga og Jójada, þá sem af gengu. Af hverjum þeir létu gjöra ker í hús Drottins, ker til þénustunnar og til brennioffursins, skeiðir, gullker og silfurker. Og þeir offruðu brennifórnum allan tíma í Drottins húsi so lengi sem Jójada lifði.

En sem Jójada var orðinn mjög gamall þá andaðist hann þá hann hafði hundrað ár og þrjátígi betur. [ Og þeir jörðuðu hann í Davíðsstað meðal kónganna því að hann hafði verðskuldað gott við Ísrael, við Guð og hans hús.

En sem Jójada kennimaður var andaður þá komu höfðingjar af Júda og tilbáðu kónginn og hann hlýddi þeim. [ Og þeir yfirgáfu hús Drottins Guðs þeirra feðra og þjónuðu lundum og afguðum. Þá féll reiði yfir Júda og Jerúsalem sökum þessarar syndar. Og hann sendi spámenn til þeirra svo þeir skyldu snúa sér aftur til Drottins og þeir vitnuðu fyrir þeim en þeir vildu ekki heyra þá.

Og Guðs andi kom yfir Sakaríam son Jójada kennimanns. Hann gekk upp fyrir fólkið og sagði til þess: „Svo segir Guð: Því ofurtroði þér Drottins boðorð hvað ekki lukkast yður? Því að þér hafið yfirgefið Drottin, so mun hann og yfirgefa yður.“ En þeir veittu honum árás og grýttu hann í hel eftir kóngsins skipan í Drottins húss garði. [ Og kóng Jóas minntist eigi á þá miskunn sem Jójada hans faðir veitti honum heldur lét hann nú drepa hans son. En sem hann deyði þá sagði hann: „Drottinn sjái þetta og útkrefji þess!“

En sem það ár var úti þá kom stríðsfólk af Syria og féll inn í Júda og Jerúsalem og fordjörfuðu þá yppustu höfðingja á meðal fólksins en sendu allt þeirra herfang til kóngsins í Damasco. Því að þeir af Syria höfðu lítið lið. Þó gaf Drottinn mikinn her í þeirra hendur því að þeir höfðu yfirgefið Drottin Guð sinna feðra og þeir ströffuðu mjög Jóas. [ Og þá þeir fóru frá honum létu þeir hann eftir vera með miklum sjúkdómi.

Og hans eigin þénarar bundu sín ráð á móti honum til hefndar blóðsins sona Jójada kennimanns og drápu hann í sinni eigin sæng. [ Og hann dó og var jarðaður í Davíðsstað en þó ekki á meðal kónganna. En þessir voru þeir sem samanbáru ráðin móti honum: Sabad son Símeat af Ammón og Jósabad son Simrít af Móab. En hans synir og það fé sem saman var safnað á hans dögum og Guðs húss endurbæting, sjá, það er skrifað í Kónganna historiubók. Og hans son Amasía varð kóngur í hans stað.