XIX.

En yfir þá óguðlegu fell reiðin vægðarlaust allt til enda. Því hann vissi áður vel hvað þeir mundu gjöra seinna, sem var: Þá þeir höfðu boðið þeim í burtu að fara og látið þar með vandlega visa þeim veginn þá mundi þá angra það og renna eftir þeim. Því að þá þeir voru enn nú að syrgja og gráta yfir leiðum þeirra framliðnu þá hittu þeir upp á einn dárlegan ásetning að þeir vildu elta þá svo sem flóttamenn hverja þeir höfðu áður þó útrekið með grátbeiðni. En það hlaut svo að ske so að þeir fengi þann enda sem þeir höfðu verðskuldað og urðu því að gleyma sem þá hafði áður skeð so að straffið það enn nú var ókomið skyldi fullkomlega koma yfir þá og að þitt fólk skyldi ferðast undarlega reisu en hinir aðrir skyldu finna fáheyrðan dauða.

Því að öll skepnan sem hafði sína eigin tegund umskipti sér aftur eftir þinni skipan hverri hún þjónar, upp á að þín börn yrðu skaðlaus varðveitt. Þar voru skýin og skyggðu á herbúðirnar, þar sem áður voru vötn þar sáu menn þurrt land uppkoma. Þar varð af Hafinu rauða hindranarlaus vegur og grænar grundir af miklum vötnum, hvar í gegnum allt fólkið gekk, hverju þín hönd hlífði sem sá slíka furðulega undarlega hluti og þeir gengu sem hestar í grashaga og stukku upp svo sem lömb, lofandi þig, Drottinn, sem þá hafði frelsað. Því þeir minntust enn nú þar á hvernin þeim hafði gengið í útlegðinni, hvernin að jörðin af sér gaf flugur í stðainn fæddra dýra og vatnið gaf margháttaðar pöddur í staðinn fiskanna. En þar eftir fengu þeir að sjá nýrra fugal tegund þá þeir fengu lysting og báðu um kræsingarmat. Því þar komu til þeirra coturnices upp úr hafinu að stilla þeirra lysting.

Þar kom og straff yfir þá syndugu fyrir teikn þau sem skeðu með miklum eldingum. Því það var rétt að þeir liðu slíkt vegna sinnar illsku með því þeir höfðu illa breytt við gestina. Sumir meðtóku þá ekki sem komu so að þeir og vissu ekki hvort þeir skyldu. En sumir þvinguðu þá til þrælkunar sem þeim höfðu gott gjört (og ei aðeins þetta heldur mun þar og einnin önnur tilsjón yfir þeim höfð vera af því þeir breyttu so illa við þá framandi [) en nokkrir sem þá höfðu meðtekið með gleði og unnt þeim borgarréttsins með sér þá pláguðu þá með stórri pínu. En þeir urðu og slegnir með blindleik (so sem hinir fyrir dýrum þess réttláta) og með so þykkvum myrkrum yfirfallnir að hver einn leitaði að sínum húsdyrum.

Höfuðskepnurnar gengu hver í gegnum aðra so sem strengir á hljóðfæri og hljóða þó til samans svo sem að menn mega vel sjá þar upp á. Því að það sem vant var að vera á þurru landi það var í vatninu og það sem í vatninu var vant að vera það gekk á þurrt land. Eldurinn æstist í vatninu yfir sinn kraft og vatnið gleymdi sinni náttúru að slökkva. Þar þvert á mót þá uppbrenndi login ekki hold dauðlegra skepna sem þar í bland gengu og hann bræddi ekki þann ódauðlega [ mat sem þó auðveldlega bráðnaði so sem ís.

Drottinn, þú hefur vegsamlegt og dýrðlegt gjört þitt fólk alls staðar og hefur ei fyrirlitið það heldur staðið hjá því ætíð í öllum stöðum.

Ending Bókar spekinnar