XI.

Og einn vindur tók mig upp og flutti mig til dyranna á húsi Drottins þeirra sem horfa á móti austrinu og sjá þú, að undir dyrunum voru fimm menn og tuttugu. Og eg sá Jasanja Assúrson á meðal þeirra og Platja Banajason, höfðingana á meðal fólksins. Og hann sagði til mín: „Þú mannsins son, þessir menn hafa illskusamlegar hugsanir og skaðsamlegar ráðagjörðir í þessum stað það þeir segja: Það er enn ekki so nær komið. Látum oss byggja upp húsin. Er hann ketillinn svo erum vér kjötið.

Þar fyrir skaltu, mannsins son, spá í móti þeim.“ Og andi Drottins féll yfir mig og sagði til mín: „Seg þú: Svo segir Drottinn: Þér af húsi Ísraels hafið so talað og eg þekki vel þann andann yðvars hugskots. Þér hafið margan í hel slegið í þessum stað og hans stræti liggja full af dauðum mönnum.

Þar fyrir segir Drottinn Drottinn so: Þeir sem þér hafið í hel slegið þar inni þeir eru kjötið og hann er ketillinn en þér hljótið hér út. Eg vil láta sverðið koma yfir yður sem þér eruð hræddir við, segir Drottinn Drottinn. Eg vil útskúfa yður í burt héðan og gefa yður í annarlegra hendur og eg vil gjöra yður yðvarn rétt að þér skuluð falla fyrir sverði í þeim landsálfunum Ísraels vil eg dæma yður og þér skuluð fornema það að eg sé Drottinn. En staðurinn skal ekki vera yðar ketill, eigi heldur þér kjötið þar út í, heldur vil eg dæma yður í Ísraels landamerkjum. Og þér skuluð fornema að eg er Drottinn. Því að þ´þer hafið ekki gengið eftir mínum boðorðum og ekki haldið mín réttindi heldur hafi þér breytt eftir siðvenju heiðinna þjóða þeirra sem eru í kringum yður.“

Og þann tíð eg spáði svo á deyði Platja Benajason. Þá féll eg fram á mína ásjónu og æpti með hárri raust og sagði: „Óhó Drottinn Drottinn! Hvort viltu nú öldungis gjöra einn enda á öllum þeim sem eftir eru orðnir í Ísrael?“ Þá skeði orð Drottins til mín og sagði: Þú mannsins son, þínir bræður og nánustu frændur og allt Ísraels hús sem enn nú býr í Jerúsalem segja svo hver við annan: Hinir aðrir eru langt í burt flýðir frá Drottni en vér höldum landinu. Þar fyrir þá seg þú: Svo segir Drottinn Drottinn: Já, eg hefi látið drífa þá langt í burt á meðal heiðingjanna og dreift þeim víða um löndin. Þó vil eg snarlega vera þeirra frelsari í þeim löndunum sem þeir eru komnir til.

Þar fyrir seg þú: [ Svo segir Drottinn Drottinn: Eg vil samansafna yður í frá fólkinu og eg vil safna yður úr þeim löndunum sem þér eruð burt dreifðir og eg vil gefa yður það landið Ísrael. Þangað skulu þér koma og í burt taka þaðan allar afguðadýrkanir og svívirðingar. Og eg vil gefa yður eitt samhugað hjarta og eg vil gefa einn nýjan anda í yður og eg vil í burt taka það steinhjarta úr yðru brjósti og gefa yður eitt kjötlegt hjarta svo að þeir munu ganga í mínum setningum og halda mín réttindi og gjöra þar eftir. Og þeir skulu vera mitt fólk, svo vil eg vera þeirra Guð. En þeir sem ganga eftir þeirra sjálfs hjartans afguðadýrkun og svívirðingum þeirra gjörningur vil eg þeim sjálfum í koll kasta, segir Drottinn Drottinn.

Þá flöktu kerúbím þeirra vængjum og hjólin gengu hjá þeim og dýrðin Guðs Ísraels var upp yfir þeim. Og dýrðin Drottins upplyfti sér af staðnum og setti sig upp á fjallið það sem liggur mót austrinu frá staðnum. Og einn vindur lyfti mér upp og flutti mig í einni sýn í Guðs anda í Chaldea til þeirra fanganna og sú sýnin sem eg sá hvarf frá mér. Og eg sagði til fanganna öll þau orð Drottins sem hann hafði vísað mér.