LXXXVI.

Bæn Davíðs.

Drottinn, hneig þitt eyra og bænheyr mig því að eg em vesall og volaður.

Varðveit þú sál mína því eg em [ heilagur, hjálpa þú mér, Guð, þræli þínum sem treystir á þig.

Miskunna þú mér, Drottinn, því að daglegana kalla eg til þín.

Gleð þú sálina þræls þíns þvi að eftir þér, Drottinn, forlengir mig.

Því að þú, Drottinn, ert góður og líknsamur og næsta miskunnsamur við alla þá eð þig ákalla.

Heyr þú, Drottinn, mína bæn og hygg að kveinstafan minnar grátbeiðni.

Í minni ánauð kalla eg til þín, þú vildir nú þá bænheyra mig.

Drottinn, enginn er þér líkur meðal guðanna og þar er ei sá neinn sem svoddan verk kann gjöra sem þú.

Allar þjóðir hverjar þú hefur skapað munu koma og tilbiðja fyrir þér, Drottinn, og þitt nafn dýrka

það þú ert svo máttugur og gjörir dásemdarverkin og þú alleina ert Guð.

Kenn þú mér, Drottinn, þína vegu so að eg gangi í þínum sannleika, varðveit mitt hjarta við það hið [ einkanlega svo að eg óttist þitt nafn.

Eg þakka þér, Drottinn Guð minn, út af öllu hjarta og heiðra þitt nafn eilíflega

því að þín miskunnsemi er mikil yfir mér og mína sálu hefur þú frelsað út af djúpi helvítis.

Guð, hinir dramblátu setja sig upp á móti mér og sá flokkur víkinganna umsitur mína sál og hefur þig ekki sér fyrir augum.

En þú, Drottinn Guð minn, ert mildur og miskunnsamur, þolinmóður og mikillrar miskunnsemdar og sannarlegur. [

Líttu til mín og miskunna mér, styrk þræl þinn með þínum krafti og hjálpa þú son þinnar ambáttar.

Gjör þú eitt teikn við mig mér til góða svo það sjái þeir eð mig hata og skammist sín það þú, Drottinn, hjálpar mér og huggar mig.