XXIIII.

[ Eftirfylg ekki vondum mönnum og girnst ekki með þeim að vera því að hjarta þeirra hugsar að gjöra skaða og varir þeirra tala flærð.

Með visku uppbyggist húsið og staðfestist með skynsemd.

Af skikkanlegri heimilisforstöðu uppfyllast geymsluhúsin með alls kyns dýrlegum fegurstum auðæfum.

Vitur maður er styrkur og skynsamur maður er mikillra krafta

því að með ráði hlýtur bardaganum framfylgt að verða og hvar eð margir ráðgjafar eru þar er sigur.

Fávísum manni er viskan of há, hann þorir ei sínum munni í borgarhliðinu upp að lúka.

Hver eð sjálfum sér skaða gjörir sá má með réttu kallast [ höfuðstrákur.

Afglapans uppsátur er synd og háðgjarn maður er fyri mönnum svívirðilegur.

Frelsa þá sem til [ dauða verða leiddir og gjör þig ei fráhverfan þeim sem líflátast skulu.

Ef þú segir: „Vér höfum þar ekki skyn á“ þenkir þú sá sem rannsakar hjörtun merki það ekki og sá sem geymir sálar þinnar viti það ekki og gjaldi manninum eftir sínum verkum?

Neyttu [ hunangsins, minn son, því að það er gott og hunangsseimurinn er sætur þínum hálsi.

Svo og lær þú visku fyrir þína sál, nær þú finnur hana, þar eftir mun þér vel vegna og von þín mun ekki að öngu verða.

Umsit ekki svo sem ómildur maður hús hins réttferðuga og spill ekki hans [ hvíld

því [ sjö sinnum á deginum fellur réttlátur og rís upp aftur en óguðrækir menn niðursökkva í ólukku.

Fagna ekki yfir falli óvinar þíns og lát þitt hjarta ekki hlakka yfir hans óförum

að Drottinn sjái það og líki honum illa og víki reiði sinni frá honum.

Reiðst ekki vegna vondra manna og öfunda ekki þann ómilda

því sá vondi hefur ekki upp á neitt að vona og skriðljós ómildra slokknar. [

Son minn, óttast þú Guð og kónginn og samlaga þig ekki við upphlaupsama

því að þeirra glatan mun voveiflega að koma og hver veit nær kemur þeirra ólukka? [

Það votta og vitrir menn að manngreinarálit í dómi er ekki gott.

Hver svo segir til hins ómilda: „Þú ert réttvís“ þeim bölvar lýðurinn og þann hatar fólkið. En þeir sem straffa hann þeir þóknast vel og ríkugleg blessan kemur yfir þá. [

Réttvíslegt andsvar er svo sem kærleikskoss.

Framkvæm í fyrstu utanstokks útvegu þína og erja þinn akur, þar næst uppbyggðu þitt hús.

Ber þú ekki að þarflausu vitni í móti náunga þínum og svík öngvan með þínum munni. [

Seg þú ekki: „Líka svo sem við mig er gjört vil eg gjöra við aðra og sérhverjum gjalda eftir sínu verki.“ [

Eg gekk hjá akri hins lata og framhjá víngarði hins fávísa og sjá, að þar var fullt með þisla og hulið með þyrna og garðar niðurfallnir. Þegar eg það sá hugsaði eg þar eftir, eg athugaði og lærði þar af.

[ Vilt þú enn sofa stundarkorn og halla þér litla hríð og saman leggja litla stund hendur þínar að þú hvílir þig? En þín armóð mun að þér koma sem einn vegfarandi og þín fátækt sem einn herklæddur maður.