CIII.

Sálmur Davíðs.

Lof seg þú, önd mín, Drottni og allt hvað í mér er hans heilögu nafni.

Lof seg þú Drottni, sála mín og forgleym ei öllu því góðu sem hann hefur gjört mér,

hann hver eð fyrirgefur þér allar þínar syndir og græðir allar þínar meinsemdir,

hver eð frelsar þitt lít út af fordjörfuninni og kórónar þig með mildi og miskunnsemi,

hver eð þinn munn glaðværan gjörir og endurnýjar þig og ungan gjörir, líka sem annan örn.

Drottinn hann útvegar þeim réttlæti og dóm öllum sem rangindin líða.

Hann lét Mosen vita sína vegu og sonu Ísrael sín verk.

Líknarfullur og miskunnsamur er Drottinn, þolinmóður og harla góðgjarn. [

Hann er ei alla ævina bystur og reiðist ekki eilíflegana.

Hann breytir ei viður oss eftir vorum syndum og endurgeldur oss ekki eftir vorum misgjörningum.

Því að so hátt sem það himinninn er upp yfir jörðinni þá lætur hann sína miskunnsemi mikla vera yfir þeim sem hann óttast.

Svo fjarri sem það austrið er vestrinu so lætur hann vorar misgjörðir oss fjarlægar vera.

Líka sem það faðirinn er börnunum líknsamur, eins þá er Drottinn miskunnsamur við þá sem hann óttast.

Því að hann veit hvaða [ verkefnum vér erum, honum til hugar kemur það vér erum duft jarðar.

Maðurinn er um sína lífdaga sem annað gras, líka sem blómsturið akursins blómgast hann.

Nær eð andinn í burt líður af honum þá er hann ei meir og hans [ staður þekkir hann ei lengur.

En miskunn Drottins varir um aldur og ævi yfir þeim sem hann óttast og hans réttlæti er yfir barnabörnum,

í hjá þeim sem varðveita hans sáttmála og minnast á hans boðorð svo að þeir gjöri þar eftir.

Drottinn hefur sinn veldisstól á himnum tilbúið og hans ríki það drottnar yfir öllum hlutum.

Lof segið Drottni, þér allir hans englar, þér öflugar kempur sem hans erindi útrétta, svo að heyrist raust hans orða. [

Lof segið Drottni, allar hans hersveitir, hans þénarar, þér sem hans vilja gjörið.

Lof segið Drottni, öll hans verk í öllum áttum hans herradæmis, lof seg þú, önd mín, Drottni.