CXL.

Sálmur Davíðs fyrir að syngja.

Frelsa þú mig, Drottinn, í frá þeim vondu mönnum, varðveit mig fyrir þeim illskufullum lýð,

þeir eð hugsa illt í sínum hjörtum og daglega ófrið upphefja. [

Þeir hvetja sínar tungur sem höggormar, nöðrueitur er undir þeirra vörum. Sela.

Varðveit mig, Drottinn, fyrir hendi óguðhræddra, geym þú mín fyrir þeim illskumönnum sem þenkja minni göngu um að velta.

Hinir dramblátu leggja snörur fyrir mig og breiða út vélastrengi mér til ánetjunar og egna upp tálgildrurnar fyrir mig á veginum. Sela.

En eg segi til Drottins: „Þú ert minn Guð.“ Heyr þú, Drottinn, mína grátbeiðni.

Drottinn Drottinn er mitt flugt hjálpræði, þú ert hlíf mínu höfði í bardaganum.

Drottinn, veit ekki ómildum sína girnd, styrk ekki þeirra mótþróan svo að þeir megi forhefja sig þar út af. Sela.

Svo ógæfan af hverri að óvinir mínir ráðgast um falli hún yfir þeirra höfuð.

Hann mun eldingum útausa yfir þá, meður eldi mun hann þá djúpt í jörðina niðurslá svo að þeir standi trautt aldrei upp.

Málugur munnur mun öngri gæfu stýra á jörðu, einn vondur illskufullur maður mun fordrifinn og útrekinn verða.

Því að eg veit það Drottinn mun á málefni hins fáráða og á réttarfar hins fátæka dómsaðkvæði leggja.

En hinir réttferðugu munu þó þínu nafni þakkir gjöra og hinir réttvísu þeir munu fyrir þínu augliti blífa.