XIX.

Á þeim tíma var enginn kóngur yfir Ísrael. Og einn Levíti var framandi hjá fjallbyggðum Efraím og hann hafði tekið sér eina frillu til eignar af Betlehem Júda. Og sem hún hafði framið hór hjá honum svo hljóp hún frá honum í síns föðurs hús til Betlehem Júda og var þar í fjóra mánaði. [

En bóndi hennar tók sig upp og fór eftir henni og vildi tala vingjarnlega við hana og fá hana til sín aftur og hann hafði með sér einn svein og tvo asna. Og hún leiddi hann í sitt föðurs hús. En sem faðir kvinnunnar sá hann varð hann glaður og tók vel við honum. Og hans mágur, kvinnunnar faðir, hélt honum svo hann var hjá honum í þrjá daga, átu og drukku og voru þá nótt til samans.

Á þeim fjórða degi bjuggu þau sig mjög snemma til og hann stóð upp og vildi ferðast sinn veg. Þá sagði faðirinn kvinnunnar til síns mágs: „Lífga þitt hjarta áður með litlu brauði og eftir það skulu þið ferðast.“ Og þeir settust niður, átu báðir til samans og drukku. Og faðir kvinnunnar sagði til mannsins: „Kæri, blíf hér þessa nótt og gleð þitt hjarta.“ En sem maðurinn stóð upp og vildi ferðast þá nauðgaði hans mágur honum so hann var þar um nóttina.

En fimmta dag að morni bjóst hann til sinnar ferðar snemmendis og vildi fara af stað. Þá sagði faðir kvinnunnar: „Kæri, lífga þú áður þitt hjarta.“ Og hann tafði fyrir honum þangað til að dagurinn var liðinn og þeir neyttu báðir saman. Eftir það bjó maðurinn sig og vildi ferðast með sinni kvinnu og með sínum þénara. En hans mágur, kvinnunnar faðir, sagði til hans: „Sjá, dagurinn er liðinn og komið er að kveldi. Vertu hér þessa nótt; sjá, hér er enn herbergi þennan dag. Vert hér í nótt og gleð þitt hjarta. Á morgun farið þegar snemmendis ykkarn veg til þíns heimilis.“

En maðurinn vildi ekki vera þar um nóttina heldur bjó sig til og fór í burt sinn veg og kom til Jebús, það er Jerúsalem, með báða sína asna klyfjaða og hans frilla með honum. [ Sem þau komu nú nær Jerúsalem leið mjög á daginn. Og sveinninn sagði til síns herra: „Kæri, förum og víkjum í þennan Jebusiter stað og verum þar í nótt.“ En hans herra svaraði honum: „Eigi vil eg koma í þennan framanda stað sem ekki er af Israelissonum heldur skulum við fara til Gíbea.“ Og hann sagði til síns sveins: „Hraða þér so vér konunst einhvers staðar til náttstaðar, annað hvort í Gíbea eða Rama.“

Og þeir ferðuðust og fóru sína leið og sól rann til viðar þá þeir komu mjög svo að Gíbea sem að liggur undir Benjamín. Þeir fóru þangað svo þeir væri þá nótt í Gíbea. Og er hann kom þar setti hann sig niður á stræti staðarins því þar var enginn sem honum vildi ljá herbergi um nóttina.

Og sjá, þar kom einn gamall maður að kveldi frá sínu arfiði á akri, hann var og svo af Efraímsfjalli og einn framandi í Gíbea. En börgarmenn þess staðar voru synir Jemíní. Nú sem þessi maður upplyfti sínum augum og sá þann vegfaranda mann á strætinu þá sagði hann til hans: „Hvert vilt þú fara eða hvaðan komst þú hingað?“ Hann svaraði honum: „Vér fórum frá Betlehem Júda og förum nú til fjallshlíðar Efraím því þar á eg heima. Eg fór til Betlehem Júda en fer nú aftur til Guðs húss og enginn vill ljá mér herbergi. Vér höfum hey og fóður til vorra asna, brauð og vín handa mér og þinni ambátt og sveininum sem með þínum þénara fer svo oss vantar ekkert.“ Hinn gamli maður svaraði: „Friður sé með þér. Allt hvað sem að þig vantar það skalt þú finna hjá mér. Ligg þú ekki í nótt á opnu stræti.“ Og hann leiddi hann í sitt hús og gaf hans ösnum fóður og þau þvoðu sínar fætur, átu og drukku.

Og sem þeirra hjörtu voru nú glöð, sjá, þá komu þar borgarmenn, argir skálkar, umkringdu húsið, börðu á dyrnar og sögðu til þess gamla manns sem var húsbóndinn: „Leið þann mann út hingað sem kominn er í þitt hús svo vér megum kenna hann.“

En húsbóndinn hússins gekk út og sagði til þeirra: „Nei, mínir bræður, gjörið ekki so illt verk fyrst að þessi maður er kominn í mitt hús, gjörið ekki þvilíkt heimskupar. [ Sjá, eg hefi eina dóttir sem enn nú er óspillt og ein jungfrú og þessi maður hefur frillu, þær vil eg leiða út til yðar. Vanvirðið þær og breytið við þær svo sem yður lystir en gjörið eigi svoddan heimskupar þessum manni.“ En fólkið vildi eigi hlýða honum. Þá tók maðurinn sína frillu og leiddi hana út til þeirra og þeir kenndu hennar og misþyrmdu henni alla þá nótt allt til morguns. Og sem dagur rann létu þeir hana lausa. Síðan kom kvinnan snemma morguns heim aftur og féll niður fyrir þess manns húsdyrum þar hennar herra var inni og lá þar þangað til að bjart var.

En sem hennar húsbóndi stóð upp um morguninn og upplét dyrnar á húsinu og gekk út að reisa sinn veg, sjá, þá lá hans frilla þar fyrir húsdyrunum og hennar hendur á þrösköldinum. Hann sagði til hennar: „Statt upp, vér viljum ferðast.“ En hún svaraði öngu. Þá tók hann hana upp á asnann, bjó sig til og ferðaðist til síns heimilis. En sem hann kom nú heim tók hann einn kníf og gekk til sinnar frillu og hlutaði hana í sundur, með beinum og öllu, í tólf stykki og sendi þau í öll Ísraels landamerki. En hver sem það sá þá sögðu allir svo: „Þvílíkt hefur eigi skeð eða verið séð síðan að Ísraelssynir drógu af Egyptalandi allt til þessa dags. Nú hugsið yður um og gefið til ráð og segið fram.“