XLIIII.

Svo heyr nú, minn þjón Jakob, og Ísrael, þann eg hefi útvalið. [ Svo segir Drottinn sá eð þig hefur gjört og tilreitt, sá eð þér hjástoð veitir allt frá móðurkviði: Óttast þú ekki, minn þjón Jakob, og þú hinn ágætlegi hvern eg hefi útvalið. Því að eg mun vötnum úthella yfir hina þyrstugu og vatsstraumum yfir hina þurru. Eg mun úthella mínum anda yfir þitt sæði og minni blessan yfir þína eftirkomendur so að þeir skulu vaxa sem gras og so sem víðir við vatslæki. Þessi mun segja: Eg em Drottins, og hinn mun nefndur verða með því nafninu Jakob og þessi mun með sinni hendi tilskrifa sig Drottni og mun meður því nafninu Ísrael nefndur verða.

So segir Drottinn, sá kóngurinn Ísraels og hans frelsari, Drottinn Sebaót: Eg em hinn fyrsti og em eg hinn síðasti og fyrir utan mig er enginn Guð. Og hver er méðr líkur? Eg sem kallar og kunngjörir og tilreiði mér það, eg sá sem í frá veraldarinnar upphafi tilskipa fólkið. Látið þá kunngjöra þeim táknin og hvað koma skal. Óttist þér ekki og hræðist ei. Hefi eg ekki í það sinn látið þig það heyra og kunngjört þér það? Því að þér eruð mínir vottar. Hvert er þar nokkur annar Guð utan eg? Þar er enginn skapari, eg veit og öngvan annan.

Þeir sem skúrgoð smíða eru allir samt hégómi og þeirra hið kostulegasta er engin nytsemi. [ Þeir eru þeirra vottar og sjái ekki neitt, skynja og ekki neitt. Þar fyrir þá hljóta þeir til skammar að verða.

Hvernin eru þeir sem einn afguð gjöra og steypa eitt skúrgoð þeim sem til einskis er neytt? Sjá, allir þeirra hluttakendur verða til skammar það þeir eru hagleiksmeistarar af mönnum til. Því þó þeir komi allir til samans þá hljóta þeir þó líka vel óttablandnir að vera um sig og til skammar að verða.

Einn smíðar járnið og sýður það í aflinum og tilreiðir það með hamrinum og erfiðar þar upp á með öllu afli síns handleggs, þolir einnin svengd þangað til hann orkar eigi meir, drekkur og ekki vatn þangað til að hann mæðist.

Hinn annar smíðar tréð og mælir það með mæliþræðinum og teiknar það með rauðsteininum og höggur það um kring og strikar það út og gjörir það so sem aðra mannsmynd, so sem einn fagran mann þann í húsinu býr. [ Hann gengur djarft þar að á meðal trjánna í skóginum það hann sedrusviðinn niðurhöggvi og taki beykivið og eikitré, já eitt plantað sedrustré og það sem af regninu er uppvaxið og það mönnum væri til eldiviðar. Hvar af þeir taka hvað þeir verma sig við og kveikja þar upp með og baka þar brauð við. Af því gjörir hann eitt goð og tilbiður það sama. Hann gjörir þar einn afguð út af og hnékrýpur þar fyri. Helminginn þar frá uppbrennir hann í eldi og yfir öðrum helminginum etur hann kjöt. Hann steikir steik og mettar sig, vermir sig einnin og segir: Hei já, eg em heitur vorðinn! Mína líking hefi eg séð á eldinum.“ En það annað sem eftir er gjörir hann að guði so að það sé hans afguð þar eð hann hnékrýpur fyrir, framfellur og tilbiður og segir: Frelsaðu mig því að þú ert minn guð.

Þeir vita ekki neitt og skilja ekki neitt því að þeir eru forblindaðir so að þeirra augu sjái ekki og kunna ekki að skilja neitt í sínum hjörtum og það inngengur ekki í þeirra hjarta. Þar er og engin skynsemi né vitsmunir fyrir höndum so að þeir hugleiddu það: Helmingurinn þar frá hefi eg með eldi uppbrennt og á glóðunum hef eg brauð bakað og kjöt steikt og það etið og skyldir nú af því sem auk væri gjöra eitt skúrgoð og skyldir hnékrjúpa fyrir einum trédrumb hvers partur að vorðinn er að ösku og heimskar það hjartað sem sig hneigir til þess hins sama og það ekki kann hans sálu að frelsa. En þó hugleiðir hann ekki að því: Er það ekki falskleiki sem mmín hægri hönd gjörir?

Minnstu það, Jakob og Ísrael, því að þú ert minn þjón, eg hefi tilreitt þig að þú sért minn þjón, Ísrael, forgleymdu mér ekki. Eg afmá þínar misgjörðir sem annað ský og þínar syndir sem aðra þoku. Snú þér til mín það eg frelsa þig. Lofsyngi, þér himnar, því að Drottinn hefur gjört. Kalla hátt, þú jörð hér niðri, þér fjöllin, verið glaðvær með lofsöng, skógurinn og öll trén þar inni, því að Drottinn hefur endurleyst Jakob og er dýrðarsamlegur í Ísrael.

So segir Drottinn, þinn endurlausnari, sá eð þig hefur tilreitt í frá móðurkviði: Eg em sá Drottinn sem alla hluti gjörir, hver eð himininn útbreiðir alleina, sá eð jörðina útvíkkar án nokkurs tilstyrks, hver eð teiknin forsagnaranna ónýtir og spásögumennina að heimsku gjörir, sá eð vitringunum snýr til baka og þeirra vísdóm að fávisku gjörir en staðfestir orð síns þjóns og fullkomnar ráðið sinna sendiboða sem til Jerúsalem segja: Vertu byggð, og til staðanna í Júda: Verið byggðir – og eg upprétti þeirra foreyðing, eg sem segi til undirdjúpsins: Þverra þú, og til vatsstraumanna: Þurrkist upp; eg sem segi til Cyrus: [ Sá er minn hirðir og hann skal fullkomna allan minn vilja so að sagt verði til Jerúsalem: Vertu uppbyggð, og til musterisins: Þú skalt grundvallast.