XXXIIII.

Sálmur Davíðs þá eð hann breytti andliti sínu fyrir Abímelek hver eð rak hann frá sér og hann fór í burt. [

Alla tíma vil eg lofa Drottin, hans lofgjörð skal ætíð vera í mínum munni.

Mín sála skal hrósa sér í Drottni so það heyri hinir fáráðu og gleðji sig.

Vegsami þér Drottin meður mér og látum oss alla til samans upphefja hans nafn.

Þá að eg leitaði Drottins andsvaraði hann mér og frelsaði mig út af allri minni hræðslu.

Þeir eð á hann líta og til hans [ flykkjast þeirra augsjón verður ekki til vansemdar.

Þá þessi hinn fátæki kallaði þá bænheyrði Drottinn hann og hjálpaði honum út af allri sinni ánauð.

Engill Drottins hann fylkir sér í kringum þá sem hann óttast og hjálpar þeim þaðan.

Smakki þér og sjáið hversu Drottinn hann er ljúfur, sæll er sá maður hver eð á hann treystir.

Óttist Drottin, þér hans heilagir, því að þeir sem hann óttast hafa öngvan brest.

Hinir ríku munu við þurfa og hungur líða en þeir sem leita Drottins munu öngvan skort hafa af alls kyns góða.

Komið hingað, börn, hlýðið mér, ótta Drottins vil eg kenna yður.

Hver er sá manna sem girnist lífið og gjarnan vill hafa góða daga? [

Þá [ vara þú þína tungu í frá illu og þínar varir svo að þær tali ekki neina flærð.

Lát af illu og gjör hið góða, leita friðarins og fylg honum eftir.

Augu Drottins líta á hina réttlátu og hans eyru á þeirra kall

en andlit Drottins skyggnir yfir þá sem illa gjöra svo það hann í burt skafi þeirra minning af jörðu.

Nær eð hinir (réttlátu) kalla þá heyrir Drottinn það og hjálpar þeim sem sorgbitnir eru í huganum.

Sá hinn réttláti hlýtur margt að þola en Drottinn frelsar hann út af því öllu saman.

Hann forsvarar honum öll hans bein so að ei eitt af þeim í sundur brotnar.

Ógæfan hún drepur hinn ómilda og hinir sem hata þann réttláta þeir munu sekir verða.

Drottinn hann frelsar sálir sinna þjónustumanna og allir þeir eð á hann treysta munu sýkn saka verða.