CXI.

Halelúja.

Eg þakka þér, Drottinn, af öllu hjarta, út í ráði og í samkundu réttlátra.

Mikil eru verkin Drottins, hver hann stundar þau sá hefur lysting þar inni.

Hvað hann skipar það er loflegt og dýrðlegt og hans réttlæti blífur eilíflegana.

Eina minning hefur hann gjört sinna stórmerkja, sá hinn líknsami og miskunnsami Drottinn.

Þeim gefur hann fæðslu sem hann óttast, eilíflegana þá minnist hann síns sáttmála.

Sín kraftaverk lætur hann kunngjöra sínu fólki það hann gefi því arfleifðina heiðinna þjóða.

Verkin hans handa eru sannleikur og réttindi, öll hans boðorð eru réttileg,

þau eru staðfest um aldur og að eilífu og ske í sannleik og réttvísi.

Hann sendir endurlausn sínu fólki, hann lofar það sinn sáttmáli skuli blífa eilíflegana, heilagt og [ herralegt er hans nafn.

Upphafið vísdómsins er ótti Drottins, það er ein ágæt viska, hver hann gjörir þar eftir þess lofstír blífur eilíflega. [