XVI.

Og orð Drottins skeði til mín og sagði: Þú mannsins son, kunngjör þú borginni Jerúsalem hennar svívirðingar og seg þú: So segir Drottinn Drottinn til Jerúsalem: Þitt kynferði og þín ætt er af Kanaanslandi, þinn faðir af Amoreis og þín móðir af þeim Heteis. Þú fæddist svo, þinn nafli er ekki umskorinn þá eð þú varst fædd, svo hafa þeir og ekki laugað þig í vatni svo að þú skyldir verða hrein og eigi heldur núið þig í salti og eigi heldur vafið þig í reifum. Því að enginn sá aumur á þér né kenndi í brjóst um þig svo að hann veitti þér eitt af þessu heldur varð þér útkastað sem útburði, so fyrirlitin var þín sála þann tíð þú vart fædd.

En eg gekk framhjá þér og sá þig liggja í þínu blóði og sagði til þín, þar eð þú veltist svo í þínu blóði: „Þú skalt lifa“, já til þín sagða eg, þar eð þú veltist um í þínu blóði: „Þú skalt lifa.“ Og eg hefi fætt þig upp og látið þig vaxa svo sem ávöxtinn á akurlendinu. Þú vart vaxin, stór og fögur orðin, þín brjóst voru vaxin og þú hafðir fengið langt hár og fagurt. En þú vart þá enn nú ber og nakin. Og eg gekk framhjá þér og leit til þín og sjá þú, að það var tími til að [ biðja þín. Þá útbreidda eg mitt fat yfir þig og breiddi yfir þína blygðan. Og eg trúlofaði þér því að þú skyldir vera mín og gaf mig út í einn sáttmála við þig, segir Drottinn Drottinn.

Og eg laugaði þig með vatni og þvoði þig af þínu blóði og smurði þig með balsamum og klæddi þig með kostulegum klæðnaði og dró á þig flugelsskó. Eg gaf þér prýðileg línklæði og silkislæður og prýdda þig með forkostulegu skarti og lagði spengur á þína armleggi og festar á þinn háls og fékk þér gullhlað á þitt enni og eyrnahringa í þín eyru og eina virðilega kórónu á þitt höfuð. Snöggt að segja, þú vart skrýdd með gull og silfur og klædd með línklæðum, pelli og purpura. Þú átst ekki utan hveiti, hunang og viðsmjör og þú varst frábærlega væn og hlaust það konungsríkið. Og þín frægð barst út á meðal heiðinna þjóða fyrir þinnar fegurðar sakir sem algjörlegana er fullkomnuð, vegna þess búnings sem eg festi á þig, segir Drottinn Drottinn.

En þú forlést þig upp á þitt fegurðarskruat og af því þú vart svo víðfræg þá drýgðir þú hóranir so að þú gjörðir þig almennilega fyrir hverjum manni sem gekk fram um hjá þér og gjörðir hans vilja. Og þú tókst af þínum klæðum og gjörðir þér mislit altari þar út af og framdir þína hóran þar upp á sem aldreigi skeði fyrr né ske mun.

Þú tókst af þínu fegurðarskarti sem eg gaf þér af mínu gulli og silfri og gjörðir þér mannsmyndir þar út af og drýgðir þína hóran meður þeim. Og þú tókst þín kostulegustu klæði og skrýddir þær þar með og lagðir mitt oleum og reykelsi fyrir þær. Minn mat sem eg gaf þér til fæðu, hveiti, viðsmjör og hunang, lagðir þú fyrir þær til sætleiks ilms.

Já það kom enn so langt, segir Drottinn Drottinn, að þú tókst þína syni og dætur sem þú fæddir mér og offraðir þá þeim til fæðslu. [ Þenkir þú þá að þín hóran sé einn lítilsháttar hlutur það þú slátrar mínum börnum og lætur brenna þau upp fyrir þeim? Þú hefur enn nú aldreigi í þinni svívirðing og hóran hugleitt þinn æskutíma, hversu ber og allnakin þú varst og veltist í þínu blóði.

Og umfram alla þessa þína illsku – Ach, vei, vei þér! – segir Drottinn Drottinn, þá byggir þú þér bjargkirkjur og gjörir þér bjargaltari á öllum strætum og fremst á öllum vegamótum byggir þú þér bjargaltari og gjörir þinn fegurðarblóma til svívirðingar, þú slær þínum fótum í sundur mót öllum þeim sem kringum þig ganga og drýgir mikla hóran. [

Fyrst þá drýgðir þú hóran við Egyptalandssonu, þína nágranna sem höfðu kjöt mikið og framdir miklar hóranir mér til styggðar. En eg útrétti mína hönd móti þér og aftraði þér þinni breytni og yfirgaf þig í vild þinna óvina Philisteisdætra sem skömmuðust sín vegna þíns skammarlegs athæfis.

Þar eftir á drýgðir þú hóranir viður þá sonu Assúr og þú kunnir ekki að seðjast þar út af. Já, þá eð þú hafðir drýgt hóranir meður þeim og þú kunnir ekki að seðjast þar út af þá framdir þú enn meiri hóranir í Kanaanslandi, inn til Chaldeis, og þú kunnir enn ekki að seðjast þar með. Hvernin skal eg þá umskera þitt hjarta, segir Drottinn Drottinn, með því að þú gjörir svoddan einnrar höfuðskækju gjörning þar með að þú byggir þínar bjargkirkjur fram á öllum vegamótum og smíðar þín altari á öllum strætum?

Þar til með vart þú ekki sem ein önnur portlífiskona sem kaupast kann með peningum og eigi heldur svo sem sú hórkona sem tekur annan í staðinn síns manns. Því að öllum öðrum portlífiskonum gefast peningar til en öllum þínum fylgjumönnum þá gefur þú peninga til og bígáfar þá so að þeir komi alla vegana til þín og drýgi hóranir með þér. Og það finnst hjá þér þvert á móti siðvenju annarra kvenna með þinni hóran af því að maðurinn hann hleypur ekki eftir þér heldur gefur þú honum þar peninga til en hann ekki þér, so breytir þú þar þvert á móti.

Þar fyrir þá heyr, þú hóra, orð Drottins. Svo segir Drottinn Drottinn: Með því að þú gefur svo gjarnan peninga þar til og með þínu portlífi uppflettir þinni blygðan fyrir þinum fylgjumönnum og þinni svívirðing í móti öllum afguðum og það þú úthellir blóðinu þinna barna þeirra sem þú offrar þeim, þar fyrir þá sjá þú, öllum þínum fylgjumönnum meður hverjum að þú hefur lysting framið, ásamt með öllum þeim sem þú heldur fyrir vini, vil eg samansafna til þinna óvina. Og eg vil samansafna þeim hvorutveggja á móti þér alla vegana og uppfletta fyrir þeim þinni blygðan so að þeir skulu gjörvallega sjá þína [ skömm. Og eg vil láta dóminn hórdómskonunnar og þeirrar eð blóðinu úthellir ganga yfir þig. Og eg vil úthella þínu blóði með grimmd og vandlætingu. Og eg vil gefa þig í þeirra hendur so að þeir skulu ofanbrjóta þínar bjargkirkjur og niðurslá þín bjargaltari og færa þig úr þínum klæðum og taka þinn kostulegan búning frá þér og láta þig svo sitja snauða og alnakta.

Og þeir skulu innleiða yfir þig mikinn fólksfjölda sem þig skulu grjóti grýta og í sundur höggva þig meður sínum sverðum og uppbrenna þín hús með eldi og gjöra þér þinn rétt fyrir augsýn margra kvenna. Svo vil eg gjöra einn enda á þínu saurlífi so þú ekki lengur gefir þar peninga til. Og eg vil kæla mína heift á þér og seðja á þér mína vandlæting að eg megi hvílast og þurfi ekki meir so reiður að vera. Af því að þú hefur ekki hugleitt þinn æskutíma heldur reitt mig til reiði meður öllum þessum, þar fyrir vil eg og einnin leggja alla þína gjörninga upp á þitt höfuð, segir Drottinn Drottinn, þó að eg hafi enn ekki gjört þar með, eftir þeirri skammarlegri breytni í þínum svívirðingum.

Sjá þú, allir þeir sem plaga að iðka málsháttu þeir skulu hafa þennan málshátt um þig: „Dótturin er svo sem móðurin.“ Þú ert dóttir þinnar móður, þeirrar sem rak út bónda sinn og börn og þú ert systur þinna systra sem útráku sína bændur og börn. Yðar móðir er ein af Heteis og yðar faðir einn af Amoreis. Samaria er þín hin stærri systir með hennar dætrum sem búa þér til vinstri hliðar og Sódóma er þín hin minni systir með hennar dætrum sem búa þér til þinnar hægri hliðar. Þó að þú hafir ekki lifað eftir þeirra athæfi og eigi heldur gjört eftir þeirra svívirðingum þá brestur þar þó ekki mikið á að þú hafir gjört verra en þær í öllu þínu athæfi.

Svo sannarlega sem eg lifi, segir Drottinn Drottinn, Sódóma þín systir og hennar dætur hafa ekki gjört sem þú og þínar dætur. [ Sjá þú, þetta var misgjörðin systur þinnar Sodoma: Drambsemi, bílífi og friður góður sem hún og hennar dætur þær höfðu en hjálpuðu ekki hinum fátæka og nauðþurftuga heldur voru þær drambsamar og gjörðu svívirðingar fyrir mér. Þar fyrir svipta eg þeim í burt þá að eg tók til að skyggna þar að.

Svo hefur og einnin Samaria ekki gjört helminginn af þínum syndum. En þú gjörðir þína svívirðing miklu meiri en .það hún hefur gjört svo að þú hefur gjört þína systur fróma hjá þér með öllum þeim svívirðingum sem þú gjörðir. Svo ber þú nú einnin þína skömm, þú sem þína gjörir hana svo frómari en þú ert. Af því skammast þín og einnin og ber sjálf þína skömm fyrst að þú hefur gjört þína systur fróma hjá þér.

En eg vil snúa þeirra herleiðingum, sem er [ þessarar Sodoma og hennar dætra og þeirri herleiðingunni Samarie og hennar dætra og þá hina herleiddu í þessari þinni herleiðingu meður þeim svo að þú skalt sjálfur bera þína skömm og forsmán fyrir allt það sem þú hefur gjört og þó skulu þér samt verða huggaðir. Og þín systir, þessi Sodoma og hennar dætur, skulu snúast líka sem þær voru forðum daga og Samaria og hennar dætur skulu snúast líka sem þær voru fyrr meir, þar til með skaltu einnin og þínar dætur snúast líka sem að þér voruð forðum daga. Og þú skalt ekki meir hrósa þinni systur Sodoma so sem á tíma þinnar drambsemi þá þín illska var enn ekki opinber, svo sem á þeim tíma þá eð Sýrlandsdætur og þær Philisteisdætur skömmuðu þig á alla vegu og forsmáðu þig allt um kring, þá eð þér hlutuð að bera yðar skammir og svívirðingar, segir Drottinn Drottinn.

Því svo segir Drottinn Drottinn: [ Eg vil gjöra við þig líka sem þú hefur gjört að þú forsmáðir eiðinn og brýtur sáttmálann. En eg vil minnast á minn sáttmála sem eg gjörða við þig á þínum æskualdri og eg vil uppbyrja einn eilífan sáttmála við þig. Þá muntu minnast á mína vegu og skammast þín nær eð þú skalt taka að þér þína stærri og hina minni systur sem eg vil gefa þér til dætra. En ekki út af þínum sáttmála heldur vil eg uppreisa minn sáttmála við þig so að þú skalt formerkja að eg er Drottinn, so þú minnist á það og skammist þín og það þú dirfist eigi að upplúka þinn munn fyrir kinnroða sakir nær eð eg vil fyrirgefa þér allt þetta sem þú hefur gjört, segir Drottinn Drottinn.