XXI.

Davíð kom til Nóbe til Ahímelek kennimanns. [ Og Ahímelek hnykkti við þá eð hann mætti Davíð og sagði til hans: „Því kemur þú svo alleina svo að ekki er einn maður með þér?“ En Davíð svaraði Ahímelek: „Kóngurinn bífalaði mér eitt erindi og bannaði mér að segja nokkrum, hvar fyrir hann sendi mig svo, eða hvað hann vildi eg gjörði. Því hefi eg svo sent mína menn hingað og þangað frá mér. En hafir þú nokkuð þér í hendi, eitt brauð eða fimm, þá gef mér þau í mína hönd eða hvað þú getur fundið.“

Ahímelek svaraði Davíð og sagði: „Eg hefi ekkert almennilegt brauð undir minni hendi nema þau sem heilög eru. Hafi aðeins sveinarnir haldið sér frá kvenna samvistum.“ Davíð svaraði kennimanninum og sagði: „Kvinnurnar voru þrjá daga geymdar frá oss þá eg fór út og öll sveinanna ker voru heilög. En sé þessi vegur óheilagur þá skal hann helgast í dag fyrir kerin.“ Þá gaf kennimaðurinn honum af því helgaða því hann hafði ekki annað brauð utan þau skoðunarbrauð sem upp voru látin fyrir Drottin að menn skyldu leggja ein önnur ný brauð aftur þá þau væru í burt tekin á sama degi.

En þar var einn maður inniluktur þann dag fyrir Drottni af þénurum Saul hver eð hét Dóeg, einn Edomiter. [ Hann var máttkastur af hirðörum Saul. Og Davíð sagði til Ahímelek: „Hefur þú undir þinni hendi spjót eður sverð? Eg tók ei mitt sverð né nein vopn með mér það so bar bráðan að um kóngs erindi.“ Kennimaðurinn svaraði: „Golíats sverð hvern þú slóst í Eikardal er hér og er sveipað í einu klæði til baka við lífkyrtilinn. Viljir þú það hafa svo tak það því að hér er ekki sverð annað en þetta.“ Davíð svaraði: „Ekkert annað er jafngott, fá þú mér það.“

Og Davíð tók sig upp og forðaðist Saul og kom til Akís sem var kóngur í Gat. [ En Akís þénarar sögðu til hans: „Hér er kominn Davíð, kóngur landsins, af hverjum þær sungu í dansinum og sögðu: Saul vann sigur á þúsund en Davíð á tíu þúsund.“ Davíð hugfesti þessi orð og var hræddur mjög við Akís kóng af Gat. Hann torkennir sig fyrir þeim og lætur sem hann detti í þeirra höndum og rekur sig á dyrustafina í portinu og hrækir í skegg sér. Þá sagði Akís til sinna manna: „Sjáið, þér sjáið að þessi maður er vitstoli. Því leiddu þér hann fyrir mig? Eða hefi eg ekki nóga vitlausa skiptinga að þér leidduð hann þó hingað að hann skyldi ærast hér fyrir augum mér? Skyldi hann koma í mitt hús?“