LXIII.

Sálmur Davíðs þá hann var í eyðimörku Júda

Guð, þú ert minn, Guð, árla vakna eg til þín, mína sál þyrstir eftir þér, mitt hold það fýsir til þín, út í þurru hrjóstugu landi þar ekkert vatn er.

Þar í þeim stað horfi eg eftir þér, í þínum helgidómi, viljandi gjarnan sjá mega þína [ magt og dýrð.

Því að þín miskunn hún er betri en lífið, mínar varir þær lofa þig.

Þar í þeim stað vilda eg feginn lofa þig mína lífdaga og í þínu nafni mínar hendur upphefja.

Það væri minn hjartans fögnuður og unaðsemd að eg þig með glaðværum munni lofa skyldi.

Nær eð eg legg mig til sængur þá minnist eg á þig, nær eð eg vakna þá tala eg um þig.

Því að þú ert minn hjálpari og undir skugga þinna vængja gleðjunst eg.

Mín sála hún áhengur þér, þín hægri hönd hún viðheldur mér.

En þeir sækja eftir minni sálu mér til fordjörfunar, ofan í þau neðstu takmörk jarðar munu þeir fara.

Þeir munu falla undir sverðið og refunum að hlutskipti verða.

En kóngurinn mun gleðja sig í Guði, hver eð við hann sver þeir munu vegsamlegir verða því lygimælginnar munnar munu afturbyrgðir verða.