XIII.

Sjá þú, þetta hefur mitt auga allt séð og mitt eyra hefur það heyrt og hefur það undirstaðið. Hvað þér vitið, það veit eg og og eg er ekki minniháttar en þér. Þó vilda eg gjarnan mæla við Hinn almáttuga og eg vilda gjarnan heyja spurningar við Guð. Því að þér leggið það falsklega út og eruð allir ónýtir læknarar. Gæfi það Guð þér vilduð þegja, þá yrðu þér vísir. Heyrið þó mitt straff og hyggið að því málefni sem eg tala um. Vilji þér forsvara Guð með röngu og að sýna slægsmuni fyrir hann? Vilji þér álíta hans persónu eða vilji þér etja kappi vegna Guðs? Mun yður það vel veita nær eð hann skal dæma yður? Þenki þér það að þér fáið blekkt hann líka sem þá einn maður blekkir annan mann? Hann mun straffa yður ef að þér hafið manngreinarálit heimuglega. Mun hann ekki skelfa yður þá nær eð hann brunar þar fram og hans skelfing fellur yfir yður? Endurminningin yðar mun samlíkjast við öskuna og yðrir hryggir munu vera sem önnur moldarrúst.

Þegið fyrir mér svo eg geti talað, þá skal mig ekki bresta. Hvar fyrir skal eg [ naga mitt hold með sjálfs míns tönnum eða leggja mína sál út í mínar hendur? Sjá þú, hann mun þó fyrirkoma mér og eg kann ekki að bíða. Þó vil eg straffa mína vegu fyrir honum. Hann mun og minn hjálpari vera því að enginn hræsnari kemur fyrir hann. Heyri þér mitt mál og skiljið mína útlegging fyrir yðar eyrum. Sjá þú, eg hefi allt til reiðu dómsatkvæðið álagt, eg veit að eg verð réttlátur fundinn. Hver er sá eð þreyta vill við mig? En nú hlýt eg að þegja og fordjarfast svo.

Tvo hluti gjör þú mér ekki, þá vil eg ekki dylja mig fyrir þér: Lát þína hönd vera langt í burt frá mér og þína skelfing ekki skelfa mig. Kalla þú til mín, eg vil svara þér, elligar svo: Eg vil tala, svara þú mér. Hversu margar eru mínar misgjörðir og syndir? Lát mig vita mínar illgjörðir og glæpi. Hvar fyrir byrgir þú þitt andlit og heldur þig fyrir minn óvin? Vilt þú vera so harðfenginn við eitt laufblað af veðri skekið og ofsækja þannin eitt þurrt hálmstrá? Því að þú skrifar harmkvælingar á móti mér og vilt fyrirkoma mér svo fyrir synda sakir minnar ungdóms æsku. Þú hefur sett mínar fætur í stokk og gætt að mínum vegum og hugað að mínum fótsporum. Eg sem þó forgeng líka sem annað úldið hræ og svo sem annað klæði það mölurinn uppétur.