Og Drottinn talaði við Mósen á fjallinu Sínaí og sagði: „Tala þú við Ísraelssonu og seg þú til þeirra: Þegar þér komið inn í það land sem ég vil gefa yður, þá skal landið halda Drottins hvíldardaga, so að þú sáir í sex ár þinn akur og í sex ár skerir þinn víngarð og safnir saman þínum ávexti. [ En á því sjöunda ári skal landið halda Drottni sinn stóra hvíldardag, á hvörjum þú skalt ekki sá þinn akur og eigi heldur uppskera þinn víngarð.

En hvað sem uppvext eftir þína haustyrkju af sér sjálfu, það skalt þú ekki uppskera og þú skalt ekki safna þeim vínþrúgum saman sem vaxa fyrir utan þitt erfiði, því að það er landsins hvíldarár. En þér skuluð halda landsins hvíldarár þar fyrir að þú megir eta þar af, þinn þénari, þín ambátt, þinn daglaunamaður, þitt heimafólk, sá útlenski hjá þér, þinn fénaður og dýrin í þínu landi. Allur ávöxtur skal vera til [ fæðslu.

Og þú skalt telja svoddan sjö hvíldarár, að sjö ár sé talin sjö sinnum, og sá tími þeirra sjö hvíldarára gjöra níu ár og fjörutygu. [ Þá skaltu láta blása í lúðra um allt yðart land á þeim tíunda degi þess sjöunda mánaðar, rétt á þeim forlíkunardegi. Og þér skuluð halda það fimmtugasta ár heilagt og kalla það eitt frelsisár í landinu, öllum þeim sem þar búa, því það er yðart fagnaðarár. [ Þá skal hvör yðar koma aftur til sinna óðala og til sinnar ættar, því það fimmtugasta ár er yðart fagnaðarár. Þér skuluð ekki sá og ekki uppskera það sem vex af sér sjálfu og ekki samansafna í víngarðinum það sem uppvex án erfiðis. Því að fagnaðarárið skal vera heilagt á meðal yðar, en þér skuluð eta hvað sem akurinn ber. Þetta er fagnaðarárið að hvör maður skal koma aftur til sinnar eignar.

Nær þú felur þínum náunga nokkuð, eða ef þú kaupir nokkuð af honum, þá skaltu ekki svíkja þinn bróðir heldur skalt þú kaupa það af honum eftir þeirri tölu frá fagnaðarárinu og eftir ávexti eftirfylgjandi ára, so dýrt skal hann selja þér það. [ Eftir árafjöldanum skaltu láta kaupið uppstíga og eftir því sem árin eru fá til skaltu láta það ódýrra, því hann skal selja þér það eftir því sem akurinn kann bera. So svíki enginn sinn náunga, heldur óttast þú þinn Guð. Því ég er Drottinn yðar Guð. Þar fyrir gjörið eftir mínum setningum og haldið mína dóma og gjörið þar eftir, so þér megið óhræddir búa í landinu. Því landið skal gefa yður sinn ávöxt so þér skuluð hafa nóg að eta og ugglausir búa þar inni.

Og ef þú vilt segja: Hvað skulum vér eta á því sjöunda ári, því að vér sáum ekki og söfnum ekki heldur saman nokkru korni? [ Ég vil þá bjóða minni blessan yfir yður á því sjötta árinu so það skal bera þrefaldan ávöxt so þér megið sá á því áttunda ári og eta af þeim gamla ávexti allt til þess níunda árs, so þér etið af þeim gamla ávexti þar til að nýtt korn kemur. Þar fyrir skulu þér ekki selja landið ævinlega, því að landið heyrir mér til og þér eruð gestir og framandi fyrir mér. Og þér skuluð í öllu yðar landi láta landið vera falt til lausnar.

Nær eð þinn bróðir verður svo fátækur að hann selur þér sína eign og komi þá hans nánasti frændi til hans og vill leysa það, þá má hann leysa hvað hans bróðir hefur selt. En hafi hann öngvan sem það kann að leysa og geti hann með sinni hendi orkað so mikils að hann megi leysa nokkuð þar af, þá skulu menn reikna frá því ári sem hann seldi og gefa hinum sem keypti so mikið sem vantar, so hann megi fá sína eign aftur. En geti hann ekki orkað so miklu að hann fái nökkuð aftur, þá skal það sem hann hefur selt vera í þess hendi eð keypti allt til þess fagnaðarársins. Á því sama skal það frá honum fara og hinn skal koma til sinnar eignar aftur.

Hver sem selur eitt hús innan borgarmúrveggja, hann skal hafa eins heils árs frest til að leysa það aftur. [ Það skal vera tíminn innan hvörs hann má leysa það aftur. En leysi hann það ekki aftur fyrr en allt árið er úti þá skal sá sem það keypti eður hans eftirkomendur halda því húsi ævinlega og það skal ekki ganga til lausnar á því fagnaðarári. En sé það eitt hús þar í þorpum sem enginn múr er um kring, þá skulu menn reikna það so sem annað akurland og það skal vera falt til lausnar á því fagnaðarári og koma so leyst aftur.

Levítanna staðir og þau hús í stöðunum sem þeirra eignir eru úti mega alltíð leysast. [ En hvör að nokuð leysir af Levítönum, hvort sem það eru hús eður staðir sem hann hefur eignast, þá skal hann láta það til lausnar á því fagnaðarári, því að húsin í Levítanna stöðum er þeirra eign á meðal Ísraelssona. En akrana utan fyrir þeirra stöðum skulu ekki seljast, því að það er þeirra ævinleg eign.

Nær þinn bróðir útarmast og verður fátækur hjá þér þá skaltu taka hann til þín svo sem eirn gest eður framanda að hann lifi hjá þér. [ Og þú skalt ekkert okur af honum taka og eigi ofmikils af honum krefja, heldur skaltu óttast Guð þinn so að þinn bróðir megi lifa hjá þér. Því þú skalt ekki fá honum ína peninga uppá okur, eigi heldur reikna honum þinn kost ofdýran. Því ég er Drottinn yðar Guð sem leiddi yður af Egyptalandi að ég gæfa yður Kanaansland og væra yðar Guð.

Ef þinn bróðir útarmast hjá þér so að hann selur sig sjálfan þér þá skaltu ekki láta hann þjóna so sem eirn annan þræl heldur skal hann vera hjá þér sem eirn gestur eða daglaunamaður og hann skal þjóna hjá þér til fagnaðarársins. [ Þá skal hann laus frá þér fara og hans börn með honum og skal svo koma aftur til sinnar ættar og til sinna forfeðra eignar. Því þeir eru mínir þjónar sem ég útfærða af Egyptalandi. Þar fyrir skulu þeir ekki seljast sem eilífir þrælar. Og þú skalt ekki harðlega drottna yfir þeim heldur skaltu hræðast þinn Guð.

En ef þú vilt fá þér þræla eður ambáttir þá skaltu kaupa þau af heiðingjum þeim sem eru í kring yðu, af þeim framandi sem á meðal yðar eru og af þeirra eftirkomendum sem þeir hafa getið í yðar landi. Þá sömu skulu þér hafa til eigindómsþræla og þér skuluð eignast þá og yðar börn eftir yður til eignar ævinlega, þá skulu þér láta vera þræla. En yfir yðar bræður, Ísraelssonu, skal enginn harðlega drottna yfir öðrum.

Þá nokkur gestur eður framandi verður ríkur hjá yður og þinn bróðir útarmast hjá honum so að hann selur sig þeim framanda eða útlenda hjá þér eða nokkrum af hans ætt, þá skal hann eftir hans kaup hafa rétt til að verða laus aftur. Hver eð vill hans bræðra má leysa hann eða hans föðurbróðir eða hans bræðrungur eða einhvör annar af hans nánustum frændum. Eða geti hann so mikið forþénað með sinni sjálfs hendi þá skal hann leysa sig. Og hann skal riekna með þann sem hann keypti frá því ári sem hann seldi sig á allt til fagnaðarársins. Og þeir peningar skulu reiknast sem hann var seldur fyrir eftir áratölunni og hann skal reikna sín dagleg laun þar með um þann allan tíma. Standi þá enn mörg ár eftir inn til frelsunarársins og peningarnir skulu eftir því áratali reiknast sem hann seldi sig á, þá skal hann þar eftir gefa þess meira fyrir sína lausn, eftir því sem hann er keyptur. En séu þar fá ár eftir til frelsunarársins, þá skal hann þar eftir aftur gefa sér til frelsis og hann skal reikna sín dagleg laun þar með ár frá ári. Og þú skalt ekki strengilega láta drottna yfir hann fyrir þínum augum. En geti hann ekki leyst sig með þessum hætti þá skal hann ganga frjáls út á því frelsunarári og hans börn með honum. Því að Ísraelissynir eru mínir þénarar sem ég leiddi út af Egyptalandi. Ég er Drottinn yðar Guð.

Þér skuluð ekki gjöra yður afguði, eigi heldur bílæti. [ Þér skuluð ekki heldur uppreisa yður nokkrar myndir eða setja merkisteina í yðru landi og að tilbiðja þá. Því ég er Drottinn yðar Guð. Haldið mína hvíldardaga. Hræðist minn helgidóm. Ég er Drottinn.