VII.

En Ísraelssynir saurguðu sig á því inu bannfærða. Því að Akan son Karmí, sonar Saddí, sonar Sera, af ætt Júda, tók nokkuð af því sem bannfært var. [ Þá gramdist reiði Drottins yfir Ísraelssyni.

En sem Jósúa nú útsendi menn frá Jeríkó mót Aí sem að liggur hjá Betaven austur frá Betel og sagði til þeirra: „Farið upp og skoðið landið.“ Og þá þeir voru uppfarnir og höfðu skoðað og njósnað Aí þá komu þeir aftur til Jósúa og sögðu honum: „Lát ekki allt fólkið fara upp þangað og ekki meir heldur en tvær eða þrjár þúsundir manna að þeir fari og slái Aí svo að allt fólkið ómaki sig ei þangað. Því að þar er eitt fátt fólk fyrir.“ So skikkaði Jósúa til þrjár þúsundir manna af stríðsfólkinu. En sem þeir komu upp flúðu þeir fyrir borgarmönnum Aí so að þeir slógu sex og þrjátígi menn af þeim og ráku þá frá portunum allt til Sabarím og slógu margan mann til dauðs á veginum. Þá kom æðra í fólksins brjóst og þeirra hjörtu þiðnuðu sem vatn.

Sem Jósúa heyrði þetta hreif hann sín klæði og féll fram á sitt andlit til jarðar fyrir örk Drottins allt til kvelds og öldungarnir Ísrael og jusu moldu yfir sín höfuð.

Og Jósúa sagði: „Drottinn, Drottinn! [ Því leiddir þú þetta fólk yfir Jórdan til þess að gefa oss í hendur þeirra Amoritis að þeir foreyði oss? Væri svo vel að vér hefðum verið kyrrir hinumegin Jórdanar sem vér vorum. Aufi Drottinn, hvað skal eg segja með því að Ísrael snýr baki við sínum óvinum? Þegar að Cananei og allir landsins innbyggjarar spyrja þetta þá munu þeir umkringja oss og afmá vort nafn af jörðunni. Hvað vilt þú þá gjöra við þitt hið mikla nafn?“

Þá sagði Drottinn til Jósúa: „Statt upp, því liggur þú so fram á þína ásjónu? Ísrael hefur syndgað og hefur yfirtroðið minn sáttmála sem eg bauð þeim. Þar með tóku þeir af því bannfærða, stálu og leyndu af og lögðu það í millum sinna fjárhluta. Ísraelssynir gátu ekki staðið í móti sínum óvinum heldur urðu þeir að bakhverfast sínum óvinum af því að þeir eru í banni. Eg vil ekki hér eftir vera með yður ef þér afmáið ekki það bann í frá yður.

Statt upp og helga þú fólkið og seg því: Helgið yður til morguns því so segir Drottinn Guð Ísraels: Bann er á meðal þín, Ísrael, og því getur þú ekki staðið í móti þínum óvinum þar til að þér skiljið þetta bann frá yður. Og þér skuluð koma snemma hingað, ein ættkvísl eftir aðra. Og hver sá kynþáttur sem Drottinn ávísar skal þá koma fram, ein kynslóð eftir aðra. Og hver sú kynslóð sem Drottinn áhittir skal koma fram, hvört eitt hús eftir það annað. Og hvert það hús sem Drottinn vísar á skal koma fram, einn húsbóndi eftir annan. En sá sem fundinn verður í bann, sá skal brennast í eldi með öllu því sem hann hefur, sökum þess að hann braut sáttmála Drottins og gjörði eitt heimskupar í Ísrael.“

Jósúa stóð upp snemma morguns og leiddi fram Ísraels kynþáttu hvern eftir annan og kom hlutur á kyn Júda. [ Og sem hann leiddi ætt Júda fram þá féll hluturinn yfir Serahiters kynslóð. En sem Serahiters kynslóð kom fram, hvert hús eftir annað, þá féll hlutur yfir Sabdí. Og sem hann leiddi sitt hús fram, hvern húsbónda eftir annan, þá féll hlutur yfir Akan son Karmí, sonar Sabdí, sonar Sera, af kyni Júda.

Og Jósúa sagði til Akan: „Minn son, gef Drottni Guði Ísraels dýrðina. Meðkenntu og seg mér hvað þú hefur gjört og leyn öngvu fyrir mér.“ Akan svaraði Jósúa og sagði: „Sannlega, eg hefi misgjört í móti Drottni Ísraels Guði. So og svo gjörða eg. [ Eg sá einn forkostulegan babýlóneskan kyrtil meðal herfangsins og tvö hundruð siclos silfurs og eina gulltungu fimmtígi siclos að vigt. Þetta ágirntust eg og tók eg það. Og sjá, þetta er í jörð niðurgrafið í minni tjaldbúð og silfrið þar undir.“

Jósúa sendir menn þangað, þeir runnu til tjaldsins og sjá, það var þar í jörðu grafið í hans tjaldbúð og silfrið þar niður undir. Og þeir tóku það upp úr búðinni og færðu Jósúa og öllum Ísraelssonum og lögðu það fram fyrir Drottin. Síðan tók Jósúa og alur Ísrael með honum Akan son Sera og svo silfrið, kyrtilinn og gulltunguna, hans sonu og dætur, hans uxa og asna, allan hans búsmala, tjaldbúðina og allt það sem hann hafði og fluttu það allt saman upp í Akorsdal.

Jósúa sagði til hans: „Af því þú hefur hrellt oss þá hrelli Drottin nþig á þessum degi.“ [ Og allur Ísraelslýður lamdi hann þar grjóti og brenndu síðan upp með eldi. Og eftir það sem þeir höfðu grýtt hann gjörðu þeir einn stóran grjóthaug yfir honum. Hann stendur allt til þessa dags. Síðan sneri Drottinn sér frá sinni grimmdarreiði. Og þar af kallast þessi dalur Akorsdalur allt til þessa dags. [