X.

Þegar að Adónísedek kóngurinn af Jerúsalem heyrði að Jósúa hafði unnið Aí og foreytt hana og gjört við Aí og henar kóng sem hann hafði gjört við Jeríkó og kóng hennar og að þeir af Gíbeon höfðu gjört frið við Ísraels og voru nú komnir meðal þeirra, þá sló yfir þá mikilli hræðslu og ótta (því Gíbeon var einn megtugur staður, eins svo sem konungleg borg og stærri en Aí og allir borgarar voru góðir stríðsmenn). [ Því sendi hann boð til Hóham kóngsins í Hebron og til Píream kóngsins af Jarmút og til Jafía kóngsins af Lakís og til Debír kóngsins af Eglon og lét segja þeim: „Komið hér upp til mín og veitið mér styrk so vér mættum slá Gíbeon því að þeir í Gíbeon hafa gjört frið með Jósúa og Ísraelslýð.“ [

Þá komu þessir fimm kóngar Amoritis til samans: Kóngur Hebron, kóngur Jarmút, kóngur Lakís og kóngur Eglon með kónginum af Jerúsalem með allan þeirra her og settust um Gíbeon og stríddu fast á hana. En þeir af Gíbeon sendu til Jósúa í herbúðirnar í Gilgal og létu segja honum: „Snú ekki þinni hönd frá þínum þénurum. Kom þú sem fyrst upp hingað til vor að frelsa og hjálpa oss. Því að allir kóngar Amoritarum sem búa upp á fjallbyggðum hafa samansafnast á móti oss.“

Þá Jósúa fékk þessa orðsending þá brá hann strax við og fór frá Gilgal og allt hans stríðsfólk með honum og allir inu bestu bardagamenn. Og Drottinn sagði til Jósúa: „Eigi skaltu óttast þá því eg hefi gefið þá í þínar hendur. Enginn af þeim skal standast fyrir þér.“ So kom Jósúa á þá óvara með bráðum bardaga því að alla nóttina í gegnum var hann á ferð frá Gilgal. En Drottinn lét eina hræðslu koma yfir þá fyrir Ísrael so að hann veitti þeim mikið slag í Gíbeon og rak þá á flótta á þann veg sem liggur til Bet Hóron og felldi þá allt til Aseka og Makeda.

En sem þeir héldu á flótta undan Ísrael og flýðu á þann veg sem liggur ofan til Bet Hóron þá lét Drottinn stóra haglsteina falla ofan af himninum yfir þá allt til Aseka so að þar af fengu menn bana. [ Og miklu fleiri dóu af því sama hagli heldur en Ísraelssynir felldu með sverði.

Á þessum sama degi þá Drottinn hafði gefið þá Amoriter undir Ísrael þá talaði Jósúa til Drottins og sagði að áheyranda öllum Ísrael: „Sól, statt þú kyrr í Gíbeon og tunglið í dalnum Ajalon.“ [ Þá stóð sólin og tunglið kyrr þar til að fólkið hafði hefnt sín á sínum óvinum. Mun það ekki skrifað í Bók hins réttláta? So stóð sólin mitt á himninum svo að hún gekk ekki þann allan dag. Og þar var enginn dagur þessum líkur, hverki áður né síðan, þá Drottinn hlýddi svo eins manns raust. Því að Drottinn barðist fyrir Ísrael.

Eftir þetta dró Jósúa aftur til sinna herbúða í Gilgal og allur Ísrael með honum. En þeir fimm kóngar flýðu og földu sig í einum hellir hjá Makkeda. Þá frétti Jósúa það að fundist hefði þeir fimm kóngar faldir í einum hellir hjá Makkeda. Jósúa sagði: „Farið og veltið stórum steinum fyrir hellismunnann og setjið menn til að varðveita þá. En þér verið ekki kyrrir heldur sækið eftir yðrum óvinum og sláið þá sem seinastir eru og látið þá ekki komast inn í sínar borgir því að Drottinn yðar Guð hefur gefið þá í yðar hendur.“ En þá Jósúa og Ísraelssynir höfðu endað þann mikla bardaga á þeim og slegið þá með öllu þá komu þeir sem flúði höfðu af þeim í sína fasta staði.

Eftir þetta kom allt fólkið aftur til herbúða til Jósúa hjá Makkeda með friði og enginn þorði að hræra sína tungu fyrir Ísraelssonum. En Jósúa sagði: „Opnið þann hellismunnann og leiðið þá fimm kónga til mín.“ Þeir gjörðu svo og leiddu þessa fimm kónga til hans úr hellirnum, kónginn af Jerúsalem, kónginn af Hebron, kónginn af Jarmút, kónginn af Lakís og kónginn af Eglon.

En sem þessir fimm kóngar voru leiddir til Jósúa þá kallaði hann saman allan Ísraelissöfnuð og sagði til höfðingjanna sem settir voru yfir stríðsfólkið það sem var með honum: „Komið hingað og fortroðið þessa kónga og gangið á þeirra hálsa.“ En þeir gengu fram og stigu á þeirra hálsa og fóttráðu þá. Síðan sagði Jósúa til þeirra: „Óttist ekki og verið óhræddir, verið hughraustir og óefaðir því að Drottinn skal so gjöra við alla yðar óvini sem þér berjist í móti.“

Síðan sló Jósúa þá og lét drepa þá og hengdi þá upp á fimm eikur. Og þeir héngu í eikunum allt til kvelds. [ En að sólarfalli bauð Jósúa að taka þá niður af eikunum og kasta þeim í þann hellir sem þeir höfðu falið sig í og svo var gjört og þeir báru stóra steina fyrir hellismunnann og eru þeir þar enn nú á þessum degi.

Jósúa vann og þennan sama dag Makkeda og sló hennar innbyggjara með sverðseggjum, hann sló og hennar kóng og allar sálir sem í henni voru og lét ekki mannsbarn eftir lifa. [ Og eins gjörði hann við kónginn af Makkeda sem hann hafði áður gjört við kónginn af Jeríkó. [

Síðan dró Jósúa og allt Israelisfólk með honum frá Makkeda til Líbna og stríddi á hana. [ Og Drottinn gaf hana í Ísraels hendur og so hennar kóng. Og hann sló hana með sverðseggjum og allar sálir sem þar inni voru so þá hélt ekkert mannsbarn sínu lífi. Og hann gjörði eins við þennan kóng sem hann gjörði við kónginn í Jeríkó.

Síðan dró Jósúa og allur Ísrael með honum frá Líbna til Lakís, sló hervirki um hana og stríddi á hana. [ Drottinn gaf og Lakís í Ísraels hendur og þeir unnu hana strax annars dags. Og þeir slógu staðarins innbyggjara með hvössu sverði og allar sálir sem þar inni voru eins og hann hafði gjört Líbna.

Á þessum sama tíma dró Hóram kóngur af Geser upp til að hjálpa Lakís. [ En Jósúa sló hann og allt hans fólk so að þar lifði enginn eftir.

Síðan dró Jósúa frá Lakís með allan Ísraelsher til Eglon og settist um hana og stríddi á hana og vann hana á sama degi og sló hana með sverðseggjum og drap allar þær sálir sem þar inni voru þann sama dag eins og hann hafði gjört Lakís. [

Eftir þetta fór Jósúa með allan Israelisher frá Eglon til Hebron og stríddi á hana og vann hana og sló hana með sverðseggjum, hennar kóng og alla hennar staði og þær allar sálir sem í þeim voru so ekki ein varð eftir, eins og hann gjörði með Eglon, og foreyddu borgina og allar þær sálir sem þar inni voru. [

Og eftir þetta sneri Jósúa aftur með öllum Ísrael til Debír og stríddi á hana og yfirvann hana og hennar kóng og alla hennar staði og sló hana með bitru sverði og foreyddi þær allar sálir sem þar voru inni og lét öngvan eftir lifa. [ Eins og hann gjörði með Hebron so gjörði hann og með Debír og hennar kóng og sem hann gjörði við Líbna og hennar kóng.

So vann Jósúa undir sig allt landið hið efra með fjallbyggðinni og í mót suðri og í dölunum og hjá vötnunum með öllum þeim kóngum sem þau ríki héldu og lét öngvan lifa og foreyddi öllu því sem lífsanda hafði so sem Drottinn Ísraels Guð hafði boðið. [ Og hann sló alla þá frá Kades Barnea og allt til Gasa og allt landið Gósen inn til Gíbeon og yfirvann alla þessa kóng með öllum þeirra löndum á einum tíma. Því að Drottinn Israelis Guð barðist fyrir Ísrael. Eftir þetta fór Jósúa til sinna herbúða aftur í Gilgal með allan Ísrael.